Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003 DV HELGARBLAÐ 21 DV-myndir: Snæfriöur Ingadóttir LESA ÞARF FLOÐATOFLUR: Bíða þarf eftir fjöru þegar ríða á Löngufjörurnar á Snæfellsnesi en þessi 80 km langa strandlengja er ófær á flóði. Ef heþpnin er með manni getur maður rekist á seli á leiðinni, auk fjölbreytts fuglalífs og sveimaði t.d. fálki tignarlega yfir hópnum einn daginn. GÆÐINGAR: Blaðamaður DV hafði ekki mikla reynslu af reiðmennsku þegar lagt var í ferðina en er nú öllu fróð- ari um íslenska hestinn og Snæfellsnes. Miklir gæðingar voru með í för þannig að allirfengu hestvið sitt hæfi. BLAUTLEG FERÐ: Það þýðir ekkert að vera vatnshræddur í svona ferðum því að auk þess að fá sjávarúðann í fang- ið á fjörunum þarf einnig að ríða yfir margar ár á leiðinni. Þá er málið að horfa bara beint í land en ekki ofan í vatnið svo mann fari ekki að sundla. 220 KM Á HESTBAKI: Hinar sex daga ferðir íshesta um Snæfellsnes samanstanda bæði af reið um fjörur og fjöll. f haust verður reyndar einnig boðið upp á 2-4 daga ferðir eingöngu um hinar rómuðu Löngufjörur sem enginn ætti að verða svikinn af enda hafa fjörurnar lengi heillað hestamenn. Nánari upplýsingar um ferðir íshesta má finna inn á heimasíðunni www.ishestar.is skrokknum að maður situr á hesti upp í sex tíma á dag, Vöðvar sem maður vissi ekki að væru til eru aumir á öðrum og þriðja degi. Stífleikinn sem hrjáir mann á morgnana hverfur þó um leið og maður er kominn á bak og náttúrufegurðin tekur yfirhöndina yfir strengjum í öxlum, maga og baki. Það er alls konar fólk sem hefur farið í þessa ferð með þeim hjónum. Vikuna áður var íslensk fjöl- skylda með í för með 10 og 12 ára krakka. Fólk á áttræðisaldri hefur einning farið í túr- inn og seinna í sumar mun íslensk skipshöfn mæta til þeirra Sigga og Ólafar. Sjálf eiga þau megnið af hestunum sem notaðir eru í túrana en einnig er eitthvað af þeim af bæj- unum í kring en allir eiga þeir það þó sameig- inlegt að vera hinir mestu gæðingar. Frífyrir hugann Fimmta og sjötta deginum er að mestu eytt á grónu landi þar sem riðið er með fram fal- legum fjallalækjum, gegnum birkiskóga og með fram laxveiðiám. Veðrið er yndislegt, við höfum aðeins fengið einn rigningardag og hestalyktin, sem stakk aðeins í vitin í byrjun, finnst manni orðin notaleg og furðulegt hestaprumpið hefur breyst í hressilegan takt í bland við hófahljóð og einstaka hnegg. Fyr- GAMAN SAMAN: (svona ferðum kynnist fólk mjög náið og skiptist jafnvel á mjög persónulegum upplýsingum. Á kvöldin var mikið spjallað og sungið en það var sérlega notalegt að koma beint (heitan heimilismat eftir langan dag á baki. ALVÖRU KÚREKI: Siggi bóndi á Stóra-Kálfalæk er samstarfsmaður (shesta á Snæfellsnesi og hefur lóðsað margan ferðalanginn um Löngufjörur á Snæfellsnesi sem og á slóðir útilegumanna upp til fjalla. ir utan fjöibreytta náttúru hafa einnig ýmis dýr orðið á vegi okkar. Við höfúm séð seli, örn flaug yfir okkur einn daginn, álftirnar á Langavatni voru tignarlegar og kríurnar hafa einnig reglulega látið vita af sér. Vikan hefur liðið hratt og þegar komið er að kveðjustund á sjöunda degi fmnst mér ég rétt vera farin að hitna. Auk þess að hafa sogið í mig hina stór- brotnu náttúrufegurð Snæfellsness, lært heil- mikið um íslenska hestinn og eignast nýja vini - þá finnst mér ég einnig hafa verið á viku tungumálanámskeiði þar sem ég hef æft mig í ensku, þýsku og frönsku. Um 220 km eru að baki en hugurinn hefur reyndar ferð- ast mun lengra á þessari viku. Þrátt fyrir að hafa verið hluti af hóp hefur maður samt ver- ið svo einn með sjálfum sér þegar komið er upp í hnakkinn. Hugurinn hefur verið í fríi og flogið víða með landslaginu, á staði sem hann fer venjulega ekki á í bænum. snaeja&dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.