Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 40
44 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003
JK
Jóladagar í júlí
Jólahúsinu Kópavogi
laugardag og sunnudag 12. og 13. júlí.
Stórútsala,
50% afsl
handverksfólk, jólaveitingar
og jólasveinninn kemur.
jólahappadrætti úr sölustrimlum
. Jólahúsið í Kópavogi
Smiðjuvegi 23a
sími 568 8181, www.jolahusid.com
ath ný aðkoma um Stjörnugróf frá Bústaðavegi
Opið 10-18
ÍCELANDAIR m
www.icelandair.is
Pleasure Crér^g™
Fyrir konur
yCáttúruíey/ Árem /jf að auÁa unað í Áynfij-j.
Pleasure Créme frá Dermaláge er af nýrri kynslóð örvunar- og unaðskrema.
Kremið nýtist öllum konum, hvort sem þær eru að leita eftir nýrri
kynferðislegri upplifun, auknum líkum á fullnægingu og raðfulínægingu
eða til að skerpa á kynhvötinni.
í!
leasure Créme inniheldur 15 náttúruleg efni og er í hæsta gæðaflokki.
hverri krukku eru 10 ml sem duga í 20-30 skipti.
Fcest í apótekum og í Fríhöfninni
—j www.pleasurecreme.is
Saumað
Útsaumur er deyjandi listgrein,
jafnt hér á landi sem annars
staðar. Ríkey Kristjánsdóttir
hefur þó trú á handverkinu og
hefur varið síðustu þremur
árum í það að iæra listina. Nú er
hún komin heim, útlærð í kross-
saumi, keðjusaum og kontór-
sting og hyggst nýta kunnátt-
una á ýmsa vegu.
„Ég hefði getað verið þarna þrjú
ár í viðbót, því það er svo margt
sem hægt er að læra varðandi út-
sauminn," segir Ríkey Kristjáns-
dóttir sem hefur varið síðustu
þremur árum í það að læra bróderí
við Haandarbejdets Fremme sem-
inarium í Kaupmannahöfn. Þar
lærði hún m.a. krosssaum, flat-
saum, perlusaum, harðangurs- og
klaustursaum, húllsaum, kontór-
sting og keðjusaum, auk ýmissar
textflvinnu.
„Skólinn var stofnaður af Ingiríði
heitinni, móður Margrétar drottn-
ingar, og þetta var mjög virtur skóli.
Ég var þó í síðasta árganginum sem
útskrifaðist af útsaumsbraut því að
skólinn hafði breyst og nú er búið
að loka honum. Svona fer nú aftur-
haldssöm stjórn með listrænt
handverksfólk," segir Ríkey og dæs-
ir. Það er greinilegt að hún telur
fúlla þörf á því að viðhalda hand-
verkinu enda segir hún of fáa
kunna að sauma út og útsaumur-
inn sé því deyjandi listgrein. „Þvf er
ekki saman að jafna, útsaum úr vél
og því sem er gert í höndunum. Það
sést langar leiðir hvað er ekta og ég
hef trú á því að fólk kunni að meta
gæðin í því handgerða."
Lúxus nærfatnaður
Ríkey er búsett á Seyðisfirði
ásamt manni og börnum og þar
rekur parið glænýtt hótel, ölduna.
Hún hefúr ýmsar hugmyndir varð-
andi nýtingu námsins hér heima.
Ekki er ólfldegt að grunnskólabörn
á Seyðisfirði verði látin sauma eitt-
hvað út næsta vetur því að Ríkey
mun sjá um kennsluna í jafnt
handmennt sem myndmennt við
grunnskóla bæjarins.
„Maður er glaðari í
lund efmaður er í ein-
hverju lekkeru. Þetta er
kannski hégómi að
langa til að vera í ein-
hverju fallegu en í al-
vöru talað þá held ég
að það sé gott fyrir
egóið."
Með fram hótelstarfmu mun Rík-
ey svo búa til töskur og klúta
prýdda útsaumi og stefnir að því að
þeir hlutir verði til sölu í lítilli
minjagripaverslun á hótelinu.
Nærfatnaður hefur lertgi heillað
hana og hún segir tilvalið að nota
bróderískunnáttuna til að punta
slíkan fatnað. Lokaverkefni hennar
í skólanum úti gekk einmitt út á
það en þar hannaði hún nærfata-
línu frá grunni sem hún svo saum-
FALLEG NÆRFÖT: Nærföt Ríkeyjar eru kvenleg og rómantísk. f Danmörku fór hún á
sérstakt nærfatanámskeið og lærði allt um fyllingu í brjóstarhöldum, járnspangir og slíkt.
DEYJANDI LISTFORM: Ríkey segir að útsaumur sér kjörinn á alls konar fylgihluti eins og
töskur og klúta. Hann gerir einnig mikið fyrir nærfatnað en því miður fer þeim fækkandi
sem kunna að sauma út.
aði út í. Nærföt þessi kallar hún
Sans og hefur í hyggju að setja upp
heimasíðu þar sem hægt verður að
panta línuna. „Sans er gömul
dönsk sletta; við Islendingar tölum
t.d. um að hafa sans fyrir einhverju.
Og ég hef trú á því að konur hafi
sans fyrir fallegum nærfötum," seg-
ir Ríkey og tekur fram ljósan nær-
bol þar sem búið er að sauma
kærastanafn við brjóstið.
„Ég vil trúa því að þetta sé nokk-
urt tilfmningamál fyrir konur. Mað-
ur er glaðari í lund ef maður er í
einhverju lekkeru. Þetta er kannski
hégómi að langa til að vera í ein-
hverju fallegu en í alvöru talað þá
held ég að það sé gott fyrir egóið.
Þó svo að enginn nema þú vitir af
því að það er dálítið englaryk á
brókinni þinni getur það alveg gert
útslagið. Við konur borgum ótrú-
legar upphæðir fyrir ýmsa hiuti
sem eru algjört pjatt. Þess vegna
held ég að það sé alveg markaður
fyrir svona lúxus nærföt," segir Rík-
ey sem fór á sérstakt nærfatanám-
skeið í Danmörku þar sem hún
lærði kúnstina við fyllta brjósta-
haldara og slíkt.
FJÖLBREYTNI: Ríkey lærði m.a. krosssaum,
flatsaum, perlusaum, harðangurs- og
klaustursaum, húllsaum, kontórsting og
keðjusaum, auk ýmissar textílvinnu í
skólanum í Köben.
Gert við gamalt handverk
Þeir sem heimsækja hótel Öld-
una á Seyðisfirði geta kíkt inn í
vinnustofú Ríkeyjar því úr matsal
hótelsins er opið þangað inn.
„Útsaumur er kjörinn á alls kon-
ar fýlgihluti eins og klúta, töskur og
skó og ég sé fyrir mér að ég muni að