Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 12.JÚLÍ2003 DV HELGARBLAÐ 25 Rakel Þóra notar kirsu- berjatómata til skreytingar á kartöflusalatið en sker þá áður í tvennt. Spínatjafningurinn er hrærður vel meðan hann er á lágum hita þannig að rjóminn smá- þykkni. Kryddaður með smá- vegis salti og sykri. Nú er ailt að verða tilbúið og spínatið er fært upp á diskinn með frikadellunum og kartöfl- unum. Fljótlegur, hollur og einfaldur réttur. Létt og þægileg vín Chíle og Búlgaríu erval Unnars Helgasonar hjá Historiu Einhverjir kunna að vilja kaldan bjór með frikadellunum enda um „pem- danskan" rétt að ræða. Ætti ekki að vera vandkvæðum bundið að finna öl við hæfi. En við höldum okkur við vínin og kynnum hér til sögunnar vín frá ungu íyrirtæki í Garðabæ sem er í eigu Auð- uns Helgasonar knattspyrnukappa sem hann rekur í félagi við bróður sinn, Unnar. Fyrst íyrir valinu er Carta Vieja Cabernet Sauvignon frá Chile. Vín það- an hafa átt vinsældum að fagna hjá mörgum íslendingum síðastliðin miss- eri og em í dag mest seldu rauðvínin í ÁTVR. Það sem heillar hvað mest er hversu létt og þægileg þessi vín em, full af sól og sumaryl. Carta Vieja frá Chile er stærsta fjölskyldufyrirtækið í Maule- dalnum sem er um 300 kílómetra frá höfuðborginni Santiago. Carta Vieja var stofnað árið 1825 og í dag stjórnar sjö- undi ættliður fjölskyldunnar vínrækt- inni. Vínframleiðsla fjölskyldunnar er mjög fjölbreytt og er Carta Vieja þekkt fyrir að gera ávaxtarík og neytendavæn vín á hagstæðu verði. Carta Vieja Cabemet Sauvignon er gert eingöngu úr þrúgunni Cabernet Sauvignon. Það er plómurautt að lit með angan af sólberjum og þurrkuðum ávöxtum. Vínið er nokkuð bragðmikið, finna má keim af krækiberjum, bróm- berjum og vanillu. Vínið hefur góða byggingu og er allt mjög mjúkt og þægi- legt. Eftirbragð er gott, með hæfilegri stemmu. Carta Vieja hentar best með kjöti, bæði ljósu og dökku, pasta og smáréttum og ætti að drekka 16-17 gráða heitt. Vínið er best núna en má geyma í 1-2 ár til viðbótar. Carta Vieja Cabernet Sauvignon fæst í Vínbúð ÁTVR í Kringlunni og Heiðrúnu og kost- ar 990 krónur. Frá 1. ágúst mun það fást í öllum kjarnabúðum ÁTVR. Búlgaría hefur löngum verið mikið vínland og var vfnframleiðsla þar ein sú mesta í heimi fyrir seinni heimsstyrj- öldina. Með tilkomu kommúnismans minnkaði framleiðslan stórlega og gæðunum hrakaði. En árið 1991 varð endurreisn vínframleiðslu í landinu. Meðal fyrirtækja sem voru reist við var Boyar Estates sem í dag er stærsti vín- framleiðandi Búlgaríu. Vínekrur fyrir- tækisins liggja í austurhluta landsins, í hinum mildu landbúnaðarhémðum Sliven, Shumen og Imbol. Á síðustu missemm hefur afraksturinn verið að skila sér en vín frá Boyar Estates hafa fengið mikið lof á vínsýningum í Evr- ópu. Domaine Boyar Merlot er gert úr hinni vínsælu rauðvínsþrúgu, Merlot, sem áhugafólki um vín er að góðu kunn. Vínið hefur meðaldjúpan rauð- brúnan lit og ilmar af krækiberjum, brómberjum og kryddi. Það hefur tölu- verða fyllingu og mjúkt og þroskað tannín. Þetta er létt og þægilegt vín með ágætis endingu. Domaine Boyar Merlot hentar vel með lambakjöti, pottréttum og grillmat. Það er tilbúið til drykkjar en best er að drekka það 16-17 gráða heitt. Domaine Boyar Merlot fæst í Vínbúð ÁTVR í Kringlunni og Heiðrúnu og kost- ar 980 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.