Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 20
20 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003 Sundurriðið Snæfellsnes Hestamenn segja gjarnan að besta leiðin til þess að sjá landið sé á hestbaki. Blaðamaður DV, Snæfríður Ingadóttir, komst að því að það er mjkið til í því þeg- ar hún slóst í för með íshestum í vikuferð um Snæfellsnes þar sem riðið er eftir bleikum fjörum og upp til fjalla á slóðir útilegumanna. Ljósbleikar strendur svo langt sem augaö eygir, glampandi sólskin sem svfður á kinn- um og yndislegt öldugjálfrið. Mér finnst eins og ég sé stödd í útlöndum, en er þó ekki lengra í burtu frá höfuðborginni en vestur á Snæfellsnesi, á öðrum degi af sex í reiðtúr með íshestum. í 10 ár hefur fyrirtækið boðið upp á ýmsa reiðtúra um landið og hafa ferð- irnar um Snæfellsnesið verið mjög vinsælar. Engan þann sem riðið hefur eftir hinum um 80 km löngu Löngufjörum skal það undra, því það er yndisleg tilfinning að þeysast um strandlengjuna á góðum gæðingi og virða landslagið fyrir sér. Við erum tíu ferðalangar af ýmsu þjóðerni sem erum komin hingað ásamt samstarfsaðilum íshesta á Snæfells- nesi, hjónunum Sigurði Jóhannssyni og Ólöfu Önnu Guðbrandsdóttur og föruneyti þeirra sem lóðsar okkur um Nesið. Þau hjón- in eru þaulvön slíku, hafa verið í samstarfi við fshesta frá 1987 og eru með flóðatöflurnar al- veg á hreinu enda þarf að sæta lagi milli flóðs og fjöru ætli maður að ríða fjörurnar því á flóði fer sandlengjan alveg undir sjó. Engin vatnshræðsla Það þýðir ekkert að vera vatnshræddur í þessum ferðum því fyrir utan að ríða í flæðar- málinu þarf að ríða nokkrar ár alveg upp á læri. „Ekki horfa niður, þá getur ykkur farið að sundla, horfið allan tímann beint í land,“ segir leiðsögumaður ferðarinnar Birkir Þor- kelsson og leggur hópnum reglurnar. Skvettugangurinn er mikill, sem gerir ekkert til því að hópurinn er vel gallaður í regnföt sem útdeilt var til farþega í upphafi ferðar- innar. Á þeysireið um blautbleikar fjörur með hestastóð upp á um 60 hesta á undan hópn- um. Þannig líða fyrstu tveir dagar ferðarinnar og það er afskaplega fögur sjón að sjá reið- tygjalaus hrossin spretta úr spori á mjúkum sandinum. Á þriðja degi breytist landslagið heilmikið enda stefnan tekin til fjalla. í stað bleikra stranda og skvettugangs taka við fjólubláir hamrar og fjöll þar sem útilegu- menn héldu til í gamla daga innan um ævin- týraleg hraun. Næstu tvö kvöld er gist í gangnamannakofum og sem betur fer hefur hópurinn hrist vel saman svo engin Ieiðindi konta upp þegar kemur að því að deila svefn- plássinu sem er það þröngt að einhverjir verða að skiptáómeð sér hinum tvíbreiðu koj- um. Þó ekki sé léngra liðið á ferðina veit mað- ur orðið ýmsar persónulegar staðreyndir um samferðamennina. í matarpásunum á dag- inn en ekki síst í svefnpokunum á kvöldin opnar fólk sig og ég veit t.d að líf sænsku stelpunnar breyttist töluvert eftir að hún fór á sjálfsstyrkingarnámsskeið, sú hollenska væri til í að finna sér eiginmann og franska stelp- an, sem er í lögfræðinámi eins og faðir henn- ar, hefúr verið löt við námið. Um 220 km eru að baki en hugurinn hefur reyndar ferðast mun lengra á þessari viku. Þrátt fyrir að hafa verið hluti afhóp hefur maður samt verið svo einn með sjálfum sér þegar komið er upp í hnakkinn. Kannski fjallaloftið hafi þessi áhrif á mann- skapinn sem virðist ófeiminn að opna sig og sjálf tek ég fullan þátt í þessarri sálfræðimeð- ferð. Suma hluti er einfaldlega betra að ræða við ókunnugt fólk. Strengir á undarlegum stöðum Hver dagur byrjar á morgunverðarhlað- borði þar sem hver og einn smyr sér nesti fyr- ir daginn. Síðan er náð í hestana og hver og einn kembir og leggur á sinn hest. Það er skipt um hesta einu sinni á dag þannig að í heildina fær maður að prófa nokkuð marga hesta, hvem öðmm betri. Eftir að hafa nærst á nesti og náttúrunni á daginn er gott að komast í hús á kvöldin þar sem Ólöf bíður með heitan mat ofan í hópinn. Gistingin er svefnpokapláss, í bændagistingu, félags- heimili og áðurnefndum gangnamannakof- um. Hópurinn er misvanur hvað reið- mennskuna varðar, ég líklega hvað óvönust. Reiðmennskan gengur þó furðu vel og ferða- apótekið sem ég keypti fyrir ferðina er ekki snert. Vissulega finnur maður þó fyrir því í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.