Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 34
I
NÝTT LEIKHÚS: Þorleifurer
leikstjóri „Hins lifandi leikhúss",
leikhóps sem er orðinn leiður á
þvi hversu veika rödd leikhúsið
hefur í þjóðfélaginu.
DV-myndSig.Jökull
„Hið lifandi leikhús" er nafn á nýjum
leikhóp ungra listamanna sem í sumar
hefur aðsetur íTjarnarbíói. Að sögn leik-
stjórans, Þorleifs Arnarssonar, mun hóp-
urinn beina sjónum að því sem er að ger-
ast í samfélaginu á hverjum tíma og er
t.d. að sjóða saman verk úr fréttum líð-
andi stundar. Þorleifur segist vera orð-
inn leiður á því hvað listin er afskipta-
laus og vill gjarnan að leikhúsið í heild
sinni verði mun pólitískara.
„Ég vil líta svo á að það sé hlutverk leikhúss-
ins að gera meira en að skemmta fólki. Það á
ekki bara að vera til listarinnar vegna en stað-
reyndin er sú að jafnvel þegar eru sett upp verk
sem gefa tilefni til að skjóta föstum skotum þá
er það ekki gert. Það eru til tvær gerðir af leik-
húsi, það er skemmtileikhúsið, en það er ætlað
til að skemmta fólki, en síðan er það drama-
tíska leikhúsið sem á að snúast um mannssál-
ina og samfélagið. Það spyr spuminga eins og:
Af hverju er fátækt héma? Af hverju er maður-
inn ekki búinn að læra að það borgar sig ekki að
' drepa hver annan til að ná friði? Ég hef séð
svona leikhús erlendis og það er slíkt sem við
emm að reyna að skapa með Hinu lifandi leik-
húsi. Þetta er náttúriega algjört afturhvarf til
sjötta og sjöunda áratugarins í hið pólitíska
leikhús og mér finnst það mjög spennandi."
Þetta segir hinn 24 ára Þorleifur Örn Amarsson
sem er í forsvari fyrir leiklistarhópinn „Hið lif-
andi leikhús", hóp ungra listamanna sem segj-
ast vera orðnir leiðir á því hversu veika rödd
leikhúsið hafi í þjóðfélaginu. Hugmyndin að
leikhópnum kviknaði í vetur meðal nokkurra
nema við Leiklistarskólann, en Þorleifur út-
skrifaðist þaðan í vor.
„Ég vil líta svo á að það sé
hlutverk leikhússins að það
geri meira en að skemmta
fólki. Það á ekki bara að vera
til listarinnar vegna en stað-
reyndin er sú að jafnvel þegar
eru sett upp verk sem gefa til-
efni til að skjóta föstum skot-
um þá er það ekki gert."
- Þú hefur sem sagt trú á því að pólitískt leik-
hús muni falla í kramið hjá íslenskum áhorf-
endum? Að fólk vilji ekki bara fara í leikhús til
þess að láta skemmta sér?
„Verðum við ekki að treysta því? Ég vil alla-
vega ekki trúa því að öll íslenska þjóðin vilji líta
•< undan því sem er að gerast í heiminum. ísland
er reyndar svolítið til hliðar við umheiminn en
við getum samt ekki staðið ábyrgðarlaus hjá,“
segir Þorleifur. Hann upplýsir að ræða forseta
Islands á afhendingu Grímunnar, íslensku leik-
listarverðlaunanna, í vor hafi virkað mjög
hvetjandi á hann. „í ræðu sinni bað forsetinn
leikhúsfólk um að fara að sprengja kýli og bað
það um meiri greddu og grósku. Ég sat þarna á
öðmm bekk og hugsaði með mér: „Já, ég skal
taka þig á orðinu," upplýsir Þorleifúr.
Leikverk úr fréttum líðandi stundar
Þessa dagana er leikhópurinn á fullu við að
► undirbúa sýninguna „Aðfarir að lífi hennar"
sem er byggt á nýlegu bresku verki og verður
það frumsýnt á þriðjudag.
„Þetta verk er skörp ádeila á hinn vestræna
mann, hvernig við höfum einhvem veginn
gengið yfir allt og alla. Við emm fljót að líta
undan ef einræðisherramir okkar em í stríði en
emm fljót að refsa hinum sem em það ekki.
, Þetta er harmleikur hugsjóna og ásta sem fjall-
J