Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.12.1978, Qupperneq 7

Dagblaðið - 11.12.1978, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1978. „BLYGDUNARLAUST AROÐ- URSRIT GEGN SANNINDUM KRISTINNAR TRÚAR” —segir dr. Einar Sigurb jörnsson, prófessor við guðfræðideild Hl kvæmt hljóta að berjast uns yfir lýkur og annar hlutinn stendur með sigur í hendi. Nú sem stendur ræður hluti hinna ríku en ef hinir fátæku varpa frá sér öllum hindurvitnum og taka þess í stað að trúa á mátt sinn og megin munu þeir sækja fram til sigurs og stofna á rústum ójafnaðarsam- félagsins riki jafnaðar og friðar og einingar. í Ijósi þessara sanninda hlýtur kennarinn Jesús að hverfa, en hann túlkaði lífið sem gjöf úr hendi skaparans. 2. Öll mein éru félagslegs eðlis og þ.a.l. verður að grafast fyrir um orsakir þeirra, en ekki að nema staðar til að liðsinna meiddum og sjúkum. „Ef þið veikist” segir félagi Jesús á bls. 22 „fáið þið enga hjálp.... Það er kom- inn timi til að gera uppreisn.” 1 Ijósi þessara sanninda hlýtur læknirinn Jesús að hverfa, en hann nam einmitt staðar til að lækna þá er leituðu liðsinnis hans. 3. Eftir misheppnað fyrirtæki á borð við byltingartilraun er timi til að hugsa ráð sitt og skipuleggja að nýju. Hvað um þann varð sem mistökin framdi skiptir ekki máli. Málstaðurinn einn skiptir máli. I Ijósi þessara sanninda hlýtur hinn krossfesti Jesús að hverfa, sem til síðustu stundar breytti svo sem hann áður hafði kennt og starfað. Foreldrum er vandi á höndum Foreldrum er ætið vandi á höndum, er þeir standa frammi fyrir þvi að velja bækur fyrir börn sín. Þeir foreldrar sem vilja sannindi kristinnar trúar feig, hafa fengið prýðilega hjálp til að koma þeim vilja sinum til fram- kvæmdar i bókinni Félagi Jesús og njóta þeir til þess aðstoðar Norræna þýðingarsjóðsins. Þeir foreldrar sem aftur á móti vilja standa vörð um sannindi kristinnar trúar, sem m.a. eru túlkuð í alkunnum versum og sálm- um, svo sem Vertu Guð faðir, faðir minn, Heims um ból, Ó Jesús bróðir bezti, Son Guðs ertu með sanni og Allt eins og blómstrið eina, hljóta að sneiða hjá þessari bók um lesningu handa börnum sínum, en halda þess í stað að þeim sögunni um Jesú eins og Biblían geymir hana. Þeir kenna börn- um sinum að treysta Jesú, biðja til hans, og þeir halda dæmi Jesú að börnunum sinum með því að lifa eftir því sjálfir. Bróðirinn Jesús, sem var í jötu lagður lágt, en ríkir þó á himnum hátt, segir við okkur foreldra: Það er á ykkar valdi að velja börnunum ykkar lífsstefnu. Og ef við I alvöru viljum hlusta á dómsorðið af vörum hans er hætt við því að fleiri útgáfufyrirtæki en Mál og menning og fleiri fjölþjóðleg styrktarsamtök en Nor- ræni þýðingarsjóðurinn að ótöldum höfundum og þýðendum hreppi harðan dóm,” sagði dr. Einar Sigur- björnsson prófessor að lokum. -GAJ,- „Jesús og María Magdalena bjuggu um sig yst i náttbúðunum. Þar lögðust þau og föðmuðust. Eftir dálitla stund kom Andrés og ónáðaði þau. Hann sagði: — Það er komið fullt af fólki. Allir eru að spyrja eftir þér. — Sendu það heim aftur! sagði Jesús. Við verðum að gera áætlun áður en við getum tekið við fieira fólki. Og látið okkur nú I friði þangað til i fyrramálið.” — Brot og mynd úr bókinni Félagi Jesús efftir Sven Wernström. Teikningin er eftir Mats Andersson. Gartland Hwer ertm ' itimiii! Korneliu tæmdist arfur og auðurinn gjörbreytti lifi hennar. Hiin varð ástfangin af hertogan- um af Roehampton, hinum töfr- andi Drogo, eftirsóttasta pipar- sveini Lundúna og þau ganga i hjónaband. Vonbrigði hennar verða mikil er hún kemst að þvi, að hann hefur aðeins . kvænst henni til að geta hindrtmarlitið haldið við hina fögru frænku hennar, sem hún býr hjá. A brúðkaupsferð þeirra i Paris verður Drogo raunverulega ást- fanginn, — en i hverri? Er það hin leyndardómsfulla og töfr- andi Desirée sem hann hefur fallið fyrir, eða hefur hinni hug- rökku Korneliu tekist að heilla hann? ÍI"5W IM Var um siys að ræða, — eða var það morðtilraun? Aylward var minnislaus eftir slysið, mundi jafnvel ekki eftir unnustu sinni. En er Constant Smith heim- sótti hann á sjúkrahúsið, vaknaði hann á ný til lifsins... Þetta er ástarsaga af gamia taginu eins og þær gerðust best- ar hér áður fyrr. Og svo sannar- iega tekst Theresu Charles að' gera atburði og atvik sem tengj- ast rauðhærðu hjúkrunarkon- unni Constant Smith, æsileg og spennandi. Þessi bók er ein allra skemmtilegasta ástarsag- an sem Theresa Charles hefur skrifað og eru þær þó margar æsilega spennandi. Rauðu ástarsögumar Nfergö SoáetMtm 3RÚÐURIN UNGA Karlotta von Berg var korn- ung þegar hún giftist Karli Henrik Ancar- berg greifa. sem var mun eldri en hún. Hjónabandið v a r ö þe i m báöum örlaga- rlkt, en þó einkum ham- ingjusnautt fyrir greifa- frúna ungu. Hún hrekst næstum ósjálf- rátt í faöminn á ungum fiski- manni, óreyndum I ástum. en engu aÖ sföur löngunarfullum og lifsþyrstum. I kofa fiski- mannsins á Karlotta sfnar mestu unaös- og sælustundir. stolnar stundir og örlagarlkar. Greifafrúin unga veröur barnshafandi og framundan er þrjóskufull barátta hennar fyrir framtfö þessa ástarbarns, sem vakiö hefur llfslöngun hennar og ný lffsviöhorf. — Brúöurin unga er ein ljúfasta Hellubæjarsag- an sem Margit Söderholm hefur skrifaÖ. 6LSE-MARIENOHR ILörTINS Morten starfar sem sendiboöi andspyrnu- hreyfingarinn- ar og er I einni slikri ferö þeg- ar hann hittir Irenu, þar sem hún er fársjúk og févana á flótta. Hann kemur henni til hjálpar, hættan tengir þau nán- um böndum og þau upplifa hina einu sönnu ást, — þar til grunsemdir vakna um aö hún sé stúlkan sem hreyfingin leitar og telur valda aö dauöa Fannyar, systur Mortens. Æösta- ráöiö dæmir trenu til dauöa f fjarveru henn- ar. — og sennilega yröi Morten faliö aö fram- kvæma aftökuna og hefna þannig systur sinnar. Ast Mortens heldur aftur af honum, hann vill sanpa sakleysi trenu og frestar aö taka ákvöröun. En tfminn liöur og félagar hans leita hennar ákaft, hringurinn þrengist og banvæn hættan nálgast... SIGGE STARK Ekki er öll fegurc f andliti fólgin Astriöur Berk var sérstæö s t ú I k a o g óvenjulega sjálfstæö I orö- um og athöfn- um. Hún bauö svo sannarlega örlögunum birginn og þaö kæmi brátt I ljós hvort henni heppnaöist aö endurreisa bú- s k a p i n n á Steinsvatni og halda þvf starfi áfram sem stúlkurnar f Karlhataraklúbbnum höföu svo bjartsýnar hafiö. En hvernig átti hún aö gera sér grein fyrir aö hún, sem engum tróö um tær og öllum vildi vel, ætti svarinn og- hættulegan óvin? Og þessi óvinur geröi henni svo sannarlega UfiÖ leitt! Astrlöur bognaöi aö vfsu en hún brast ekki, — ekki fyrr en ástin kom inn I lif hennar. Og þar féll siöasta vigi hins rómaöa Karlhataraklúbbs, — ástin haföi sigraö þær allar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.