Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 16
76 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 12.JÚLÍ2003 DvHelgarblað Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Snæfríður Ingadóttir Netfang: polli@dv.is - snaeja@dv.is Sími: 550 5808 ÚTREIÐ Besta leiðin til að sjá landið er að sögn hestamanna á hestbaki. Blaðamaður DV sannreyndi þá kenningu og fór með íshestum um Snæfellsnes. Brimkló á svið Björgvin Halldórsson segir frá endurkomu Brimklóar sem gerði allt vitlaus á sínum tíma með lögunum um Nínu og Geira og Skólaball. Kíkt á klósettið Smæstu og hversdagslegustu gjörðir okkar og ákvarðanir geta verið þrungnar sálfræðilegri merkingu ef grannt er skoðað. Bls. 20 Bls. 30 Bls.36 Agrænni grein HAGNÝTRÁÐ FYRIR GARÐYRKJUMENN: Steinn Kárason garðyrkjufræð- ingur og umhverfishagfræð- ingur gaf nýlega út bókina Garðverkin sem hann segir að byggi á reynslu hans sem garðyrkjumanns. I bókinni fjallar Steinn um flesta þætti garðyrkjunnar á einfaldan og aðgengilegan hátt og ætti hún því að nýtast öllu áhugafólki um garðrækt. „Eg útskrifaðist frá Garðyrkjuskólanum árið 1974 og aftur 1976, fyrst af ylræktar- og garðplöntubraut en síðan sem skrúðgarð- yrkjumaður og hefverið viðloðandi garðyrkju síðan." Steinn hefur víða komið við í garð- yrkju og þekkir því fagið vel af eigin raun, hann hefur starfað sem garðyrkjustjóri, versl- unarstjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, hann rak um tíma blómabúð í Grafarvogi og hefur starfað sem verktaki, Steinn stóð einnig fyrir Græna skólanum á sínum tíma en það var einkarekinn garðyrkju- og umhveríis- skóli. Það sem garðeigendur fást við „Fyrir nokkrum árum ákvað ég að söðla um og fór í iðnrekstrarfræði í Tækniháskól- anum, þaðan fór ég í viðskiptafræði á Bifröst og í framhaldi af því til Álaborgar í meistara- nám í umhverfisstjórnun og hagfræði." Árið 1994 gaf Steinn út bók um trjáklipp- ingar sem er fyrir löngu ófáanleg. I ár gaf hann út aðra bók sem nefnist Garðverkin og fjallar um flest það sem garð- og sumarbú- staðaeigendur þurfa að fást við í garðinum. „Nýja bókin byrjaði að gerjast í mér um leið og ég kláraði hina þannig að ég er búinn að ganga með hana lengi í maganum." Steinn Kárason garðyrkju- fræðingur hefur staðið í ströngu síðustu misserin. Hann lauk alþjóðlegu meist- aranámi í umhverfisstjórnun og hagfræði við Álaborgarháskóla í fyrra og fyrir skömmu gafhann út bókina Garðverkin. Að sögn Steins skrifaði hann nýju bókina með námi og í fríum á undanförnum árum. „Það má segja að á vissan hátt sé ég að skrifa mig úr litlu einingunni sem garðurinn er og yfir í stærri eininguna sem er umhverfistjórn- un en með umhverfisstjórnum á ég við nýt- ingu auðlinda út frá sjónarhóli umhverfis- hagfræðinnar, þ.e.a.s. að lágmarka notkun- ina og hámarka arðinn." Á vistvænum nótum Að sögn Steins er Garðverkin alhliða garð- yrkjuhandbók sem lýtur að öllu því helsta sem fólk er að fást við í garðinum. „Bókin er meira og minna skrifuð á vistvænum nótum en mér vitanlega hefur slík bók ekki verið gef- in út hér á landi áður. Það er ekki þar með sagt að ég haldi á lofti einhverjum einstreng- ingslegum kenningum í því sambandi. Bókin skiptist í tuttugu og fjóra aðalkafla og hundr- að níutíu og fjóra undirkafia þar sem ég tek meðal annars fyrir eins ólíka þætti og uppeldi plantna, val á verkfærum, skjólveggi, safn- haugagerð og ræktun rósa og klifurjurta.“ Steinn segir að þrátt fyrir að hann fjalli bæði um tilbúinn áburð og lífrænan í bókinni leggi hann áherslu á að fólk noti lífrænan áburð og sýni fram á að hægt sé að ná meiri gæðum með honum. „Við lifum í markaðs- drifnu þjóðfélagi og tilbúinn áburður er hluti af því.“ Hagnýt ráð Steinn segir að í bókinni sé að fínna ýmis hagnýt ráð sem fólk getur notað til að draga úr þörí á notkun eiturefna sem vamir gegn meindýrum. „Rétt tímasetning með klipp- ingu á trjám og mnnum getur til dæmis dreg- ið úr eiturefnanotkun, notkun lífræns áburð- ar styrkir mótstöðuafl plantnanna og það getur reynst ágætlega að eyða illgresi úr gangstéttum og möl með heitu vatni. Bókin er skrifuð með áhugafólk í huga en þegar ég horfi til baka og sé sjálfan mig í garð- yrkjuskólanum þá held ég að bókin sé kjörin sem kennslubók." í bókinni er fjöldi skýringamynda sem gefa henni aukið vægi og styrkja textann. Steinn segist hafa fengið Hollendinginn Han Velt- man sérstaklega til landsins til að teikna fyrir sig myndir í bókina. „Veltman teiknaði myndirnar í trjáklippingabókinni úti í Hollandi en í þetta sinn vildi ég fá hann til landsins og teikna myndirnar í samráði við mig.“ Að sögn Steins er bókin að hluta til unnin upp úr heimildum en að mestu byggir hún á reynslu hans sem garðyrkjumanns. „Garð- verkin er fyrst og fremst íslensk garðyrkjubók sem styðst við íslenskar aðstæður." kip@dv.is Garðverkin: Lífræn ræktun Lffræn ræktun: Sáðskipti við ræktun matjurta skila að jafnaði betri rækt- unarárangri. Hver tegund er þá ræktuð eitt ár á sama stað. Með því að viðhafa sáðskipti minnka líkur á jarðvegsþreytu. Frá upphafi ræktunar matjurta fyrir þús- undum ára notuðu menn einungis lífræn efni, einkum húsdýraáburð, til að auka upp- skeru við matjurtarækt og var svo einnig hér á landi. Á tuttugustu öld urðu umskipti í þessum efnum þegar almennt var farið að nota tilbúinn áburð eða verksmiðjufram- leidd ólífræn efni til að auka vöxt og þroska matjurta og nytjajurta. Bent hefur verið á ókosti og skaðsemi þess að nota einungis ólífræn efni sem áburð, sérstaklega á mat- jurtir, en einkum skaðsemi eiturefna sem notuð eru til að útrýma skordýrum og bægja frá plöntusjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt betri þrif og meira heilbrigði tilraunadýra sem alin voru eingöngu á lífrænt ræktuðu grænmeti en tilraunadýra sem einvörðungu voru alin á grænmeti sem ræktað var við til- búinn áburð. Alkunna er að bragðgæði og geymsluþol lífrænt ræktaðra afurða er meira en þess sem ræktað er með tilbúnum áburði og kemískum efnum. Orkuútstreymi eða ára lífrænna afurða er meiri en hinna en það er unnt að greina með kirlianhátíðniljósmynd- um. Lífræn ræktun hefur nú verið hafin til vegs og virðingar jafnt hér á landi sem erlendis. Góðar aðstæður eru til lífrænnar ræktunar hérlendis og hefur lífræn ræktun verið stund- uð á Sólheimum í Grímsnesi frá 1930. Við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði svo og í Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur lífræn ræktun verið stunduð um langt árabil. Vaxt- arbroddur er í þessari atvinnugrein og fer hún ört vaxandi enda höfum við íslendingar hreint vatn og loft víðast hvar utan þéttbýlis, góðan jarðveg og vegna legu landsins er enn fátt um skaðvalda á ræktuðum plöntum. Heilnæmar, lífrænar grænmetisafurðir sem og vistvænar landbúnaðarafurðir gætu orðið að tækifærum íslenskra ræktenda til að halda velli í hörðum samkeppnisheimi og al- heimsvæðingu þar sem notuð eru kemísk næringarefni, eitruð varnarefni, hormónar, ónáttúruleg rotvarnarefni og genabreyttar líf- verur sem framleiddar eru úr takti við nátt- úrulega hringrás í verksmiðjuframleiðslu. Bæði skammtíma- en þó einkum langtíma- ávinningur er fólginn í líffænni og vistvænni ræktun og felst ávinningurinn m.a. í heil- næmari afurðum, heilnæmara umhverfi og lífsháttum og minni fjármunum sem verja þarf til heilbrigðismála. Lífræn ræktun er á erlendum tungumálum kölluð bíódýnamísk og felst í því að ekki eru notuð nema lífræn og náttúruleg efni til áburðar og eingöngu er beitt náttúrulegum vörnum og varnarlyfjum gegn sjúkdómum og sníkjudýrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.