Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981.
c
Iþróttir
Iþróttir
3
Iþróttir
Iþróttir
1. deildin í handknattleiknum:
Naumur sigur
Valsmanna
á Akureyri
Sigruðu KA 20-18 í spennandi leik þar sem
Valur skoraði tvö sÁustu mörk leiksins
Frá Guðmundi Svanssyni, Akureyri.
„Þetta er allt á réttri leið hjá okkur.
Það var góð barátta hjá KA-liðinu i
leiknum við Val. Þetta er ungt lið sem
gera mun sitt bezta I vetur,” sagði
Birgir Björnsson, þjálfari KA, eftir að
lið hans hafði tapað 18—20 fyrir Val á
laugardag í 1. deild karla á íslands-
mótinu i handknattleik. Hins vegar var
Birgir ekki sáttur við dómgæzluna.
Valur fékk sjö vitaköst i leiknum—KA
ekkert „Það hlýtur að vera einsdæmi
að lið fái ekki vitakast i leik,” sagði
Birgir. Fyrir leikinn færði KA Þorleifi
Annaniassyni gullhring að gjöf. Hann
hefur leikið 400 leiki með KA í hand-
knattleiknum. Keyndar þann 403. á
laugardag.
„Leikurinn var mikiu erfiðari en ég
reiknaði með — ég er viss um að KA
mun fá mörg stig á heimavelli í vetur,”
sagði Þorbjörn Jensson sem var bezti
maður Vals í leiknum.
Leikur KA og Vals var skemmti-
legur, hörkuleikur, og mikil spenna
fram á síðustu mínútu. Valsmenn
skoruðu tvö síðustu mörkin í leiknum.
Jóhann Einarsson skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir KA en síðan fylgdu
fjögur mörk Valsmann 1—4. Talsverð
taugaspenna í byrjun, einkum hjá
Akureyrarliðinu, en eftir það sáust
margir góðir samleikskaflar hjá liðun-
um. KA tókst að minnka muninn í 3—4
en eftir það var oftast tveggja marka
munur, Val í hag. Staðan 10—8 í hálf-
leik. Sá munur hélzt framan af síðari
hálfleiknum en á 40. mín. tókst KA að
jafna I 13—13. Síðan var jafnt 14—14
og 15—15 en svo komst KA yfir, 16—
15. Jafnt 16—16, síðan 17—16 fyrir
KÁ en Valsmenn misnotuðu þrjú víta-
köst á stuttum tíma. Jafnt 17—17 og
18—18, þegar þrjár mínútur voru eftir
og mikil spenna. En KA-menn reyndu
ótímabær skot og Valsmennirnir
Gunnar Lúðvíksson og Theódór
Guðfinnsson skoruðu tvö síðustu mörk
leiksins. Valur vann því nauman sigur,
20—18. Þeir Þorbjörn Jensson og
Steindór Gunnarsson voru beztu menn
Valsliðsins. Hjá KA Sigurður Sigurðss-
son og Þorleifur. Markvarzlan var
mjög slök hjá báðum liðum.
Mörk KA skoruðu Sigurður Sigurðs-
son 5, Jóhann Einarsson 4, Friðjón
Jónsson 4, Þorleifur 3 og Magnús
Birgisson og Guðmundur Guðmunds-
son eitt hvor. Mörk Vals skoruðu Jón
Pétur Jónsson 6/4, Theódór 5, Gunnar
4, Stefán Gunnarsson 3, og Þorbjörn
Jensson 2. KA-menn voru utan vallar i
12 mínútur — Valsmenn 10. -GSv.
Alfreð Gislason sendir knöttinn 1 mark Fram á laugardag. Eitt af sjö mörkum hans i leiknum.
DB-mynd S.
Með slíkum handknattleik á
Fram enga möguleika í 1. deild
—KR sigraði Fram29-20 ífýrsta leik liöanna í 1. deildinni í handknattíeik
HMíknattspymu:
Pólverjar
íírslit
—á kostnað
Austur-Þjóðverja
Pólland tryggði sér sæti í úrslita-
keppni HM á Spáni með góðum sigri
yfir Austur-Þýzkalandi í Leipzig á
laugardag. Pólverjar náðu forystunni
strax á fyrstu mínútunni og héldu henni
allan leikinn, sigruðu 3—2.
Pólverjar fengu óskabyrjun þegar
Andrzej Szarmach, sem nú er 38 ára
gamall, skoraði á upphafsmínútunni.
Hans 32. mark í 59 landsleikjum.
Wlodzimierz Smolarek bætti við öðru
marki fyrir hlé, 0—2. Austur-Þjóð-
verjar komu tvíefldir til leiks í síðari
hálfleik og Schnuphase minnkaði mun-
inn i 1—2 úr víti. Smolarek kom Pól-
verjum í 1—3 en Joachim Streich náði
að laga stöðuna í 2—3. Austur-Þjóð-
verjar sitja því heima þegar úrslitin fara
fram á Spáni næsta sumar.
Staðan í 7. riðli:
Pólland 3 3 0 0 6—2 6
Austur-Þýzkal. 3 1 0 2 4—5 2
Malta 2 0 0 2 1—4 0
-VS.
Það er jafnvlst og dagur ris á ný að
Framarar verða I basli I 1. deildinni i
handbolta í vetur. Eftir slæmt gengi i
æfingaleikjum undanfarið og slæmt
gengi í Reykjavíkurmótinu var það
sama uppi á teningnum í fyrsta leik
íslandsmótsins. Það var aðeins fyrstu
10 mínútur leiksins að Framarar stóðu i
KR-ingum en siðan ekki söguna meir.
KR seig fram úr, leiddi 10—7 i leikhléi
og sigraði siðan með 29 mörkum gegn
20.
Svo virtist sem Framarar ætluðu
ekki að gefast upp fyrr en í fulla
hnefana því um miðjan siðari hálfleik-
inn hafði þeim tekizt að minnka mun-
inn úr 5 mörkum í 3. Það voru hins
vegar þeirra síðustu fjörbrot í leiknum.
KR þétti vörnina og keyrði aðeins upp
hraðann og það var meira en hið unga
og óreynda lið Fram réð við. Munur-
inn jókst jafnt og þétt unz y fir lauk.
Það er sannast sagna nýtt lið, sem
Fram teflir nú fram í samanburði við
það sem lék í 1. deildinni í fyrra. Til að
bæta gráu ofan á svart gat leikreynd-
asti maður liðsins, Hannes Leifsson,
ekki leikið með vegna meiðsla og
munar vissulega um minna. Atli
Hilmarsson, Axel Axelsson og
Erlendur Davíðsson eru allir á braut og
Björgvin Björgvinsson hefur tekið að
sér þjálfun. Hlutverk hans er erfitt og
hann má vera ánægður ef honum tekst
að halda liðinu uppi í vetur.
KR-ingar léku í sjálfu sér ekki neinn
töfrahandknattleik. Liðið verkaði
Firmakeppni Gróttu
í knattspyrnu innanhúss verður í íþróttahúsi Seltjarnarness
tvær síðustu helgarnar í október. Keppt verður um
Gróttubikarinn, sem nú er í vörzlu Kristjáns Ó. Skagfjörð.
Þátttökugjald er kr. 600. Þátttaka tilkynnist í sima 25769
fyrir hádegi (Sigrún).
Knattspyrnudeild Gróttu.
þunglamalegt framan af en síðan þegar
Framarar tóku að gefa eftir náði liðið
að nýta yfirburði sína til fullnustu.
Bræðurnir Alfreð og Gunnar Gísla-
synir eru sterkir hlekkir í KR-liðinu
þótt Alfreð væri afar þungur og seinn i
gang. KR var i gær að mestu án „eldri
mannanna”, þ.e. þeirra Björns P.,
Hauks Ottesen og Konráðs Jóns-
sonar. Haukur lék aðeins með en
Björn var í gervi blaðamanns og
Konráð horfði á. Það er útilokað að
ætla sér að dæma liðið af þessum leik
— til þess var mótstaðan of lítil og
kæruleysið of ráðandi síðustu mínút-
urnar. KR-ingum hefur verið spáð vel-
gengni undanfarin ár en alltaf brugðist.
Undirritaður spáir þeim enn velgengni
og svo er bara að sjá hvort mann-
skapurinn stendur undir þvi lofi sem
ausið er á hann.
Ef við víkjum aðeins að gangi
leiksins aftur var jafnt, 4—4, eftir 10
mín. leik. KR leiddi síðan 10—7 í hálf-
leik. Munurinn jókst siðan í 5 mörk,
18—13, en Fram lagaði stöðuna í 15—
18 en síðan ekki söguna meir. KR
skoraði næstu 4 mörk og þar með var
sagan öll. Kæruleysið var allsráðandi
undir lokin og lítið að marka leik lið-
anna.
Mörkin. KR: Alfreð Gíslason 7/4,
Haukur Geirmundsson 5/1, Jóhannes
SteTánsson 5, Ragnar Hermannsson 3,
Friðrik Þorbjörnsson 3, Gunnar Gísla-
son 3, Ólafur Lárusson 2 , Erlendur
Davíðsson 1. Fram: Hermann Björns-
son 5, Egill Jóhannsson 5/3, Agnar
Sigurðsson 4/1, Dagur Jónasson 2.
Hinrik Ólafsson 2, Gauti Grétarsson 1
og Jón Árni Rúnarsson 1.
Dómarar voru þeir Stefán Arnalds-
son og Ólafur Haraldsson og dæmdu
lengst af prýðilega. Mistök þeirra voru
smávægileg. KR fékk 6 víti — nýtti 4.
Fram fékk 7 — nýtti 4. Sex leikmönn-
um var vísað af leikvelli — 4 úr Fram
og 2 úr KR. Beztu menn Fram voru þeir
Hermann Björnsson — stórefni í
vinstrahorninu — og Egill Jóhannsson.
Hjá KR skaraði enginn fram úr.
-SSv.
HM íknattspymu:
V0NIR ENGLANDS
VÖKNUDU A NÝ!
Svisslendingar vöktu á ný vonir Eng-
lendinga um að komast í úrslit HM
með þvi að sigra Rúmeníu óvænt, 2—1
i Búkarest. Sviss á nú allt i einu ágæta
möguleika á að komast til Spánar en
þeir hljóta að naga sig í handarbökin
fyrir að hafa tapað 3 stigum til Norð-
manna.
Fyrir leikinn virtust Rúmenar eiga
alla möguleika á að hafna í öðru af
tveimur efstu sætum riðilsins. Þeir
möguleikar jukust enn þegar Balaci
skoraði fyrir þá úr aukaspyrnu á 57.
mín. Svisslendingar gáfust ekki upp og
þjálfari þeirra skipti inn á tveimur
sóknarmönnum. Zappa jafnaði fyrir
Sviss á 68. mín. eftir óbeina auka-
spyrnu og á 77. min. fékk varamaður-
inn Luethy knöttinn. Hann lék á tvo
varnarmenn Rúmeniu, síðan á
Christian markvörð og renndi knettin-
um i netið. Rúmenar verða nú að vinna
síðasta leik sinn, i Sviss, og jafnvel
sigur þar gæti reynzt of lítið fyrir þá.
Staðan í 4. riðli er nú þessi.
England
Rúmenía
Sviss
Ungverjaland
Noregur
12—8
5— 5
9—9
6— 6
7—11
Nú geta hvaða tvær þjóðir sem er, að
Norðmönnum undanskildum, komizt í
lokakeppnina. Fyrir leik Rúmeniu og
Sviss virtust möguleikar Englands
nánast úr sögunni en heilladísirnar
virðast vera aðganga í lið með enskum.
leikirnir sem eftir eru: 14. oktþber:
Ungverjaland-Sviss. 31. október: Ung-
verjaland-Noregur. 11. nóvember:
Sviss-Rúmenía. 18. nóvember:
England-Ungverjaland. Allt saman
úrslitaleikir og enginn riðill í undan-
keppni HM er jafn tvísýnn.
-VS.
NÝIKANINN HJÁ SKALLA-
GRÍMISNJALL LEIKMAÐUR
Skallagrímur með nýjan Kana, Carl
Pierson, i broddi fylkingar sigraði
Grindavík i 1. deild karla i körfuknatt-
leik í Borgarnesi á laugardag. Úrslit
91—82 eftir að Borgnesingar höfðu
náð 11 stiga forustu í fyrri hálfleik,
46—35.
Carl Pierson, sem er lágvaxinn af
körfuknattleiksmanni að vera, innan
við 1,90 sm, átti mjög góðan leik í liði
Skallagríms. Hann er frá Texas. Hefur
stundað nám og leikið með háskólalið-
inu í Lousiana í USA. Einnig í Argen-
tínu. Pierson kom til Borgarness í
siðustu viku og voru forráðamenn
Skallagríms mjög ánægðir með hann í
þessum fyrsta leik með liðinu. Hann
skoraði 39 stig. Gunnar Jónsson
(knattspyrnumaður í Akranesliðinu)
var með 14 stig, Hans Egilsson 12,
Bragi Jónsson og Guðmundur
Guðmundsson lOhvor.
Hjá Grindvíkingum var Mark
Holmes stigahæstur með 33 stig.
Eyjólfur Guðlaugsson var næstur með
22 stig og Hreinn Þorkelsson 15.
-hsím.