Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDACUR 12. JÚLÍ2003 DV HELGARBLAÐ 19 sem þar tíðkast, eignast japanska konu og japanskt líf. Siðir og venjur á íslandi og í Jap- an eru tvennt ólíkt og þar tíðkast t.d. enn í dag að fjölskyldurnar hjálpi til við makavaí og velji sig svolítið saman og mér skilst að þannig hafi hann kynnst sinni nú- verandi konu. Við höfum ekki verið í miklu sambandi við hann eftir að hann flutti út því núverandi kona hans setti það sem skilyrði að hann segði skilið við sitt fyrra lif,“ segir Dóra. „Afi minn er maður sem gefur miklu meira af sér en hann fær til baka, eiginlega ofmik- ið. Hann hefur gengið í gegnum tífalt erfiðari tíma en margur en hins vegar unnið margfalt fleiri sigra á lífsleiðinni en KR, sigursælasta knattspyrnulið íslands - hann er sem sagt góð- hjartaður sigurvegari." - Björgólfur - Hvernig hefur ykkur gengið að sætta ykkur við það? Eruð þið ekk- ert bitur út í föður ykkar að gefa ykkur svo að segja upp á bátinn fyr- ir nýtt líf í Japan? „Nei, ekki lengur, en vissulega höfum við bæði gengið í gegnum KEPPNISFÓLK: Dóra og Björgólfur eru llk á fleiri sviðum en útlitslega. Þau eru t.d bæði miklar keppnismanneskjur og elska að spila á spil. Systkinin eiga sameigin- legan japanskan föður en eru alin upp sitt í hvoru lagi hjá mæðrum sínum. erfiðleikatímabil varðandi það að sætta okkur við það,“ segir Dóra en bendir þó á það að þau heyri af og til í föður sínum þó þau hafi ekki séð hann frá því hann flutti aftur til Japans. „Vissulega hefur þetta verið erf- iður skóli og ekki sá skemmtilegasti en ef ég gæti farið aftur í tímann og breytt einhverju þá myndi ég ekki gera það. Þessi reynsla hefur gert mig að þeim manni sem ég er f dag og fært mig nær öðrum fjölskyldu- meðlimum,“ segir Björgólfur og viðurkennir að hann sé svolítill mömmustrákur. „Ég græt ekki þó ég fái ekki að hitta þennan annars ágæta mann," bætir hann við. Þau systkinin virðast sýna vali föður síns mikinn skilning, enda segja þau menninguna í Japan gjörólíka því sem við þekkjum. Sjálf fór Dóra til Japans árið 1989 til að kynnast föðurlandinu af eigin raun, en þá var hún ófrísk að syni sínum, Daníel. „Ég var þá akkúrat á þessum ógleðitíma þegar ég fór þarna út - var ekki komin upp á lagið með að borða japanskan mat og var þar að auki grænmetisæta þannig það var mjög erfitt fyrir mig að fmna eitt- hvað að borða þarna. Ég lifði að mestu leyti á hrísgrjónum allan tímann því það skildi enginn hvað ég var að reyna að panta á veitinga- stöðunum. Það var sama þó ég teiknaði allt dýraríkið og reyndi að tjá mig með leikrænum tilþrifum og segja nó nó! á afar dramtískan hátt - þá kom alltaf kjöt á borðið," segir Elóra og hlær að minning- unni. Hún heldur áfram: „Það var frekar skrýtin upplifun að koma til Japans því á fslandi er ég svo japönsk og ég hélt að úti myndi ég sjá fullt af litlum Dórum. En í Japan var ég alls ekkert japönsk. Ég var líka frekar hávaxin miðað við flesta Japana og fílaði mig eins og súpermódel. Japanarn- ir héldu að ég væri indíáni eða mexíkósk og fannst ég ekki vera sérlega japönsk - enda get ég ekki sagt að ég hafi fundið sterka teng- ingu við Japan og var ég jafnmikill túristi og allir hinir í hópnum sem voru með mér," segir Dóra. Bæði með íþróttaáhuga Hvorugt þeirra talar japönsku en segja að yngri systir þeirra, Elísa- bet, sé að læra japönsku af miklum áhuga. Þau séu í staðinn mun meiri keppnismanneskjur og hafi bæði alltaf haft gaman af íþróttum. „Ég hef aldrei verið í íþróttum hreyfmgarinnar vegna heldur finnst mér bara gaman að hittast í leik og ekki síst keppa. Þegar ég var krakki var ég á kafi í flestum íþrótt- um, setti nokkur íslandsmet og eignaðist tugi verðlaunapeninga," segir Dóra. Blaðamaður veit að hún spilaði bolta af fullum krafti í vetur með vinkonum sínum, sem hún hóaði saman, en sjálf segist hún þó aldrei hafa stefnt á neinn frama á fþróttasviðinu eins og bróðir henn- ar sem, eins og allir litlir strákar, dreymir að sjálfsögðu um að verða atvinnumaður. „Ég ætlaði að verða sálfræðingur, félagsráðgjafi eða leikkona þega ég yrði stór. En svo þegar Matlock var sem vinsælastur í sjónvarpi fannst mér líka dálítið spennandi að verða lögfræðingur, alveg þangað til ég komst að því að íslenskir lögfræð- ingar gera lítið annað en senda fólki sem á ekki peninga fyrir skuld- unum sínum skammarbréf," segir Dóra kankvís, en hún er nýhætt á Stöð 2 í kjölfar niðurskurðar á fréttastofunni og er þessa dagana að líta í kringum sig. Björgólfur er hins vegar í fjármálanámi í Banda- ríkjunum og vinnur í sumar hjá fyr- irtækjasviði Landsbankans. „Það munaði nú litlu að hann missti vinnuna þar,“ skýtur Dóra inn í stríðnislega og segir skemmtilega sögu af því að þegar Björgólfúr var nærri búinn að skora úr auka- spyrnu í leik á móti KR í vor, en það hafí afí hans, Björgólfúr, ekki verið alveg sáttur við þvf hann er KR-ing- ur í húð og hár. Sagði hann að það hefði verið kurteisi af barnabarn- inu að skora ekki því þá hefði hann hugsanlega misst sumarvinnuna í Landsbankanum, en eins og alþjóð veit er Björgólfur stjórnarformaður bankans. „Ég bjó í Þróttarhverfinu þannig að það lá beinast við að æfa með þeim. Þar eignaðist ég góða vini, sem eru vinir mínir enn í dag, og hélt ég mig þvi áfram við félagið þó ég flytti úr hverfinu. Það er svona ástæðan fyrir því að ég er í Þrótti þó öll mín fjölskylda sé mikið ICR-fólk. Afi spyr reglulega hvenær ég ætli að fara að koma mér f al- mennilegt lið og ég segi ekki að það hafi ekki verið létt að mæta í fjöl- skylduboðin með alla þessa KR- inga í kringum mig,“ segir Björgólf- ur og glottir. - Nú þekkja allir getu og gáfur afa þíns, Björgólfs Guðmundssonar, á viðskiptasviðinu, en hvemig maður er hann? „Það er erfitt að lýsa þeim snill- ingi í fáum orðum þótt hann sjálfur eigi ekki erfitt með það. Afi minn er maður sem gefur miklu meira af sér en hann fær til baka, eiginlega of mikið. Hann hefur gengið í gegnum tífalt erfiðari tíma en margur en hins vegar unnið margfalt fleiri sigra á lífsleiðinni en KR, sigur- sælasta knattspyrnulið íslands - hann er sem sagt góðhjartaður sig- urvegari. Að auki er hann best gifti maður landsins, giftur Þóm Hall- grímsson. Samband okkar afa er mjög náið og hann er alltaf til stað- ar fyrir mig. Hann auðveldaði mér mjög föðurleysið og ég hef í raun sett hann í það hlutverk, þó hann viti það örugglega ekki, og í gegn- um árin hefur hann verið mín fyrir- mynd," segir Björgólfúr og Dóra bætirvið: „Hann er fyrst og fremst maður með hjartað á réttum stað. Hann er æðislegur húmoristi og ferlega stríðinn - virkilega skemmtilegur maður." Happa- eða óhappatákn? Leikurinn í dag er, eins og áður sagði, sérlega þýðingarmikill fyrir bæði Þrótt og KR, en Dóra segist ekki hafa séð marga leiki með Björgólfi vegna þess að þau systk- inin em bæði mjög hjátrúarfull og í mörg ár hafi bróðir hennar talið hana vera óhappatákn. „Ég fór að horfa á hann spila einhvern leik árið 1990, sem hann skíttapaði og kenndi mér um. Hann var miður sín allan leikinn af því ég mætti þarna á völlinn í nýjustu tísku þess tíma, í leðurbuxum og leðurfrakka, eins og einhver mótorhjólatöffari, og hann skammaðist sfn niður í rassgat fyrir mig. Ég stillti mér ein þarna upp á varamannabekknum til að hvetja hann og þegar ég kom mér þægilega fyrir með aðra löpp- ina uppi á bekknum fyllti það mæl- inn,“ segir Dóra og lilær að þessari viðkvæmni bróður síns. Eftir þetta hefur Dóra verið álitin óhappatákn hjá bróður sínum þangað til um daginn, þegar hún hringdi í hann fimm mínútum fyrir leik, en þá skoraði hann tvennu á móti KA. Fannst Björgólfi þetta vera mikið happatákn og vildi endilega að Dóra endurtæki leikinn og hringdi aftur í sig rétt fyrir næsta leik. „Það var hins vegar alveg ómögulegt því leikirnir byrja venjulega klukkan sjö og þá var ég í beinni útsendingu í íslandi í dag og gat ekkert verið að taka upp símann," segir Dóra, og þau systkinin hlæja mikið að þess- ari hjátrú sinni því leikurinn tapað- ist, hugsanlega vegna þess að Dóra hringdi ekki. „Hiddi, eins og ég kalla hann, er níu árum yngri en ég en samt líður mér stundum eins og litlu systur hans. Hann hefur nefnilega mikla ábyrgðartilfinningu og hegðar sér stundum eins og hinn strangasti faðir af gamla skólanum." -Dóra Það verður því sérlega spennandi að sjá hvað gerist í leiknum í dag milli Þróttar og KR því Dóra ætlar að mæta á völlinn. „Ég er mjög spennt en jafnframt kvíðin því ef þeir tapa mun ég kenna mér um það og get ekkert farið aftur á leiki á næstunni. Þannig að þú verður að vinna þennan leik,“ segir Dóra og ýtir við bróður sínum. „Þessi leikur verður ekkert erfið- ur fyrir mig, hann verður mun erf- iðari fyrir þau sem eru upp f stúku, þá sérstaklega mömmu, afa og ömmu, sem eru harðir KR-ingar. Þau munu samt styðja mig þó þau sýni það kannski ekki,“ segir Björgólfur. „öll fjölskyldan ætlar að mæta á leikinn en ég verð örugglega sú eina sem kallar Þróttur á meðan hinir kalla KR,“ segir Dóra að lok- um, greinilega klár með köllin. -snaeja@dv.is 79.600. Aukaojald fyrir einbýti 12.900 kr. Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gistlng m/morgunverði, ferðir til og frá flugvelli, allar skoðunarferðir, aðgangseyrir i söfn og kastala og íslensk fararstjóm. TERRA vOv NOVA iso i - 25 ÁRA OE TRAUSTSINS VERÐ Berlín er margslungln og magnþrungin. Sagan er áþreifanleg á tiverju götuhomi þessarar lifandi borgar, sem heillar alla sem til hennar koma. Terra Nova-Sól býður upp á Fardþú spennandi sérferð með íslenskum fararstjóra. Stangarhyl 3 ■ 110Reykjavik • Sínií: 591 9000 info@terranova.is • Akureyri Sími: 466 1600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.