Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003 DV HELGARBLAÐ 35
mörg stórslys hafa hlotist af. Við gerum okkur grein fyrir þessu
DV-mynd GVA
„Sko, svo ég tali aðeins um framburðinn þá
hef ég aldrei tekið fyllilega í sátt þetta harða
„kántrí". Ég vii frekar tala um „country" og
halda enska framburðinum. Mér finnst það
einhvern veginn ná essensinum betur."
Mér verður ljóst að country er Björgvini
hjartans mál. Hann heldur áfram.
„Það er rétt að stundum hefur country haft
einhvern neikvæðan stimpil á sér og ekki þótt
flott. En sjáðu bara hvað hefur verið að gerast
í poppinu undanfarið og þá meina ég hljóm-
sveitir eins og Coldplay og Travis og álíka
sveitir, poppið er orðið svo margklofið. Hjá
þessum sveitum hefur átt sér stað mikill
bræðingur við country-tónlist. Það er auð-
heyrt og greinilegt að country-ið hefur áhrif
langt út fyrir sjálft sig. Fólk má heldur ekki
gleyma því að country er mjög ólíkt innbyrð-
is. Þegar flestir hugsa um country sjá þeir fyr-
IÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA: Brimkló var stofnuð árið 1976 og gaf út 5 stórar plötur á nokkurra ára líftíma sínum, spilaði vítt og breitt um landið og var ein helsta ballhljóm-
sveit síns tíma. Sveitin átti marga smelli á þessum árum, m.a. Söguna af Nínu og Geira, Glímt við þjóðveginn og Skólaball. Um verslunarmannahelgina má heyra þessa smelli
á nýá Kántrýhátíðinni á Skagaströnd.
ir sér svona bluegrass gítarplokk ... IBjörgvin
setur sig í stellingarnar og spilar á framhand-
legginn á sér] ... en það er margt ólfkt innan
geirans. Fyrir mér stendur country fyrir fal-
legar melódíur, góðan söng, innlifun og góða
texta. Gott country er allt þetta. En ef fólk hef-
ur ekki smekk fyrir þessu þá bara auðvitað
gott og vel. Ég vil líka að það komi fram að El-
vis spratt upp úr country-tónlistinni."
Björgvin hefur mikið til síns máfs þegar
hann tafar um sambræðing popps og country
og nefna má margar fleiri plötur þar sem
áhrifa countrys gætir meira eða minna. Gott
dæmi er hin frábæra síðasta plata Beck, Sea
Change, sem var róttæk stefnubreyting í
meira lagi frá flugeldasýningum, hleðslu og
keyrslu (sem auðvitað var oft snilldin ein hjá
kappanum) í átt að strípuðum melódíum,
einfaldleika og einlægni.
Brimkló spilar á tónleikum um allt land í
ágúst en þeir fyrstu verða á Kántrýtónleikum
á Skagaströnd um verslunarmannahelgina
ásamt mörgum öðrum þekktum listamönn-
um. Vandalaust ætti að vera fyrir áhugasama
að fylgjast nánar með ferð sveitarinnar og fá
upplýsingar um hana þegar þar að kemur.
hfct-UH fcNGU GLfcYMl: „bumt ar þessu er samt elns og ao læra ao hjóla, maöur gleymir þvi aldrei," segir Björgvin
og bandar hendinni kæruleysislega frá sér til áherslu. „Sum lög eru eins og þau búi bara í fingurgómunum og
raddböndunum."
Löggiltir hálfvitar
Eins og áður sagði eru Brimklóarmenn ekki
fyrstir hljómsveita til að taka upp þráðinn að
nýju. Utangarðsmenn gerðu það til dæmis
fyrir nokkrum árum. Þá mátti meðaf annars
hlusta á Bubba Morthens kyrja á nýjan leik
áfeliisdóm sinn frá því fyrir rúmum 20 árum:
Ég er löggiltur hálfviti,
hlusta á HLH ogBrimkló.
Svo vill til að Björgvin var í báðum þessum
hljómsveitum.
Ég spyr hann hvernig honum hafi orðið við
á sínum tíma og hvort hann sé búinn að fyr-
irgefa Bubba. Hann hlær.
„Ég kippti mér nú ekkert sérstaklega upp
við þetta á sínum tíma. Það er ofureðlilegt og
gangur lífsins að ungir og jafnvel svolítið
reiðir menn sem er mikið niðri fyrir sparki
smávegis í sér eldri og reyndari menn þegar
þeir eru að reyna að koma sér að. Sérstaklega
á þessum tíma, pönkið var í fullum gangi og
tíðarandinn svona. Þetta var öðruvísi hjá
mér, þegar ég var ungur söngvari. Þá bar ég
ofsalega virðingu fyrir Hauki Morthens,
Ragga Bjarna og Elly Vilhjáims, þótti þau frá-
bær og finnst það enn. Varðandi fyrirgefning-
una þá veiðum við Bubbi nú saman í dag
þannig að það er nú allt í lagi á þeim bænum.
Ég er löggiltur hálfviti,
hlusta á HLH og Brimkló.
- Svo vill til að Björgvin var í
báðum þessum
hljómsveitum.
Svo má reyndar segja að Bubbi sé nánast
orðinn meðlimur í Brimkló og HLH, við höf-
um unnið það mikið saman í gegnum tíðina.
Hitt er svo annað mál að þú verður að átta þig
á því að Bubbi var ekki að hnýta í okkur per-
sónulega með þessum orðum heldur okkar
aðdáendur, okkar fan-base. Honum fannst
þeir ekki merkilegur pappír. Ég er hins vegar
ekki sammála honum, hvorki nú né þá."
Bolurinn lifi - allir á svið
Einu hefúr mig lengi langað til að spyrja
Björgvin að og það er framlag hans til ís-
lenskrar tungu. Björgvin talar stundum um
„bolinn" og af samhenginu má skilja að um
sé að ræða einhvers konar safnheiti yfir pöp-
ulinn. Ég varpa þessu orði fram og bið hann
að útskýra nánar.
„Bolurinn, maður. Sko, það eru til alls kon-
ar bolir," segir hann, haflar sér aftur og bros-
ir sögumannslega. „í fyrsta lagi er bolurinn
samnefnari yfir límið sem heldur þjóðfélag-
inu saman. Efvið hefðum ekki boiinn þáværi
ekkert að gerast hérna. Svo getur verið um að
ræða bolinn sem á hjólbarðaverkstæðið
hérna við hliðina á og gengur í bol frá Sóln-
ingu sem hann fékk í einhverju pulsuafmæli.
Þetta er bara the ordinary Joe eða John Doe.
Það er hann sem mætir kiukkan níu í vinn-
una, er duglegur, borgar skattana sína og
knýr þjóðfélagið áfram. Það er hann sem ger-
ir strákunum í jakkafötunum kleift að vera í
sínum Wall Street-leik í fjármálafyrirtækjun-
um. Bolurinn er atþýða þessa lands. Við erum
allir bolir inn við beinið, það er bara spurning
um hvernig bolur þú ert.“
Björgvin tekur fram að um græskulausan
brandara sé að ræða sem myndast hafi og
þróast í einhverri hljóðversvinnu einhvern
tímann í kringum það þegar stuttermabola-
menninguna rak hér á fjörur og frasinn hafi
síðan öðlast sjálfstætt líf.
„Þetta er allt í mjög jákvæðri merkingu. Ég
væri síðasti maðurinn til að „dissa" bolinn.
Hann verður að vera til, þetta eru í raun auð-
vitað bara ég og þú og allir hinir."
Björgvin tekur dæmi af raunveruleikasjón-
varpi og nefnir American Idol.
„Fólk verður að horfa aðeins á bak við
þetta. Raunveruleikasjónvarp er svona vin-
sælt út af því að það er auglýst gegndarlaust,
alveg í botn. Og af hverju er hægt að auglýsa
svona mikið? Jú, það er vegna þess að þeir
þurfa ekki að borga neinu af þessu liði sem
kemur fram í þessu. Bolurinn er kominn upp
á svið en það er enginn eftir til að kaupa mið-
ana! Það er tómur salur, allir uppi á sviði. Svo
eru einhverjir dúkar sem eiga þetta og fá all-
an peninginn en liðið keppist við að taka þátt
bara til að komast í sjónvarpið. Þetta er nátt- -
úrlega bara eins og gamla Gróa á Leiti og
sveitalínan í gamla daga þar sem allir gátu
hlustað á alla. Höfðar til sömu hvata."
Bolurinn er kominn upp
á svið en það er enginn eftir til
að kaupa miðana! Það er tóm-
ur salur, allir uppi á sviði.
Ég og Björgvin höfum lokjð við kleinurnar
en ekki kaffið því að afgreiðslukonan, kona á
sextugs- eða sjötugsaldri, lagði um það bil 15
lítra af því í stórri hitakönnu á borðbrúnina
meðan á viðtalinu stóð. Ég og Björgvin þökk-
um henni fyrir og hrósum kleinunum eins og
vera ber. Þegar Björgvin stendur upp og gerir
sig líklegan til að ganga út grípur hún um
framhandlegginn á honum og segir við hann
í hálfum hljóðum:
„Björgvin minn, ég þekki þig nú ekki neitt
og er bara ein af þessum kerlingum sem alltaf
eru að skipta sér af öllu en ég bara vildi biðja
þig um að fara vel með þig. Passaðu að hvfla
þig vel, þú virkar eitthvað svo þreytulegur."
Hún er hálfhikandi, eins og hún búist hálf-
partinn við að orð hennar falli í grýttan jarð-
veg.
Björgvin brosir og svarar góðlátlega: „Ok,
ég skal gera það. Það hefur bara verið dálítið
mikið að gera hjá mér undanfarið. En ég er í
fínu formi. Þakka þér fyrir umhyggjuna, góða'
mín."
Við göngum út, kveðjumst og Björgvin sest
ekki upp í stóran rykugan amerískan pallbfl,
heldur BMW og ég hugsa: Jæja, ætli það sé
ekki nóg að syngja country-ið þó maður
hossist ekki á því líka. ftn@dv.is