Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981.
Rakarastofan Klapparstíg
Sími12725
Hárgreiöslustofa Klapparstíg
Tímapantanir
13010
Tilkynnmg tíí
sö/uskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi
söluskatts fyrir september mánuð er 15. október. Ber þá að
skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu-
skattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytifi 9. október 1981.
Bflaþjónusta—
varahlutaþjónusta.
Höfum opnað bílaþjónustu
AÐ SMIÐJUVEG112.
Notaðir varahlutir í flestar tegundir bifreiða fyrirliggjandi á
staðnum.
Opið frá kl. 9—22 alla daga, nema sunnudaga kl. 10—18.
Sími 78640 og 78540.
Bílapartar, Smiðjuvegi 12.
Húsgagnaáklæði
Gott úrval áklæða.
Ennfremur kögur, snúrur, leggingar. Hagstætt verð —
Póstsendum.
24 tommu
dömu- og herrahjól
Verð áður 9íralaus
kr. 1550.- Nú kr. 1240.-
Póstsendum.
Hjóia
Háteigsvegi 3,105 Reykjavik.
Erlent
I
Erlent
Aukin spenna vegna dauða Sadats:
Bandaríkin efna
til heræfinga ’Sr
Alexander Haig, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að
hann hygðist hraða mjög
frekari vopnasendingum til Egypta-
lands og Súdan. Sagði _hann að
Bandarikin vildu með því unðirstrika
enn frekar áframhaldandi stuðning
sinn við þessi ríki. Aðrar heimildir
segja að Bandarikjastjórn hafi einnig
hugleitt að senda B-52 sprengju-
þotur til Egyptalands til æfinga.
Þær fréttir komu á sama tíma og
greint var frá árásum líbýskra her-
þotna á Súdan, en milli þess og
Egyptalands er í gildi gagnkvæmur
varnarsáttmáli. Bandaríkjastjórn
hefur haft heri sína í Mið-Austur-
löndum í viðbragðsstöðu frá því
Sadat var myrtur og hefur sent flug-
vélamóðurskip til æfinga undan
ströndum Egyptalands.
Sovézka stjórnin hefur andmælt
þessum aðgerðum Bandaríkja-
stjórnar og sagt þær auka enn á
spennuna sem orðið hafi eftir morðið
á Sadat. Sovézka fréttastofan Tass
hefur nú skýrt frá því að sovézka
Alexander Haig: VIII sýna styrk
Bandarikjanna í Egyptalandi með
sameiginlegum heræfingum.
stjórnin líti á þessar hernaðar-
aðgerðir Bandaríkjanna sem ógnun
við öryggi sitt. í opinberri til-
kynningu sovézku stjórnarinnar segir
að Bandaríkjastjórn ætti að gera sér
ljóst að hernaðaraðgerðir hennar í
kjölfarið á morði Sadats væru ekki
aðeins ólöglegar heldur ykju þær
hina hættulegu spennu á svæðinu.
Sovézka stjórnin fordæmir tilraunir
Bandaríkjastjórnar til íhlutunar um
innri mál Egyptalands. Það sem
gerist i nágrenni Egyptalands getur
ekki annað en haft áhrif á öryggi
Sovétrikjanna, segir í yfirlýsingunni.
Hin opinbera sovézka yfirlýsing
fylgdi í kjölfarið á tilkynningu Haigs
um að hraða vopnasendingum til
Egyptalands. Haig sagði ennfremur
;að Bandaríkin tækju þátt í her-
æfingum með Egyptum og herjum
annarra arabaríkja í næsta mánuði.
Er talið að þær muni auka enn á
spennuna í Mið-Austurlöndum.
AMNESTYINTERNATIONAL:
Samvizku-
vika
Mannréttindasamtökin Amnesty*
International hafa tilkynnt að í árlegri
samvizkufangaviku 11.-18. október
verði að þessu sinni vakin sérstök
athygli á baráttu fyrir því að fá leysta
úr haldi rösklega fjögur þúsund
samvizkufanga víða um heim.
í lögum félagsins segir að sam-
vizkufangar séu þeir, sem eru fang-
elsaðir, hafðir í haldi eða beittir
þvingunum vegna stjórnmála- eða
trúarskoðana sinna, kynþáttar eða
kynferðis, litarháttar eða tungu, að því
tilskildu að þeir hafi hvorki beitt of-
beldi né hvatt til þess. Er talið að
samvizkufangar séu í nær helmingi 154
ríkja Sameinuðu þjóðanna og að
upplýsingar fáist aðeins um lítið brot
þeirra.
1 samvizkufangaviku Amnesty 1981
verða rakin mál nokkurra fanga og
endurspegla örlög þeirra örlög
þúsunda annarra samvizkufanga.
Þeirra á meðal er tékkneskur baráttu-
maður fyrir mannréttindum sem af-
plánar nú 5 ára fangelsisdóm, verka-
lýðsleiðtogi í Uruguay sem herdómstóll
dæmdi í 8 ára fangelsi, fjórir ungir
menn í Kamerún, sem hafa verið í
fangabúðum í rúmlega 4 ár og hvorki
verið ákærðir né leiddir fyrir rétt og
fyrrum biskup rómversk-kaþólsku
kirkjunnar í Shanghai. Hann er á
níræðisaldri og hefur verið í haldi siðan
1955.
Amnesty International hefur itrekað
reynt að fá upplýsingar frá klerka-
stjórninni í íran um hundrað mæður
sem handteknar voru i kirkjugarði er
þær leituðu lika barna sinna. Börnin
höfðu verið skotin vegna aðildar að
mótmælagöngu gegn stjórninni. Þessu
barni hefur væntanlega verið bent á að
betra væri að dragnast með mynd af
Khamenei forseta, ef farið væri út að
ganga. . .
Belize:
Smáþjóð
ívanda
Utanríkisráðherra Guatemala, Rafa-
el Valdez, sagði í ræðu á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku að
Guatemalastjórn myndi ekki viður-
kenna Belize sem sjálfstætt ríki. Belize,
sem er fyrrum brezk nýlenda, lýsti yfir
sjálfstæði sínu í síðasta mánuði, og eru
þar enn staðsettar brezkar hersveitir til
að verja ríkið fyrir nágrönnum þess.
Rafael Valdez sagði að Belize væri
hluti af landsváeði Guatemala en ekki
sjálfstætt riki og að landamærum þess
væri haldið uppi af brezku herntais-
liði. Guatemalastjórn myndi leysa þetta
mál með friði, en aldrei samþykkja
Belize sem fullgildan aðila að Samein-
uðu þjóðunum. Bæði Guatemala og
Mexíkó gera landakröfur á hendur
þessu smáríki. Á myndinni sjáum við
mann setja upp Ijósaskreytingu i
kringum hinn nýja þjóðarfána Belize.