Dagblaðið - 11.12.1978, Side 5

Dagblaðið - 11.12.1978, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. KjaramálaráðstefnaSjómannasambandsins: Skorar á sjómenn að róa ekki eftir 5 áramótin —ef viðunandi f iskverð liggur ekki fyrir —telja sig hafa dregizt 14% aftur úr öðrum Kjaramálaráðstefna Sjómanna- sambands íslands samþykkti á laugar- daginn að skora á sjómenn að ráða sig ekki i skipsrúm eftir áramótin nema viðundandi fiskverð liggi fyrir. Telja sjómenn sig nú um 14 prósent verr launaða en annað landverkafólk miðað við sólstöðusamningana i fyrra. Staða þeirra nú er orðin alveg ámóta og þegar mikill hluti flotans ‘sigldi til lands í mótmælaskyni i október 1975. 1 kjölfar þeirra mótmæla var sjóðakerfið margfræga skorið upp, m.a. með þeim afleiðingum að sjómenn þurftu þá að afla mun færri tonna til að ná afla- tryggingu. Það þýðir að mun fyrr en áður fengu þeir umframhlut. Síðan þá hefur þróunin jafnt og þétt verið fjölgandi tonn upp i trygginguna og eru þau nú ámóta mörg og 1975, Taki sjómenn almennt undir þessa á- skorun munu aðgerðir aðallega bitna á 'vertíðarflotanum, en laun sjómanna á honum hafa einmitt verið rýrust und- anfarin ár og ekki von á bótum miðað við spár fiskifræðinga. I samtali við DB í gær sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasam- bandsins, að sjómenn eins og aðrir gerðu sér grein fyrir verri stöðu þjóðarbúsins nú en var 1975. Hins vegar teldu þeir sig ekki eina eiga að taka á sig skert kjör miðað við aðra til að reyna að rétta þann hlut. Einnig væru launahækkanir ekki orsök verðbólgu heldur afleiðing. Óskar sagði einnig að þessi áskorun væri alls ekki pólitísks eðlis, enginn væri annars bróðir þegar að gullinu kæmi, og þann dag, sem hann gæti ekki starfað að málefnum sjómanna óháður stjórnmálalegum öflum, hætti hann. -G.S. Slæmt ástand vega á Snæfellsnesi: Fjármagn Vegagerðarinnar dekkar aðeins 50-60% af viðhaldsþörfinni „Það er nú yfirleitt þannig að mönnum finnst grasið grænna hjá ná- grannanum,” sagði Hjörleifur Ólafsson hjá Vegaeftirliti ríkisins, er DB bar undir fréttir frá Snæfellsnesi þess .efnis að ástand vega væri þar mjög bágborið og mun verra en víðast hvar á landinu. „Við vildum gjarnan hefla mun meira en við gerum,” sagði Hjörleifur, „en við getum það ekki. Þegar það fjármagn sem okkur er úthlutað gerir ekki meira en að dekka 50—60% af viðhaldsþörfinni, þá er augljóst að það segir til sin einhvers staðar.” Auðunn Hálfdánarson, umdæmis- tæknifræðingur í Borgarnesi, tók mjög í sama streng og sagði: „Við erum búnir með allt viðhaldsfé, þannig að við höldum alveg að okkur höndum. Við gerum ekki meira en að halda akfæri, enda komnir 4—5 milljónir fram yfir það fjármagn sem við höfum til umráða. Okkur er úthlutað fé eftir ákveðnum reglum en hér er viðhaldsjxirfin meiri en víðast hvar þar sem hér eru svo fáir nýir vegir.” DB hefur fregnað að ástandið sé ekki sizt slæmt i nágrenni Grundarfjarðar, á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og milli Hellissands og Ólafsvíkur. Þegar snjóarnir voru sem mestir var mokað á þriðjudögum og föstudögum og virtist það vera föst regla að moka á þessum dögum og engum öðrum. Annan daginn var mokað frá Ólafsvik til Grundar- fjarðar en hinn daginn frá Grundarfirði til Ólafsvíkur, þannig að Ólafsvíkingar komust aldrei til Stykkishólms, öll leiðin varaldrei fær í einu. í Grundarfirði er enginn læknir og verða íbúarnir þar að sækja sína þjónustu til Stykkishólms. Þangað er stundum ófært dögum saman og þvi alveg óvíst hvað yrði ef alvarlegt slys ætti sér stað. 1 Grundarfirði búa rúmlega 800 manns en oft eru þar nálægt 1000 manns á vertiðinni. -GAJ- öjörgunarsveitin Kópa vogsbúar! fomriðiólatréðW Kópavogí Opið virka daga frá kl. 13—22, um | heigar f rá kl. 10-22.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.