Dagblaðið - 12.10.1981, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR12. OKTÓBER1981. ' 13
.... ....... '
......
Gjafalán bera ekki
lengur tapreksturinn
v
Vi
Efnahagsmál hafa verið til um-
ræðu undanfarið, eins og svo oft
áður. Talað er um að lækka gengið á
íslenzku krónunni til að hjálpa frysti-
húsunum, en aðrir andmæla og vilja
halda genginu óbreyttu til að vinna
gegn verðbólgu.
Þessar skoðanir hafa þó ekki mikið
til síns máls. Það hjálpar lítið fyrir
frystihúsin, ef tímabundinn hagn-
aður af gengislækkun er aftur af
þeim tekinn stuttu seinna með auk-
inni verðbólgu. Einnig verður taflið
við verðbólguna ekki unnið með því
að hafa gengið fast, þótt ýta megi
vandanum á undan sér með þeim
hætti. Verðbólgan lætur fyrst undan,
þegar hægt er að hafa hóf á öllum
verðhækkunum hér á landi. Er þá
bæði átt við kaupgjald, svo og allt
verðlag á vörum og þjónustu.
Verðtrygging
lána
Mikil breyting hefur orðið á öllu
efnahagslífi hér á landi síðustu mán-
uðina. Þetta er hljóðlát efnahagsbylt-
ing. Sparifé hefur aukizt i bankakerf-
inu og meira jafnvægi hefur færzt í
framboð og eftirspurn eftir lánsfé.
í þessu sambandi má rifja það upp,
að bankakerfíð hefur um árabil verið
stærsta uppbótakerfið. Mörg fyrir-
tæki héldu taprekstri sinum gangandi
með lánsfé, sem ekki þurfti að greiða
aftur í sömu verðmætum. Þetta er
breytt með verðtryggingu lána. Ef at-
vinnureksturinn á að þola verð-
tryggðar lántökur, þarf hann að geta
ávaxtað þetta fé nægilega. Annars er
ekki hægt að endurgreiða lánið.
Mörg fyrirtæki hafa undanfarna
mánuði reynt að nýta betur en áður
allt fjármagn. Dregið er úr lántökum,
betur er innheimt, fjármagn liggur
ekki ónotað og þannig má lengi telja.
Ö!1 fjárfesting er skoðuð vandlega,
þar sem ekki er lengur víst að dýrtíðin
greiði hana með því að lækka og
þurrka út lánin, er þá átt við skuldir
án verðtryggingar, eins og flest lán
voru áður.
Þetta er þjóðfélaginu ti! mikilla
hagsbóta. Þegar til lengdar lætur,
mun þetta bæta lífskjörin.
Það var einnig mikið þjóðfélags-
legt ranglæti, þegar hægt var að
endurgreiða lán í minni verðmætum
en lántakandi tók við.
Lengri lánstími
í Dagblaðinu hefur farið fram um-
ræða um það, að lánstími þurfi að
lengjast, þegar lán eru orðin verð-
tryggð. Sérstaklega hefur verið bent á
þá möguleika, sem þetta gefur til
langlána til byggingar íbúðarhús-
næðis eða til kaupa á eldri íbúðum. f
þvi efni á eftir að verða mikil breyt-
ing á næstunni, jafnve! bylting, þegar
sparifé heldur áfram að aukast í kjöl-
far verðtryggingar.
Þótt lengja þurfi lánstíma vegna
íbúða, má raunar segja þaðsamaum
lán til fyrirtækja, sem ætluð eru til
langtíma fjárfestingar. Þótt kostir
verðtryggingar séu augljósir, eru
samt margir þrýstihópar, sem herja
munu á stjórnvöld með gjafalán (og
gengislækkanir). Undan þeim má
ekki láta. Það verður að halda uppi
verðtryggingarstefnunni.
Á hinn bóginn má taka til hendinni
með það, að lánstími til fjárfestingar
fyrirtækja verði lengdur. Því fylgja
margir augljósir kostir, ef fjárfesting-
ar setja ekki daglegan rekstur úr
skorðum með því að þrengja um of
stöðu fyrirtækja. Ekki má skorta
rekstrarfé frá degi til dags.
Kjallarinn
LúðvíKGizurarson
Lenging lánstíma myndi hjálpa
mörgu frystihúsinu betur en gengis-
lækkun, sem kallar fram meiri verð-
bólgu og dugar því skammt.
því, sem er í flestum næstu lönd-
um, en þar er nokkurt atvinnuleysi.
Til þess að full atvinna haldist hér
áfram þarf margt að gera. Þar verður
rikisstjórn og alþingi að hafa forystu,
ef nauðsynlegt er.
Við sömdum á sinum tíma um sölu
á ódýru rafmagni til ÍSAL til þess að
fá öll þau viðskipti og auknu atvinnu,
sem fylgt hefur álverinu. Þótt eitt-
hvað megi betur fara í framkvæmd
álsamninganna.má það ekki stöðva
okkur í því að byggja upp áframhald-
andi stóriðju og stórrekstur.
Flugleiðir hf.
Flugleiðir hf. annast að stærstum
hluta flug okkar, bæði innanlands og
utan. í raun og veru er hér um mjög
stóran rekstur að ræða á íslenzkan
mælikvarða.
Að málefnum Flugleiða hf. er
vikið hér, þar sem umræða um þau
hefur verið í fjölmiðlum seinustu
vikur og mánuði. Þar hafa mörg
sjónarmið verið á lofti.
Það ættu fáir að vera undrandi á
þvi, þó þetta stóra félag þurfi á ein-
hverri tímabundinni aðstoð að halda.
Á það hefur verið bent, að starfsemi
Bezt færi auðvitað, ef ekki þyrfti
að styrkja Flugleiðir hf. En ekki má
hika við það að veita fyrirtækinu að-
stoð, ef hinn kosturinn er of mikill
samdráttur í reksúi þess.
Flugleiðir hf. þurfa á hverjum tíma
að hafa beztu flugvélar, bæði hag-
kvæmar og öruggar. Einnig þarf fé-
lagið að hafa góða rekstrarfjárstöðu,
svo að starfsemi þess gangi án erfið-
leika og vandræða.
verði að hafa rekstur sinn í það góðu
lagi, að hann geti endurgreitt verð-
tryggð lán. Ekki er lengur hægt að
nota bankana sem uppbótarkerfi, þar
sem gjafalán halda uppi taprekstri.
Á hinn bóginn verður ríkisstjórn og
alþingi að aðstoða fyrirtæki, eins og
Flugleiðir hf., ef það lendir í tíma-
bundnum erfiðleikum.
Þá verður að hafa í huga að full at-
vinna er mikils virði. Góð lífskjör hér
^ „Þótt kostir verðtryggingar séu augljós-
ir, eru samt margir þrýstihópar, sem
herja munu á stjórnvöld með gjafalán (og
gengislækkanir). Undan þeim má ekki láta.
Það verður að halda uppi verðtryggingarstefn-
unni.”
Greinarhöfundur segir meöal annars að bezt væri auðvitað ef ekki þyrfti að styrkja Flugleiðir hf. En ekki megi hika við að veita fyrirtækinu aðstoð ef hinn
kosturinn sé of mikiil samdráttur f rekstri þess. DB-mynd.
Aukin atvinna
Tekizt hefur að sjá til þess, að full
atvinna hefur haldizt. Þetta er ólíkt
Flugleiða hf. veitir mikla atvinnu.
Sérstaklega tengjast margir félaginu
óbeint, þar sem ferðamenn á vegum
þess kaupa þjónustu víða um land.
Niðurstaða
Með verðtryggingu útlána var
stigið stórt skref í þá átt, að fyrirtæki
á landi byggjast á nægum atvinnu-
tækifærum.
Lúðvík Gizurarson
hæstaréttarlögmaður.