Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 57
LAUCARDACUR 12.JÚU2003 TILVERA 61 REGnBOGinn SIMI 551 9000 ítzyuL '?M3g3?mmÆ AGEMENT FEHLTHELOVE Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd lau. kl. 3.50,4.30,6.10,6.50,8.30,9.10 og 10.50. Sýnd sun.kl. 3.50,4.30,6.10,6.50,9.10 Sýnd kl. 4,6,8 og 10. B. i. 14 ára. og 10.50. BRUCE ALMIGHTY: Forsýnd á sun. kl. 8 IDENTITY: Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. AGENT CODY BANKS: Sýnd kl. 3.45 og 6. FJÖLMIÐLAVAKTIN KristinnJ. Arnarson kja@dv.is Góðar fréttir oa slæmar Marshall McLuhan qölmiðlaspek- ingur var talinn einn helsti fræði- maður á því sviði á sjöunda áratugn- um en síðan fjöruðu kenningar hans út og hann féll nær í gleymsku. Þegar Netið kom til skjalanna var hann hins vegar hafinn upp til skýjanna á ný, því 30 ára kenningar hans þóttu eiga einstaklega vel við um það fyrir- bæri. Raunin er sennilega sú að sá gamli hafi hvorki verið sá snillingur sem margir halda fram né sá ómerk- ingur sem aðrir telja hann hafa verið. Vissulega eru margar hans kenn- ingar athyglisverðar en sérstaklega finnst mér hugmynd hans um aug- lýsingar vera spennandi. McLuhan var nefnilega á þeirri skoðun að aug- lýsingarnar væru í raun fréttir - góðu fréttirnar innan um allar þær slæmu sem dynja á okkur úr fjölmiðiunum. Obbinn af fjölmiðlaefni, sérstaklega þó fréttaefhi, fjallar um stríð, limlest- ingar, óöld og að heimurinn sé yfir- leitt á heljarþröm. Svo koma auglýs- ingamar og segja okkur að lífið sé nú ekki alslæmt og að til séu hlutir sem geta bjargað þessu öllu saman - jeppar gefa lífinu nýjan ljóma, heii- næmar matvörur bjarga okkur frá mengun heimsins og nýjustu dömu- bindin gera okkur kleift að fljúgja vængjum þöndum burt frá vanda- málunum - og svo mætti lengi telja. Þannig bæta auglýsingamar og annað sjónvarpsefni hvort annað upp, því varla væmm við til í að heyra bara stöðugt af þvf að allt sé á leiðinni til fjandans. Við verðum að vita af því að lausnin sé nærri - skyndilausnin auglýsinganna. Blautur stórleikari Nick Nolte, sem fer með hlutverk föður vísindamannsins Bruce Bann- er í kvikmyndinni Hulk, á að baki glæsilegan og jafnframt skrautlegan feril. Nolte fæddist í Nebraskaríki 8. febrúar 1941 og heitir réttu nafni Nicholas King Nolte. Á menntaskóla- ámnum hlaut Nolte námsstyrk vegna hæfileika sinna til að spila mðningsbolta en var rekinn úr skóla þegar hann hætti að sækja kennslu- stundir. Eftir það sneri Nolte sér að leiklist og ferðaðist um Bandaríkin í fjórtán ár með farandleikhóp og lék nokkur smáhlutverk í sjónvarpsþátt- um. Árið 1976 fékk hann hlutverk f þáttaröðinni Rich Man, Poor Man og í kjölfar þess lék hann aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Deep ásamt Jacqueline Bisset. Næstu árin tók Nolte að sér alls kyns hlutverk og sannaði sig sem fjöl- hæfan og hæfileikaríkan leikara. Hann lék uppgjafahermann sem sá fyrir sér með því að smygla eiturlyfj- um f Who’ll Stop the Rain, mðnigs- boltahetju í North Dallas Forty, rit- höfundinn Neal Cassady í Heart Beat og sjávarlíffræðing í mynd sem gerð er eftir skáldsögunni Cannery Row eftir John Steinbeck. Nolte er þrískilinn, árið 1991 var hann kosinn kynþokkafyllsti maðurinn á jarðríki. Nolte hefur leikið í fimmtíu sjón- varps- og bíómyndum á ferlinum og þrátt fyrir að margar þessara mynda séu hörmulegar hefur hann einnig sýnt ótrúlega góðan leik. Hann hefur AB0UT5CHMÍDI 5 GHOST SHIP Leikferill Nick Nolte Beautiful Country (2003) Another 48 Hours ..(1990) Hulk (2003) Everybody Wins . (1990) Northfork (2003) Farewell to the King .(1989) TheGoodThief ... (2002/I) New York Stories Investigating Sex (2001) Three Fugitives , (1989) Trixie Weeds ..(1987) The Golden Bowl Extreme Prejudice The Best of Enemies (1999) Down and Out in Beverly Hills .(1986) Simpatico (1999) Grace Quigley .(1984) Breakfast of Champions ... (1999) Teachers .(1984) The Thin Red Line ....(1998) Under Fire ..(1983) Nightwatch (1998) 48 Hours Affliction (1997) Cannery Row (1982) UTurn (1997) HeartBeat .(1980) Afterglow (1997) North Dallas Forty .(1979) Mother Night (1996) Who'll Stopthe Rain .(1978) Mulholland Falls (1996) TheDeep ..(1977) Jefferson in Paris (1995) „RichMan,PoorMan" ..(1976) ILoveTrouble ....(1994) Return to Macon County .0975) BlueChips „Adams of Eagle Lake" ..(1975) I'll Do Anythlng (1994) The Runaway Barge .(1975) Lorenzo's Oil (1992) Death Sentence ..(1974) The PrinceofTides (1991) The California Kid .(1974) Cape Fear (1991) Winter Kill ..(1974) Q&A Dirty Little Billy .(1972) KAMEUÓN: Þrátt fyrir að ferill Nick Nolte ' sé göróttur rís hann alltaf upp aftur eins og fuglinn Fönix. hlotið fjölda viðurkenninga á ferlin- um, fjómm sinnum verið tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna sem besti karlleikari í aðalhlutverki og hlaut verðlaunin árið 1991 fyrir hlut- verk sitt f The Prince of Tides og var tilnefndur til óskarsverðlaunanna fyrir mymdina. Nolte átti við drylckju- og eitur- lyfjavanda að stríða framan af en strammaði sig af í kríngum 1990. Sagan segir að leikkonunni Kathar- ine Hepburn hafi þótt nóg um drykkju Nolte og hreytt til hans að hann hafi verið hirtur dmkkinn úr öllum göturæsum í Hollywood. Nolte svaraði ásökuninni með stillingu og leit upp frá drykkjunni og sagði: „Ég á reyndar nokkur eftir." Nolte er þrískilinn en árið 1991 var hann kosinn kynþokkafyllsti maður- inn á jarðríki af lesendum tímaritsins People. Nolte er frægur fyrir að ljúga að fjölmiðJum um fortíð sína og við- urkennir að hann svari því sem hon- um dettur fyrst í hug þegar hann er spurður um æsku sína. í september í fyrra var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi skilorðsbundið fýrir að keyra undir áhrifum og til að fara í meðferð. Þrátt fyrir að ferill Nicks Nolte sé göróttur rís hann alltaf upp aftur eins og fuglinn Fönix. Undanfarin ár hef- ur hann sýnt hvem stórleikinn á fæt- ur öðmm í myndum á borð við U Tum, BreaJcfast of Champions, The Thin Red Line og Simpatico. Nolte er eins og kameljón sem skiptir litum mjög oft og virðist geta leikið hvað sem er. 6 m BLOODi WORK T R O O P E D 1<> 8 Mile kip@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.