Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2003, Side 37
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ2003 DVHELGARBLAD 41 b \ 'b 10. umferð Landsbankadeildarinnar hefst í dag: Eykur Þróttur forystuna? Getur komist fimm stigum á undan Fylki með sigri á KR í dag Tíunda umferð Landsbanka- deiidarinnar í knattspyrnu hefst í dag með leik KR og Þróttar á KR-vellinum. Leikur- inn hefst kl. 17 en hann var færður til frá morgundeginum vegna Evrópuleiks KR-inga gegn armenska liðinu Pyunik Jerevan. Þróttarar hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eru í efsta sæti deildarinnar með átján stig í níu leikj- um, tveimur stigum meira en Fylkis- menn. Þeir hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni og hafa innanborðs „heitasta" leikmann deildarinnar, Björgólf Takefusa, sem hefur skorað níu mörk í sumar. Þrótt- arar hafa vakið mikla athygli í sumar enda nýliðar í deildinni og Eysteinn Lárusson, sem hefur leikið frábærlega í vörn þeirra í sumar, sagði í samtali við DV-Sport í gær að Þróttarar myndu ekki mæta með neina minni- máttarkennd á KR-völlinn í dag. Ætlum okkur þrjú stig „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar - framar öllum vonum - og það er engin ástæða til annars en mæta á KR-völlinn til þess að taka þau þrjú stig sem í boði eru. Við erum í toppsætinu eins og er og það væri gaman að halda því en við hvikum samt ekki frá okkar upphaflega mark- miði sem er að halda okkur í deild- inni. Við þurfum fjögur til flmm stig í viðbót til að vera öruggir og á meðan þau er ekki í húsi þá setjum við okkur ekki önnur markmið. Við mætufn af- slappaðir til leiks því að ég held að það sé meiri pressa á KR-ingum held- ur en okkur. Það er góð stemning í hópnum, allir eru heilir og virkilega tilbúnir að leggja sig fram,“ sagði Ey- steinn. Gengi KR-inga hefur verið brokk- gengt í sumar en þeir eru samt sem áður í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Þrótti. Þessi leikur hefur mikla þýðingu fyrir þá og getur ráðið miklu um það hvort KR-ingar berjast um fslandsmeistaratitilinn fram til síðasta leiks. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum KR-inga í sumar og hefur liðinu gengið illa að finna taktinn sóknarlega. Þeir sýndu samt sem áður fína takta í fyrri hálfieik gegn FH á þriðjudaginn og það gæti verið að ris- inn úr vesturbænum sé vaknaður tif lífsins. oskar@dv.is KARlAfi LANDSBANKADEILD ÆA Staðan: Þróttur 9 6 0 3 17-11 18 Fylkir 9 5 1 3 13-7 16 Grindavík 9 5 0 4 14-15 15 KR 9 4 2 3 9-11 14 (BV 9 4 1 4 15-12 13 Valur 9 4 0 5 12-15 12 FH 9 3 2 4 14-15 11 (A 9 2 4 3 11-12 10 KA 8 2 2 4 10-11 8 Fram 8 2 2 4 10-18 8 Markahæstu menn: BjörgólfurTakefusa, Þrótti 9 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, (BV 8 Jóhann Hreiðarsson,Val 5 Sören Hermansen.Þrótti 5 Haukur Ingi Guðnason, Fylki 4 Jónas Grani Garðarsson, FH 4 Sinisa Kekic, Grindavík 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.