Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 72. JÚLÍ2003 SKOÐUN 11 J ■msmsif. isiiWÍ HÚS BENEDIKTS GRÖNDALS SKÁLDS: Húsið er bakhús við Vesturgötu 16b. Húsnæðislaus Reykjavíkurskáld tLAUGARDAGSPISTILL Kjartar Gunnar Kjartansson Á sumrin þegar ég sé skemmti- ferðaskipin koma og fara fer ég stundum að velta því fyrir mér hvernig útlendingar, sem hingað álpast, upplifa fsland og íslend- inga. Líklega er ég ekki nógu mikill heimsborgari til að komast að ein- hverri skynsamlegri niðurstöðu í þessum efnum. Kannski er hér heldur engin ein niðurstaða. Kannski er þetta afar misjafnt og fer algjörlega eftir hverjum og einum útíendingi hvernig hann upplifxr landið og landann. Og kannski fer þetta bara eftir veðri. Þá erum við líklega ekki hátt skrifuð. Landið er fagurt og frítt Landið er auðvitað ægifagurt þegar skyggnið er gott - og blóð- rautt sólarlagið. Ekki geta útíend- ingar neitað því. En það eru til fleiri falleg lönd og önnur sólarlög þar sem oftast er mun betra veður. Ekki getum við neitað því. Það skiptir því lfka miklu máli hvernig útíendingar upplifa menn- inguna, söguna og sérkennin. Um söguna og sérkennin er það að segja að þar erum við óneitanlega svolítið sér á báti. í sem sem fæst- um orðum skiptist ísland í tvo hluta fyrir erlenda ferðamenn: í dreifbýli og þéttbýli. í dreifbýlinu er sagan en engin sérkenni. í þéttbýl- inu eru hins vegar sérkenni en eng- in saga. Saga án sérkenna Sagan er í dreifbýlinu því að þar átti þjóðin heima í þúsund ár. Þar getum við rakið ættir hennar út og suður og sagt sögur hennar, forn- sögur, þjóðsögur eða örlagasögur, frá seinni öldum. Við erum meira að segja svo heppin að af einhverjum dularfullum ástæðum áttu margar þessar sögur sér einmitt stað við þjóðveginn ef marka má bensínstöðvahandbæk- ur Jóns R. Hjálmarssonar. En því miður bjó þessi sögufræga þjóð í holtum og hólum og skildi því ekki eftir sig nein mannvirki. Hún byggði ekki hús og því sfður kastala. Að segja þessar sögur uppi í sveit er því álíka súrrealískt og að segja sögur á tunglinu. I fyrrasumar fórum við hjónin með vinkonu okkar, Ragnheiði Erlu Bjarnadóttur, fjölfræðingi og ferða- málafrömuði, á slóðir Egils sögu og Eyrbyggju. Ragnheiður var að und- irbúa leiðsögn fyrir stóran hóp er- lendra sérvitringa sem höfðu lesið þessar fornsögur og vildu upplifa vettvang þeirra. Ragnheiður ók upp á Mýrar, stöðvaði jeppann hér og þar, skimaði, tók mið og áttir, stikaði stórum og kvað upp úr: „Hér á þessum hól var það sem Böðvar, sonur Þorsteins Egilssonar, lést eft- ir bardagann á hinum hólnum þarna.“ Ég varð gjörsamlega gáttaður: ,,/Etiarðu að tæla hingað um lönd og höf erlenda fomsögufræðinga, til að sýna þeim hóla og þúfur?" Ragnheiður hélt nú það og sagði að þetta væri það sem þeir vildu sjá, jafnvel þó ekkert væri að sjá. Ég leyfði mér að efast. Sérkenni án sögu Mannvirkin - vitnisburðurinn um mannlífið hér á landi - urðu hins vegar til með þéttbýlinu. Með góðum vilja má finna einstaka hús í elstu kaupstöðunum sem orðin em meira en tvö hundmð ára. Gallinn er hins vegar sá að við höfum eng- an áhuga á sögum þessara húsa eða kaupstaðanna sjálfra. Þar sem sérkennin em þar því skortir sög- una. ísland er því annars vegar saga án sérkenna og hins vegar sérkenni án sögu. Þetta held ég að útlend- ingum þyki svolítið skrýtið. Sögulaus Reykjavík Ahugaleysið á fortíð kaupstað- anna er óvíða meira en í Reykjavík. Reykvíkingar á besta aldri em nán- ast útlendingar í eigin borg, svo lft- ið þekkja þeir til sögu hennar sem aldrei hefur verið kennd í skólum. Þarsem sérkennin eru þar skortir söguna. ís- land erþví annars veg- ar saga án sérkenna og hins vegar sérkenni án sögu. Þetta held ég að útlendingum þykisvo- lítið skrýtið. En það em fyrst og fremst sjálf borgaryfirvöld sem lengst af hafa farið fremst í flokki í þessu áhugaleysi. Þau hafa um langt ára- bil kappkostað að þurrka út sögu- fræg mannvirki borgarinnar og þagað þunnu hljóði um tengslin milli sögu hennar og sérkenna. Einmitt þessa dagana em borg- aryfirvöld að fjárfesta í Nýlistasafni við Laugaveginn. Hinum megin götunnar er hins vegar það hús sem Halldór Kiljan Laxness ólst upp í fyrstu árin. Enginn virðist hafa minnsta áhuga á því að sýna því húsi tilhlýðilegan sóma og tengja það nóbelsskáldinu. Skáldin rægja Reykjavík... Þetta áhugaleysi á sér líklega tvær meginástæður. Annars vegar óx og dafnaði Reykjavík hraðar en auga á festi alla 20ustu öldina. Bæj- aryfirvöld breyttust í borgaryfirvöld sem áttu fullt í fangi með að sníða þessum ofvaxna unglingi stakk eft- ir vexti. Við svo hraða uppbyggingu hlaut áhuginn á sögunni að sitja á hakanum. Hins vegar var það lengi skoðun þjóðarinnar að Reykjavík væri menningarsnautt lastabæli sem ætti sér hvorki sögu né sérkenni sem vert væri að huga að. Einkum vom það skáld og rithöfundar, allt frá Jónasi Hallgrímssyni, sem komu þessari skoðun inn hjá þjóðinni og viðhéldu henni. Það tímabil íslenskra bókmennta sem kennt er við félagslegt raunsæi morar allt af smásögum og skáld- sögum um saklausan æskulýð ís- lenskra sveita sem fer í hundana í Reykjavík. Silfurtunglið, eftir Hall- dór Kiljan Laxness, og 79 af stöð- inni, eftir Indriða G. Þorsteinsson, em aðeins toppurinn á ísjakanum. ... og borgin borgar fyrir sig Það kemur því kannski vel á vondan að Reykvíkingar þekkja ekki skáldin sín og hafa ekki hug- mynd um hvar þau áttu heima í borginni. í þessum efnum hafa þó Akur- eyringar staðið sig vel. Þeir eiga þrjú fræg söfn, kennd við þá and- ans jöfra sem þar bjuggu, Jón Sveinsson - Nonna, Matthías Jochumsson og Davíð Stefánsson. Hvar er Þórbergslundur? Fæðingarstaður Halldórs Kiljan Laxness er hins vegar dæmi um hirðuleysi Reykvíkinga gagnvart sínum skáldum. Annað dæmi eru örlög Bergshúss við Skólavörðustíg, þar sem Þórbergur Þórðarson hitti elskuna eins og frægt er úr Ofvitan- um. Borgaryfirvöld sáu ekki einu sinni ástæðu til að flytja það hús á Árbæjarsafn. Enginn hefur þó dreg- ið upp jafn lifandi mynd af Reykja- vík fyrstu tvo áratugi 20ustu aldar og meistari Þórbergur. Þórbergur bjó síðan lengst af í annarri stóm blokkinni við Hring- brautina, á móti elliheimilinu Grand. Fyrir mörgum ámm fékk Albert Guðmundsson borgarstjórn til að samþykkja gerð Þór- bergslundar á bak við blokkina. En framkvæmdin dagaði uppi og lundur meistarans bíður betri tíma. Hús Steingríms og Gröndals Tveir helstu snillingar síðróman- tíska tímans, Steingrímur Thor- steinsson og Benedikt Gröndal, vom dæmigerð Reykjavíkurskáld. Fæstir vita að Steingrímur bjó lengst af við Austurvöllinn enda var húsið hans rifið þegar Landssíma- húsið var byggt 1930. Hús Bene- dikts Gröndals stendur hins vegar enn, vandlega falið bakhús við Vesturgötu og er nú f mikilli niður- níðslu. Þó skrifaði Gröndal Reykja- víkurlýsingu sem er ómetanleg heimild um Reykjavík fyrri tíma. Unuhús,Tómas og Steinn Unuhús við Garðastræti er enn eitt dæmið. Húsið var lengi í eigu Ragnars í Smára og erfingja hans sem hafa séð sóma sinn í að halda því vel við. En borgaryfirvöld hafa ekkert gert til að minna borgarbúa á þá staðreynd að húsið var um langt árabil, frægasta athvarf flesra helstu skálda og listamanna höfuð- borgarinnar. Svona má halda lengi áfram að rekja dæmi þess hve Reykvíkingum og borgaryfirvöldum er meinilla við skáldin sín. Hver veit t.d. hvar Tómas Guðmundsson bjó, ein- dregnasti málsvari Reykjavíkur á skáldabekk? Og hvar sér þess stað að Steinn Steinarr hafði átt heima í Reykjavík öll sín fullorðinsár - og ort þar sín ódauðlegu ljóð? Er ekki löngu kominn tími til að Reykjavfk viðurkenni menningu sína og sé svolítið stolt af henni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.