Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 18
í dag, kl. 17, munu Þróttur og KR mætast í Landsbankadeildinni á KR-vellinum. Úrslit leiksins gætu ráðist af nærveru sjónvarpskonunnar Dóru Takefusu en bróðir hennar, Björgólfur Takefusa, skæðasti sóknarmaður Þróttara, hefur mikla trú á henni, ýmist sem happa- eða óhappatákni. Helgarblað DV hóaði systkinunum saman og ræddi við þau um hinn japanska föður þeirra, Björg- ólfsfjölskylduna og brennandi spilagleði þeirra beggja og keppnisskap. „Að mörgu leyti erum við mjög lík - en við getum líka verið alveg svart og hvítt," segir sjónvarpskonan Dóra Takefusa, spurð að því hvort það sé eitthvað meira en hinn framandi japanski svipur sem hún og bróðir hennar, knattspyrnumaðurinn Björgólfur Takefusa, eiga sameignlegt. „Við erum bæði mjög mikið keppnisfólk. Allt er keppni fyrir okkur. Við erum t.d. al- gjörir spilasjúklingar bæði tvö og eyðum miklum tíma í að spila. Við spilum aðallega á spil en það skiptir annars ekki máli, bara ef fólk er til í að spila við okkur þá er okkur alveg sama," segir Dóra og hlær. Dóra og Björgólfur eru bæði þjóðinni kunn. Dóra er þekkt andlit af sjónvarpsskján- um en hún hefur bæði unnið á RÚV, Skjá ein- um og nú síðast á Stöð 2. Björgólfur hefur virkilega slegið í gegn f sumar sem skæðasti sóknarmaður Þróttara og var hann t.d. valinn leikmaður júnímánaðar af DV-Sporti. Leikur- inn í dag milli KR og Þróttar er sérlega þýð- ingarmikili því hann getur skipt sköpum um baráttuna um efsta sætið í úrvalsdeildinni. Alltaf verið náin Það eru níu ár á milli systkinanna. Dóra er 32 ára, Björgólfur 23 ára. Þau eiga sama föð- ur, hinn japanska Kenichi Takefusa, en eru alin upp sitt í hvoru lagi, Björgólfur í Reykja- vik en Dóra á Seyðisfirði hjá móður sinni og stjúpföður Gunnari Gunnlaugssyni. „Mamma og pabbi hittust í Danmörku þeg- ar hún var 17 ára. Hún hafði verið þar eitt sumar ásamt nokkrum vinkonum sínum frá Seyðisfirði til þess að vinna á hóteli. Pabbi var í námi þegar þau kynntust því hann var afburðanemandi og hafði fengið styrk til að stunda nám í Kaupmannahöfn ,“ segir Dóra. Kenichi, eða Ken, eins og hann er alltaf kall- aður, kom svo til íslands með móður Dóru, Hafdísi Baldvinsdóttur, og bjuggu þau saman bæði á Seyðisfirði og í Reykjavík en skildu þegar Dóra var fjögurra ára. Stuttu seinna giftist Ken svo móður Björgólfs, Bentínu Björgólfsdóttur, dóttur hins þekkta fjármála- manns Björgólfs Guðmundssonar. Saman eignuðust þau tvö börn, Björgólf og Elísa- betu. „Pabbi kynntist mömmu í karatetíma en hann var að kenna karate og júdó hjá Ár- manni þegar mamma og systir hennar, Mar- grét Björgólfsdóttir, skelltu sér í tíma hjá hon- um,“ upplýsir Björgólfur. í dag býr Ken hins vegar í Japan en þau Bentína skildu fyrir 18 árum. „Það var frekar skrýtin upplifun að koma tilJapans því á íslandi er ég svo japönsk og ég hélt að úti myndi ég sjá fullt aflitlum Dórum. En í Jap- an var ég alls ekkert japönsk. Ég var líka frekar hávaxin miðað við flesta Japana og fíl- aðimig eins og súpermódel." -Dóra „Við eigum eina litla systur í Japan sem pabbi á með núverandi konu sinni," skýtur Dóra inn í, en hvort um sig eiga þau svo sitt hálfsystkinið í móðurættum sínum, Baldvin, bróður Dóru, og Hugrúnu, systur Björgólfs. Dóra og Björgólfur segjast alla tíð hafa verið mjög náin. Strax og Ken og móðir Dóru skildu stóð heimili þeirra Bentínu opið fyrir Dóru og fór hún reglulega suður til þeirra í heimsókn á sumrin og á stórhátíðum. „Ég skil aldrei þetta með hálfbróður eða hálfsystur. Ég lít ekkert á Dóru né Hugrúnu, hina hálfsystur mína, sem neitt hálfar. Þær eru alveg jafnmiklar systur mínar og hin al- systir mín, Elísabet. Þetta orð, „hálf', er svo skrýtið, þessi innri og dýpri tengsl okkar á milli eru ekkert hálf. Og þó Dóra sé ekki í minni móðurætt þá er hún samt partur af henni," segir Björgólfúr og horfir ástúðlega á systur sína og Dóra endurgeldur augnaráðið. „Hiddi, eins og ég kalla hann, er níu árum yngri en ég en samt líður mér stundum eins og lidu systur hans. Hann hefúr nefnilega mikla ábyrgðartilfinningu og hegðar sér stundum eins og hinn strangasti faðir af gamla skólanum. Hiddi ber mikla umhyggju fyrir mér og börnum mínum. Hann er alinn upp með konur allt í kringum sig, þrjár systur og móður, þannig að hann hefur einhvem veginn tekið svolítið ábyrgðina á okkur öllum og gerst pabbinn í hópnum - sem getur stundum verið algjört pain," segir Dóra og brosir. Japönsk menning gjörólík Talið berst aftur að hinum japanska föður þeirra og tengslum þeirra við Japan. „Pabbi er einkabarn foreldra sinna og öll þessi ár sem hann eyddi á íslandi og í Dan- mörku var hann svolítið eins og týndi sonur- inn heima fyrir. Eftir þessi tvö íslensku sambönd þá held ég að hann hafi viljað verða japanskur á ný og gangast undir þann kúltúr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.