Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 12.JÚLÍ2003
Otbreiðsía GSM dreifikerfis Og Vodafone
GSM farsímakerfíð
Farsímakerfin efld og styrkt svo allir megi tala:
Símnetið er
alltaf að þéttast
Símafyrirtækin tvö, Síminn og
Og Vodafone, vinna að því í
sumar að þétta enn frekar far-
símanet sitt fyrir GSM-kerfið.
Talsmenn fyrirtækjanna segja að
á milli 97 og 98% landsmanna geti í
heimaranni verið í GSM-sambandi,
þó svo að á ýmsum fjallvegum sé
ekki samband. Áfram verður unnið
að því að fylla í eyðumar þótt búast
megi við að NMT-kerfl símans verði
í mörgum tilvikum látið nægja,
enda öflugra og langdrægara.
Kerfin sameinuð
Pétur Pétursson er forstöðumað-
ur upplýsinga- og kynningarmála
Og Vodafone. „Eftir sammna ís-
landssíma og Tals þurfum við líka
að sameina í eitt kerfin sem áður
tilheyrðu tveimur fyrirtækjum,"
sagði Pétur. Undanfarið hefur verið
unnið í Eyjaflrði og Suður-Þingeyj-
arsýslu á vegum Og Vodafone svo
þar á að vera komið enn þéttriðn-
ara og öflugra kerfi en áður.
Fram undan er, að sögn Péturs,
að sameina kerfl á Suðumesjurh,
höfuðborgarsvæðinu og á Suður-
landi. Á vegum Og Vodafone er
unnið að því þessa dagana að setja
upp um 10 senda á Suðurlandi og
fleiri svæði em á dagskrá. Hins veg-
ar em engar fyrirætlanir á vegum
fyrirtæksins um að koma upp
GSM-sambandi í Hvalfjarðargöng-
unum.
„Það er gott samband við báða
gangamunnana. Þetta er ekki lang-
ur vegarspotti og á þessum tíma-
punkti fmnst okkur ekki forsvaran-
legt að leggja í tugmilljóna króna
kostnað til þess að koma á farsíma-
sambandi á þeirri örstuttu leið. Við
emm hins vegar stöðugt að leita
hagkvæmari leiða til að efla kerfið á
þessum stað og öðmm - viðskipta-
vinum til góða," segir Pétur.
Síminn fjölgar sendum
Víðast hvar þar sem Og Vodafone
er ekki með farsímasenda tekur
kerfí Sfmans við, þá í krafti reiki-
samninga sem em í gildi milli fyrir-
tækjanna. Að sögn Evu Magnús-
dóttur hjá upplýsinga- og kynn-
ingadeild Landssímans hafa starfs-
menn Símans unnið að því í sumar
að styrkja kerfið, svo sem á stöðum
þar sem kerfið er nú þegar, svo sem
á ísafirði og í Hnífsdal.
„f maí var sett upp ný stöð í
Grímsey, en Grímseyingar vom
ekki áður í GSM-sambandi. Einnig
var sett upp ný stöð í Hrauneyja-
fossvirkjun til að bæta sambandið
þar. Búið er að setja upp tvær
stöðvar á Kárahnjúkasvæðinu og er
von á því að það svæði verði styrkt
frekar í náinni framtíð," segir Eva.
Hún bætir við að nýlega hafi
einnig verið settar upp stöðvar við
Blönduvirkjun, Laxá í Aðaldal, í
Fnjóskadal og víðar. Þá kosti Sím-
inn einnig kapps um að setja upp
sendistöðvar þar sem útihátíðir em
haldnar á hverjum tíma, eins og til
dæmis Höfn í Hornafirði og Ólafs-
vík, eins og var um sl. helgi.
sigbogi@dv.is
Keyptu smáaug-
lýsingu á smáar.is
og unnu stórt
Arnór Jónsson og Stefanía
Stefánsdóttir, bæði úr Reykja-
vík, duttu í lukkupottinn þeg-
ar dregið var í annað sinn í
sumarhappdrætti smáauglýs-
ingadeildar DV. Þau keyptu
bæði smáauglýsingu á vefnum
www.smaar.is á 500 krónur og
voru þar með komin í happ-
drættispottinn. Voru nöfn
þeirra dregin úr pottinum á
þriðjudag.
Arnór vann gjafabréf á Café Sól-
on, tvo kassa af Princess-
súkkulaði og 8 bíómiða.
Stefanía vann gjafabréf á Thor-
valdsen Bar, tvo kassa af Princess-
súkkulaði og 8 bíómiða.
Bæði fengu þau tveggja mánaða
áskrift að DV.
Sérstök sumarverðskrá gildir nú
fyrir smáauglýsingar í DV. Kostar
4ra línu textaauglýsing, sem pönt-
uð er á www.smaar.is, 500 kr.
Sams konar auglýsing, sem keypt
er með símtali eða í afgreiðslu
smáauglýsinga í DV-húsinu, kost-
ar hins vegar 700 kr. Myndaaug-
lýsing kostar síðan 950 krónur,
hvort sem hún er keypt í á
www.smaar.is, með símtali eða í
DV-húsinu.
Allir sem kaupa smáauglýsingu
á www.smaar.is lenda í happ-
drættispotti. Dregið verður alla
þriðjudaga í júlí og ágúst og munu
nöfn vinningshafa birtast í DV á
föstudögum. Aðalvinningurinn,
sem dreginn verður 2. september,
er flugmiði frá Iceland Express.
Sá misskilningur varð við
vinnslu fréttar af síðustu vinn-
ingshöfum að maðurinn og konan
á meðfýlgjandi mynd voru sögð
hjón. Það eru þau hins vegar ekki.
Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð-
ingar á mistökunum.
Bitið í turn
tlMINH
SÍMINN: GSM-net Símans er þéttriðið og nær orðið til allra helstu þéttbýlisstaða landsins.
Á fjallvegum verður NMT-kerfið þó látið duga.
OG VODAFONE: Víðast hvar þar sem Og Vodafone er ekki með farsímasenda tekur kerfi
Símans við - þá í krafti reikisamninga.
DV-HÚSIÐ: Þeir sem kauþa smáauglýsingu á www.smaar.is lenda í happdrættisþotti.
Ef heppnin er með bíða þeirra glæislegir vinningar í DV-húsinu við Skaftahlíð.
TMnogilqíAn'p'
ÚtteeiM.
Snatuit
tM >***&*»
ÞéHbýtisMdów þjönusta
*»
c evðkMii
Síríus rjómasúkkulaði
er ferðafélagi íslendinga
númer eitt.
Þér standa fimm freistandi tegundir til boða
i sigildum lOOg og 200g umbúðum.
Hvernig sem þú velur að bita í uppáhalds
Sírius rjómasúkkulaðið pitt skaltú njóta pess
og hafa pað gott í sumar.
NÓl SÍRÍUS