Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003 DVHELGARBLAD 41 b \ 'b 10. umferð Landsbankadeildarinnar hefst í dag: Eykur Þróttur forystuna? Getur komist fimm stigum á undan Fylki með sigri á KR í dag Tíunda umferð Landsbanka- deiidarinnar í knattspyrnu hefst í dag með leik KR og Þróttar á KR-vellinum. Leikur- inn hefst kl. 17 en hann var færður til frá morgundeginum vegna Evrópuleiks KR-inga gegn armenska liðinu Pyunik Jerevan. Þróttarar hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eru í efsta sæti deildarinnar með átján stig í níu leikj- um, tveimur stigum meira en Fylkis- menn. Þeir hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni og hafa innanborðs „heitasta" leikmann deildarinnar, Björgólf Takefusa, sem hefur skorað níu mörk í sumar. Þrótt- arar hafa vakið mikla athygli í sumar enda nýliðar í deildinni og Eysteinn Lárusson, sem hefur leikið frábærlega í vörn þeirra í sumar, sagði í samtali við DV-Sport í gær að Þróttarar myndu ekki mæta með neina minni- máttarkennd á KR-völlinn í dag. Ætlum okkur þrjú stig „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar - framar öllum vonum - og það er engin ástæða til annars en mæta á KR-völlinn til þess að taka þau þrjú stig sem í boði eru. Við erum í toppsætinu eins og er og það væri gaman að halda því en við hvikum samt ekki frá okkar upphaflega mark- miði sem er að halda okkur í deild- inni. Við þurfum fjögur til flmm stig í viðbót til að vera öruggir og á meðan þau er ekki í húsi þá setjum við okkur ekki önnur markmið. Við mætufn af- slappaðir til leiks því að ég held að það sé meiri pressa á KR-ingum held- ur en okkur. Það er góð stemning í hópnum, allir eru heilir og virkilega tilbúnir að leggja sig fram,“ sagði Ey- steinn. Gengi KR-inga hefur verið brokk- gengt í sumar en þeir eru samt sem áður í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Þrótti. Þessi leikur hefur mikla þýðingu fyrir þá og getur ráðið miklu um það hvort KR-ingar berjast um fslandsmeistaratitilinn fram til síðasta leiks. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum KR-inga í sumar og hefur liðinu gengið illa að finna taktinn sóknarlega. Þeir sýndu samt sem áður fína takta í fyrri hálfieik gegn FH á þriðjudaginn og það gæti verið að ris- inn úr vesturbænum sé vaknaður tif lífsins. oskar@dv.is KARlAfi LANDSBANKADEILD ÆA Staðan: Þróttur 9 6 0 3 17-11 18 Fylkir 9 5 1 3 13-7 16 Grindavík 9 5 0 4 14-15 15 KR 9 4 2 3 9-11 14 (BV 9 4 1 4 15-12 13 Valur 9 4 0 5 12-15 12 FH 9 3 2 4 14-15 11 (A 9 2 4 3 11-12 10 KA 8 2 2 4 10-11 8 Fram 8 2 2 4 10-18 8 Markahæstu menn: BjörgólfurTakefusa, Þrótti 9 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, (BV 8 Jóhann Hreiðarsson,Val 5 Sören Hermansen.Þrótti 5 Haukur Ingi Guðnason, Fylki 4 Jónas Grani Garðarsson, FH 4 Sinisa Kekic, Grindavík 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.