Dagblaðið - 12.10.1981, Side 36
Rækjubátar bundnir við bryggju á Bfldudal í morgun er veiðita'mabilið hófst:
ÆTLAST TIL ÞESS AÐ
HUNGURVOFAN SEGI
TIL UM AFLAMAGNIÐ
—segir Snæbjöm Árnason skipstjóri, ómyrkur í máli í garð sjávarútvegsráðherra
„Þetta er bara eins og allt annað í
íslenzkum sjávarútvegi í dag —
stjórnleysið er algert,” sagði Snæ-
björn Arnason rækjuskipstjóri við
Dagblaðið í morgun. Mikill kurr er
nú í rækjusjómönnum á Bíldudal
vegna fjölgunar báta. Lágu þeir allir
við bryggju í morgun er veiðitíminn
hófst.
„Þessir menn ætlast greinilega til
þess að hungurvofan segi til um
hversu mikið á að veiða,” sagði
Snæbjörn ennfremur og var ómyrkur
í máli í garð sjávarútvegsráðherra,
Steingríms Hermannssonar. Rækju-
veiðibátarnir voru yfirleitt 6 á veiðum
í fyrra en stundum ekki nema 5 eftir
áramótin. Magnið, sem þeim var
leyft að veiða var 6 tonn á viku. Nú
hefur hins vegar átta bátum verið
veitt leyfi til veiða og fær hver um sig
Stonníhlutáviku.
„Þeir segjast hafa þetta svona þar
sem þeir geti ekki neytt vinnslustöð-
ina, Rækjuver hf„ til að vinna
næturvinnu. Við hérna fyrir vestan
skiljum ekki slíkar reikningskúnstir.
Aflamagnið sem leyft er að veiða i ár
er 4 tonnum meira á viku en i fyrra.
Við sendum sjávarútvegsráðuneytinu
mótmælaskeyti en ef marka má fyrri
viðbrögð þeirra gagnvart okkur er
þess vart að vænta að þeir virði
okkur svars. Þeir hafa ekki gert það
hingað til,” sagði Snæbjörn.
Það er því ekki við því að búast að
rækjusjómenn á Bildudal haldi til
hafs næstu dagana og ekki fyrr en
einhver viðbrögð hafa orðið hjá
ráðuneyti. Fleira spilar inn í því eins
og Snæbjörn sagði: „Við erum ekki
einungis í striði við ráðuneyti heldur
einnig við Rækjuver hf„ sem greiðir
fyrir hráefnið þegar því býður svo við
að horfa.”
-SSv.
DB-mynd Jóhann A. Kristjánsson.
Hörkuspymur við Straumsvík
Önnur kvartmílukeppni sumarsins
var haldin á Kvartmílubrautinni við
Straumsvík á laugardaginn. Keppendur
voru heldur færri en í fyrri keppninni
en þrátt fyrir það var keppnin harðari..
Mest bar þar á Benedikt Eyjólfssyni
sem stundaði það að prjóna 428 cid.
Pontiacnum sínum. Benedikt vantaði
einungis 0,08 sek. á tíma sinn til að
setja nýtt íslandsmet en hann sigraði i
Street Alterd flokknum. Aðrir sigur-
vegarar urðu Guðmundur Kjartansson
í Standard flokki, Valur Vífilsson í
Street Eliminator flokki og Ari
Jóhannsson i mótorhjólaflokki.
JAK
Fjárlagaf rumvarpið í dag:
MIÐAR VK) 25% VERD-
BÓLGU A ÁRINU1982
—frá ársbyrjun til ársloka og um 30% hækkun milli áranna
Gert er ráð fyrir um 30 prósent
verðbólgu milli ársins í ár og hins
næsta í fjárlagafrumvarpinu, sem
lagt verður fram í dag, eins og DB-
hefur skýrt frá. Nánar tiltekið er
miðað við að verðbólgan verði 33%
frá miðju ári 1981 til miðs árs 1982.
Á árinu 1982 er í forsendum frum-
varpsins gert ráð fyrir, að verðbólgan
verði 25 prósent frá ársbyrjun til árs-
loka.
Þetta þýðir að hraði
verðbólgunnar verður að vera
kominn niður í um 20% seinni hluta
næsta árs.
Stjórnarliðar hafa ekki verið á eitt
sáttir um þessi markmið og sumum
þeirra þótt stefnan óraunhæf miðað
við komandi kjarasamninga og á-
standatvinnuveganna. -HH.
frjálst, úháð dagblað
MÁNUDAGUR12. OKT. 1981.
Ólafur Kristján Ólafsson sem lézt I
bílslysinu.
r
Utafakstur í Svínahrauni:
EINN LÁTINN
0GANNAR
í LÍFSHÆTTU
27 ára gamall Reykvikingur,
Ólafur Kristján Ólafsson, til heimilis
að Langholtsvegi 93, beið bana í
bílslysi á Suðurlandsvegi í Svína-
hrauni aðfaranótt sl. laugardags.
Hann var farþegi í bifreið en öku-
maðurinn, ungur Kópavogsbúi,
liggur á gjörgæzludeild Borgar-
spítalans, lífshættulega slasaður.
Slysið varð með þeim hætti að
Volvo Amazon-bifreið, árgerð 1966,
sem hinir fyrrnefndu voru i, var ekið
niður brekkuna fyrir neðan skíða-
skálann í Hveradölum. í beygjunni
neðst í brekkunni fór bifreiðin út af,
hentist út í hraun, endastakkst og fór
nokkrar veltur áður en hún
stöðvaðist, tugum metra frá
veginum. Köstuðust ökumaður og
farþegi úr henni og er talið að far-
þeginn hafi látizt samstundis. Hann
Iætur eftir sig konu og barn. -KMU.
Vinningur vikunnar:
Tíugíra
reiðhjól frá
Fálkanum hf.
Vinningur I þessari viku er 10
glra Raleigh reiöhjói fró Fólk-
anum, Suöurlandsbraut 8 í Reykja-
vík.
I vikunni veröur birt, ú þessum
staö í bluöinu, spurning tengdsmó-
augiýsingum Dagblaðsins. Najh
heppins óskrifanda verður síðan
birt daginn eftir i smóauglýsingun-
um og gefst honum tœkifœri til að
svara spurningunni. Fyigizt vel
meö, óskrifendur. Fyrir nœstu
helgi veröur einn ykkar glœsilegu
reiöhjóli ríkari.
_n[ o'ííz
“ Q 15'
IVjNlNjNfcURl
IVIKUHVERRI
c ískalt
beven up
p
hressir betur.