Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 1

Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 1
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.-AÐALSÍMl 27022. 7. ÁRG. — MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981 - 231. TBL. Hörð rímma hjá stjómarandstöðuþingmönnum Sjálfstæðisflokksins: EGILL FELLDIGUÐMUND ÚR FJÁRVEmNGANEFND - Eyjamenn krefjast endurkosningar vegna fjarveru Alberts Hörð rimma varð i sveit stjórnar- andstöðuþingmanna Sjálfstæðis- flokksins á laugardag þegar kjósa átti fulltrúa þeirra í fjárveitinganefnd Alþingis. Fulltrúarnir höfðu verið Friðrik Sophusson, Lárus Jónsson og Guðmundur Karlsson og var gert ráð fyrir að það yrði óbreytt. Upphaflega var þetta fundur þingflokksins í heild og ekki búizt við átökum. Samkomulag er milli stjórnmála- flokka um að nefndir og þingforsetar verði kosnir án ágreinings á sama grundvell og í fyrra. Á fundinum stakk Sverrir Hermannsson, upp á Agli Jónssyni, sem einnig er þing- maður úr Austfjörðum, í stað Guðmundar Karlssonar, Vestmanna- eyjum. Ráðherrarnir viku af fundi, meðan stjórnarandstæðingar gerðu upp hug sinn. í kosningum fékk Friðrik 15 atkvæði, Lárus 14 og Egill og Guðmundur 9 hvor. Egill vann siðan hlutkesti. Þingmenn telja að Geir Hallgrímsson og helztu fylgis- menn hans hafi kosið Egil. Vest- manneyingar brugðust ókvæða við þessum tíðindum. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Eyjum samþykkti áskorun til þingflokksins um, að kosningin yrði endurtekin, af því að Albert Guðmundsson hefði verið fjarstaddur. Albert var á knatt- spyrnuleik Vals og Cosmos á þessum tíma. -HH. Flugvólin, sam fórst i Mýrdalsjökli í desember 1953, var af gerðinni Lockheed P2V Noptune. Myndin er afsams konar vól. Flugvólin sem fórst var útbúin tíl kafbótaleitar en myndin er af vól sem útbúin er tíl sprengjuárása. Mýrdalsjökull skilaði flaki og líkum 8 manna —28 árum eftir að flugvél þeirra fórst ájöklinum —Jökullinn hafði velt flaki og líkum 3-4 kílómetra leið að jökulröndinni Niu félagar úr slysavarnadeildinni Víkverja í Vík í Mýrdal fundu i gær lik átta bandarískra flugmanna sem fórust með P2V Neptun flugvél 17. desember 1953. Á aðfangadag 1953 fannst lík eins úr áhöfninni en flugvélarflak og lík annarra grófust í fönn í miklum illviðriskafla sem gerði stuttu eftir slysið. Líkið sem fannst var grafið upp úr 2,5 metra djúpum skafli af mönnum er lentu í þyrlu við slysstaðinn. Félagar í Víkverja söfnuðu líkunum saman, fluttu niður að jökulröndinni og þangað sótti þyrla frá varnarliðinu likin og flutti til Keflavíkurflugvallar. Það voru Mýrdalsbændur í smala- mennsku á laugardag sem sáu flug- vélarflakið og gerðu viðvart. Víkverjar fóru síðan af stað í gærmorgun. Flakið var í hánorður frá Vík. Óku Víkverjar að Heiðarbæjunum en síðan tók við rösklega klukkustundar ganga að flakinu. Var það í skriðjöklinum austan við Gvendarfell. Flakið og líkin átta voru nú aðeins 3—400 metrum ofan við jökulröndina, að sögn Björns Friðrikssonar, for- manns björgunarsveitarinnar Víkverja. Taldi Björn að jökulinn hefði velt flakinu og líkunum fram 3—4 km (aðrir telja það vera lengri leið) og nú, 28 árum eftir slysið, var flakið aðeins 3—400 metra frá skriðjökulsröndinni. Björn taldi víst að allir hefðu farizt samstundis, enda voru lík áhafnar- manna flest eða öll í öryggisbeltum. Flugvélarflakið var mjög illa farið, nánast hrúgald. Líkin öll voru rétt við flakið. Ekki er vitað til þess að flakið hafi sézt fyrr en nú nema rétt eftir að slysið varð en þá hvarf það fljótlega í snjóinn enda veður þá vond. Björn kvað björgunarsveitarmenn hafa gert sér sleða úr stykkjum úr flug- vélarskrokknum og komið líkunum niður að jökulrönd þangað sem þyrla sótti þau. Hannes Hafstein hjá SVFÍ kvaðst hafa heyrt að ættingjar hefðu gert einn eða tvo leiðangra í leit að líkum. Þeir urðu árangurslausir. Mik Magnússon, blaðafulltrúi varnarliðsins, fór á slysstað í gær með þyrlunni. Hann rómaði afrek björgunarsveitarmanna. Líkin verða nú flutt til Bandaríkjanna til nafn- greiningar og greftrunar á kostnað ríkisins. -A.St. Björgunarsvettarmenn með lík þeirra sem fórust með Neptune-vólinni irið rætur skriðjökulsins i gær. Lik átta manna voru við flakið en lík 9. mannsins fannst skömmu eftír slysið. Komið með tíkin tílKeflavikurflugvallar ígær. Þau verða nú flutt tíl Bandaríkjanna og jarðsettþar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.