Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 34
I NÝTT LEIKHÚS: Þorleifurer leikstjóri „Hins lifandi leikhúss", leikhóps sem er orðinn leiður á þvi hversu veika rödd leikhúsið hefur í þjóðfélaginu. DV-myndSig.Jökull „Hið lifandi leikhús" er nafn á nýjum leikhóp ungra listamanna sem í sumar hefur aðsetur íTjarnarbíói. Að sögn leik- stjórans, Þorleifs Arnarssonar, mun hóp- urinn beina sjónum að því sem er að ger- ast í samfélaginu á hverjum tíma og er t.d. að sjóða saman verk úr fréttum líð- andi stundar. Þorleifur segist vera orð- inn leiður á því hvað listin er afskipta- laus og vill gjarnan að leikhúsið í heild sinni verði mun pólitískara. „Ég vil líta svo á að það sé hlutverk leikhúss- ins að gera meira en að skemmta fólki. Það á ekki bara að vera til listarinnar vegna en stað- reyndin er sú að jafnvel þegar eru sett upp verk sem gefa tilefni til að skjóta föstum skotum þá er það ekki gert. Það eru til tvær gerðir af leik- húsi, það er skemmtileikhúsið, en það er ætlað til að skemmta fólki, en síðan er það drama- tíska leikhúsið sem á að snúast um mannssál- ina og samfélagið. Það spyr spuminga eins og: Af hverju er fátækt héma? Af hverju er maður- inn ekki búinn að læra að það borgar sig ekki að ' drepa hver annan til að ná friði? Ég hef séð svona leikhús erlendis og það er slíkt sem við emm að reyna að skapa með Hinu lifandi leik- húsi. Þetta er náttúriega algjört afturhvarf til sjötta og sjöunda áratugarins í hið pólitíska leikhús og mér finnst það mjög spennandi." Þetta segir hinn 24 ára Þorleifur Örn Amarsson sem er í forsvari fyrir leiklistarhópinn „Hið lif- andi leikhús", hóp ungra listamanna sem segj- ast vera orðnir leiðir á því hversu veika rödd leikhúsið hafi í þjóðfélaginu. Hugmyndin að leikhópnum kviknaði í vetur meðal nokkurra nema við Leiklistarskólann, en Þorleifur út- skrifaðist þaðan í vor. „Ég vil líta svo á að það sé hlutverk leikhússins að það geri meira en að skemmta fólki. Það á ekki bara að vera til listarinnar vegna en stað- reyndin er sú að jafnvel þegar eru sett upp verk sem gefa til- efni til að skjóta föstum skot- um þá er það ekki gert." - Þú hefur sem sagt trú á því að pólitískt leik- hús muni falla í kramið hjá íslenskum áhorf- endum? Að fólk vilji ekki bara fara í leikhús til þess að láta skemmta sér? „Verðum við ekki að treysta því? Ég vil alla- vega ekki trúa því að öll íslenska þjóðin vilji líta •< undan því sem er að gerast í heiminum. ísland er reyndar svolítið til hliðar við umheiminn en við getum samt ekki staðið ábyrgðarlaus hjá,“ segir Þorleifur. Hann upplýsir að ræða forseta Islands á afhendingu Grímunnar, íslensku leik- listarverðlaunanna, í vor hafi virkað mjög hvetjandi á hann. „í ræðu sinni bað forsetinn leikhúsfólk um að fara að sprengja kýli og bað það um meiri greddu og grósku. Ég sat þarna á öðmm bekk og hugsaði með mér: „Já, ég skal taka þig á orðinu," upplýsir Þorleifúr. Leikverk úr fréttum líðandi stundar Þessa dagana er leikhópurinn á fullu við að ► undirbúa sýninguna „Aðfarir að lífi hennar" sem er byggt á nýlegu bresku verki og verður það frumsýnt á þriðjudag. „Þetta verk er skörp ádeila á hinn vestræna mann, hvernig við höfum einhvem veginn gengið yfir allt og alla. Við emm fljót að líta undan ef einræðisherramir okkar em í stríði en emm fljót að refsa hinum sem em það ekki. , Þetta er harmleikur hugsjóna og ásta sem fjall- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.