Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 18
18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981.
«
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþrótl
Best-lausir Valsmenn
töpuðu fyrir Cosmos
—bandaríska liðið vann 6-2 í jöfnum leik!
Ballesteros
meistari
— ogsýndifrábært
golfíWentworth
Severiano Ballesteros, hinn 24ra ára
| golfsnillingur frá Spáni, sigraði Banda-
rikjamanninn Ben Crenshaw i úrslitum
heimsmeistarakeppninnar í golfi —
| World match play golf championship
■ í Wentworth á Englandi i gær. Var
| einni holu yfir eftir úrslitaholurnar 36.
Hlaut 30 þúsund sterlingspund i fyrstu
verðlaun en Crenshaw 16 þúsund. Eftir
fyrstu 18 holumar í gærmorgun hafði
Crenshaw tvær hoiur yfir. Ballesteros
minnkaði muninn á 21. braut og jafn-
aði á þeúri 24. Náði í fyrsta skipti for-
ustu á 28. braut. Var fjórum fetum frá
í holunni eftir upphafshöggið. Texasbú-
inn vann tvær þær næstu en tveir
„fuglar” Spánverjans á 33. og 34.
: braut gerðu það að verkum að hann
komst aftur holu yfir. Hélt holu-for-
skotinu á þeim tveimur brautum sem
i eftir voru. Crenshaw var klaufi á þeirri
síðustu, þegar honum mistókst sjö feta
pútt.
Í keppninni um þriðja sætið sigraði
| Bill Rogers, USA, Vestur-Þjóðverjann
Bernhard Langer 4/3. í undanúrslitum
sigraði Ballesteros Langer 5/4 og Cren-
i shaw sigraði Rogers, stórvin sinn frá
! Texas, 1/0. í 8 manna úrslitum á föstu-
dag, undanúrslitin voru á laugardag,
sigraði Bill Rogers Gary Player, Suður-
Afríku 2/1, Crenshaw sigraði David
Graham, Ástralíu, 4/2, Langer sigraði
Brian Barnes, Bretlandi, á 39. braut
eftir að þeir höfðu verið jafnir eftir 36.
Ballesteros lék frábærlega vel gegn
Greg Normann, Ástralíu, á föstudag.
Sigraði 8/6 — það er var átta holum
yfir, þcgar sex voru eftir.
-hsím.
Dýri Guðmundsson 1 góðu færí framan við mark Cosmos. Hann fékk knöttinn eftir hornspyrnu en hitti hann illa og skotið fór framhjá.
Þeir fáu sem lögðu leið sina á Laug-
ardalsvöllinn til að horfa á leik Vals og
New York Cosmos urðu ekki vitni að
neinum meistaratöktum. Fátt i leik
Cosmos benti til að þar væri á ferð lið
sem lagt hefur að velli mörg af fræg-
ustu félagsliðum heims. Valsmenn
höfðu í fullu tré við bandaríska liðið
lengst af, og ef vörn Vals hefði ekki
verið eins og gestamóttaka siðasta
stundarfjórðunginn er ómögulegt að
segja hvernig hefði getað farið.
Fjarvera George Best, en eins og
kunnugt er rifti umboðsmaður hans
samningnum við Val kvöldið fyrir leik-
inn, er sennilega aðalorsökin fyrir!
dræmri aðsókn, áhorfendur voru
aðeins um eitt þúsund. Vonbrigði Her-
manns Gunnarssonar hljóta að hafa
verið mikil. Hann lék þarna sinn
síðasta leik með Val, var með síðustui
tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik. Til
stóð að Hermann léki við hlið knatt-
Hafþórí3ja
leikja bann
— og Bordeaux fékk sekt
Hafþór Sveinjónsson, leikmaðurinn
tvitugi í Fram-liðinu i knattspyrnu, var
dæmdur i þriggja leikja bann í Evrópu-
keppni af aganefnd Knattspyrnusam-
bands Evrópu i Bern á laugardag.
Hafþóri var vikið af velli í leik Dundalk
og Fram í Evrópukeppni bikarhafa á
íslandi 30. september sl. Þrir aðrir leik-
menn fengu 3ja leikja bann, Philippe
Millot, St. Etienne, Thomas McLean,
Glasgow Rangers og Alan Curtis,
Swansea. Mario Guidetti, Napoli, fékk
strangasta dóminn. Fimm leikja bann
en Vahid Halihodzic, Nantes og
Padraic O’Connor, Athlone Town, ír-
landi, voru dæmdir i fjögurra leikja
bann.
Ýmis félög fengu viðurlög, Utrecht,
Hollandi, verður að leika tvo næstu
UEFA-leiki sina i minnst 150 km fjar-
lægð frá leikvelli sínum. Bordeaux var
dæmt f 1000 franka sekt vegna seink-1
unnar á UEFA-leiknum við Vfking i
Bordeaux 30. september.
spyrnusnillingsins George Best í
kveðjuleiknum, en því miður varð
ekkertúrþví.
Valsmenn voru mjög ákveðnir
framan af og náðu verðskuldaðri for-
ystu á 19. mín. Hilmar Sighvatsson
fékk góða sendingu frá Njáli Eiðssyni
og skoraði örugglega af 10 metra færi.
Cosmos byrjaði á miðju, Giorgio
Chinaglia komst einn inn fyrir og jafn-
aði, tvö mörk á sömu mínútunni. Strax
á fyrstu mínútu síðari hálfleiks átti
Þorvaldur Þorvaldsson skot að marki
Cosmos frá vítateig, knötturinn fór í
innanverða stöngina, þvert fyrir mark-
ið og út'af hinum megin. Chinaglia
náði forystunni fyrir Cosmos á 54.
mín. með marki af stuttu færi eftir
sendingu frá Seninho. Tveimur min-
útum síðar skoraði svo Bogicevic þriðja
mark Cosmos. Valsmenn gáfust ekki
upp, Skotinn John Main minnkaði
muninn á 2—3 á 68. mín. og skömmu
síðar munaði litlu að Cosmos skoraði
sjálfsmark.
Chinaglia skoraði sitt þriðja mark á
76. mín., 2—4, og allt opnaðist upp á
gátt hjá Val. Á 89. mín. lyfti Romero
snyrtilega yfir Ólaf markvörð, 2—5, og
Bogicevic bætti sjötta markinu við
Enneitt
áfallið
hjá Fram
Fram hefur orðið fyrir enn einu
áfallinu í handknattleiknum. Hannes
Lelfsson, sem var bezti maður liðsins á
Reykjavikurmótinu, varð fyrir slysi i
vinnu sinni i siðustu viku og lék ekki
með iiðinu á laugardag gegn KR.
Hannes er trésmiður og ienti með
fingur i rafmagnssög. Slæmt sár fyrir
handknattleiksmann og ólíklegt að
Hannes geti ieikið með f þremur fyrstu
umferðunum i 1. deild i þessum mán-
uði. Siðan verður gert hlé á mótinu.
Fjórða umferðin um miöjan nóvember.
-hsim.
þegar tvær mínútur voru komnar fram
yfir venjulegan leiktíma.
Það var lítill kraftur í leikmönnum
Cosmos lengst af og með smáheppni
hefðu úrslitin getað orðið mun hag-
stæðari fyrir Valsmenn. Chinaglia
virðist þungur en markheppinn er
hann, ávallt á réttum stað á réttum
tíma. Paraguay-leikmaðurinn Romero
og Júgóslavinn Bogicevic voru beztir
hjá Cosmos ásamt markvörðunum.
Njáll Eiðsson lék mjög vel hjá Val
framan af en var skipt út af í hálfleik.
Hann, Hilmar Sighvatsson og Dýri
Guðmundsson voru beztu menn Vals.
Skotarnir, í iiði Vals, Grant og Main,
áttu ágæta kafla en eru greinilega í lít-
illi æfingu.
Þar með er knattspyrnuvertiðinni hér
heima endanlega lokið. Haustið hefur
verið viðburðaríkt, HM-leikir, Evrópu-
leikir og New York Cosmos. En fjar-
vera George Best skyggði á lokaleikinn.
Hann varð aldrei sá punktur yfir i-ið
sem menn höfðu vonazt efdr.
-VS.
Matthias Hallgrimsson getur ekki leynt vonbrígðum sinum þegar skot Hilmars
Sighvatssonar smýgur rétt yfir slá Cosmos tnarksins. DB-mynd Bjarnleifur.
Punktalínan
Úrslit 1 handknattleiksleikjum
| sfðustu viku og helgarinnar:
1. deild karla
Vikingur-Þróttur 18—16
KA-Valur 18—20
Fram-KR 20—29
1. deild kvenna
Víkingur-Þróttur 27—14
Akranes-FH 14—22
Fram-KR • 22—18
ÍR-Valur 18—23
2. deild karla
Haukar-Afturelding 23—23
Fylkir-Týr 20—16
Þór Ve.-Stjarnan 24—17
Breiðablik-Týr frestað
2. deild kvenna
Haukar-Grindavik 33—5
Fylkir-Stjarnan 11—12
HK-ÍBV 5—15
Breiðablik-Afturelding 14—8
Selfoss-Haukar 11—22
3. deild karla
Ármann-Ögri 35—10
Akranes-Þór Ak.' 19—22
Ögri-Dalvik 15—24
Selfoss-Grótta 14—23
Reynir S.-Þór Ak. 28—31
Keflavík-Ármann 18—19
Skallagrimur-Dalvik 23—38
Grótta
Þór Ak.
Ármann
Dalvik
Akranes
Reynir S.
Keflavík
Selfoss
Skallagrimur
Ögri
DB þakkar þeim fjölmörgu sem
hringdu og tilkynntu úrslit og ma.ka-
skorara og hvetur fleiri til að hafa sam-
band á sunnudögum i vetur.