Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981.
Islendingar vilja líka vera ungir og fallegir:
Snyrtivörur fyrir tæpa tvo
mílljarða gkr. tillandsins ’80
—og þá er ekki nema brot af sögunni sagt
Snyrtivörur ýmiss konar voru
fluttar til íslands fyrir 1,8 gamlan
milljarð eða 18 milljónir nýrra króna
á síðasta ári. Er þetta verðmæti var-
anna kominna hingað til lands. Sem
segir reyndar ekki nema brot af
sögunni því hér á landi leggjast ótal
liðir við þessa tölu. Einnig vantar á
það sem framleitt er hér á landi.
Við sögðum fyrir nokkru frá því að
Norðmenn kaupa sér snyrtivörur fyrir
milljarð norskra króna árlega. Er það
1,3 milljarðar íslenzkra króna.
Okkur lék forvitni á að vita hvað við
gerðum í samanburði við þessa
frændur okkar.
Skemmst er að segja frá því að þær
upplýsingar sem fyrir liggja eru mjög
ófullnægjandi. Til er verzlunar-
skýrsla Hagstofunnar frá því í fyrra
þar sem kemur fram innflutningur í
tonnum, fob-verð (verð á vörunni
kominni í skip erlendis) og cif-verð
(verð á vörunni kominni að landi
hér). Þar kemur í Ijós að flutt voru
inn 425,9 tonn af vörum sem telja má
snyrtivörur fyrir 1.871.780 gkróna.
Skiptingu þessarar vöru i flokka má
sjáátöflu hérásíðunni.
En hvað þýðir þetta í raunverulegu
útsöluverði til neytenda? Það er
spurning sem hvorki ég né Jónas
Steinarsson, sem ég leitaði liðsinnis
hjá hjá Félagi íslenzkra stórkaup-
manna, treystum okkur til að svara.
Tollur á þessar vörur er mjög mis-
munandi. Hann er frá 0 (vörur frá
EFTA og EBE löndum) og upp í
80%. Áður en hann er lagður á þarf
að reikna nákvæmt gengi þess dags
og jafnvel þess klukkutima sem varan
kemur til landsins á. Þá vantar einnig
kostnað við uppskipun og geymslu
vörunnar á hafnarbakkanum.
Eftir að tollur hefur verið lagður á
bætist á vöruverðið 30% vörugjald.
Leggst það á allar snyrtivörur eftir
því sem stúlka á tollskrifstofunni
sagði mér. Siðan leggst 3% jöfnunar-
gjald ofan á sumar þessar vörur en
aðrar ekki. Flækir það enn dæmið.
Þá er komið að söluaðilanum.
Álagning í heildsölu og smásölu er
misjöfn. Til dæmis er hún minni ef
sami aðili er bæði heildsali og smásali
en ef um sinn aðilann er að ræða í
hvoru fagi. Svona sem dæmi má
taka sápu sem er með 9% heildsölu-
álagningu og 31% smásöluálagningu
í hámarki. En ekki nýta sér allir þó
þessa álagningu til fulls.
Heiðar Jónsson í Ocúlus sagði mér
þannig að hann margfaldaði alla
vöru hjá sér þegar hún kæmi með
72,9, eða hækkaði hana um 72,9%.
Þar af er söluskatturinn 22% og
leggst hann ofan á álagningu kaup-
mannsins. Það er því ekkert svo
voðalega mikið sem kaupmaðurinn
fær í sinn hlut í þessu tilfelli.
Við sjáum því að hér hefur varan
hækkað um helming a.m.k. Síðan
bætast við vextir og ýmis kostnaður
þannig að verð vörunnar á enn eftir
að hækka nokkuð. Hversu mikið er
erfitt aðsegja.
Sitthvað
framleitt hér
En þó mikið sé flutt inn af fullunn-
um snyrtivörum er sitthvað framleitt
hér á landi. Má nefna sápur, sjampó,
tannkrem og jafnvel varaliti. Auð-
vitað er frumefni í þessa vöru flutt
inn, ýmist í duftformi eða fljótandi
formi. Ég sé satt bezt að segja ekki af
þeim upplýsingum sem ég hef hvort
þetta frumefni er inni í þessum tölum
sem sjá má í töflunni. En verðmæti
vörunnar, hvort sem svo er eða ekki,
margfaldast auðvitað við það að fara
i gegnum hendur framleiðenda hér í
stað þess að gera það erlendis. Ekki
svo að skilja að ég meini með þessu
að óhagstæðara sé að vinna þetta
verk hér en úti, ég á aðeins við það að
tölur um innflutning gefa þá enn
verri mynd en fyrr.
500—1000 manns
Tölur um það hversu margir vinna
við snyrtiiðnaðinn eru ekki síður á
reiki. Bæði ómenntað fólk og
menntað vinnur við að búa til snyrti-
vörur, selja þær, snyrta aðra með
þeim og veita leiðbeiningar um
notkun. Snyrtivörur eru eins og állir
vita bæði seldar í sérstökum verzlun-
um, í sérdeildum lyfjabúða og í kjör-
búðum. Þeir sem vinna við að selja
þær selja sumir margt annað þannig
að erfitt er að vita hvað marga skal
telja. Sama er einnig að segja um þá
sem vinna við snyrtingu. Á til dæmis
að telja hárgreiðslufólk með? Nú'
vinnur það við að setja hárliðunar-
vökva í hár fólks með öðru og þessi
efni teljast óneitanlega til snyrtivara.
Heiðar Jónsson sló á að með hár-
greiðslufólki talið, ynnu ábyggilega
þúsund manns við snyrtiiðnaðinn. Ef
það væri ekki talið með væri hægt að
helminga þá tölu.
Enginn veit samt í rauninni hvað
fólkið er margt. Til dæmis koma
öðru hvoru upp einhvers konar æði í
snyrtivörur sem seldar eru í heima-
húsum án nokkurs eftirlits eða vitn-
eskju. Hver man til dæmis ekki eftir
Oriflame æðinu sem hér gekk fyrir
6—7 árum?
Smekkurinn
sffellt dýrari
Ég spurði Heiðar hvernig fólk hag-
aði hjá honum innkaupum á snyrti-
vörum. Konur eru þar auðvitað við-
skiptavinir í yfirgnæfandi meirihluta
því islenzkir karlmenn virðast jafnvel
seinni að taka við sér í þessum efnum
en frændur þeirra í Noregi sem eru
Ung og fögur með hjálp snyrtivara. DB-myndir Einar Óiason. Teikning
Ragnhildur Ragnarsdóttir.
vaxandi viðskiptavinir snyrtivöru-
verzlana. Heiðar sagði að ungu stúlk-
urnar keyptu sér yfirleitt lítið í einu.
Einn varalit þennan mánuðinn og
augnskugga í þeim næsta. Eldri
konur keyptu aftur í meira mæli heilu
línurnar. Þeim virtist ekki bregða við
lengur þó það væri dýrt. Fyrir
nokkrum árum hefðu konur hrokkið
við þegar verð dýrustu vörunnar var
nefnt. Nú aftur á móti sagði Heiðar
að þær virtust vita á hverju þær ættu
von. Þær kæmu inn og bæðu um
þessar dýru vörur og borguðu að því
er virtist án þess að kippa sér upp við
'verðið. Það færist sífellt í vöxt að
kaupa dýrar snyrtivörur og þær
ódýrari seljast tiltölulega minna en
áður. Heiðar sagðist telja ástæðuna
af tvennum toga. Annars vegar væri
það að dýru vörurnar væru betri og
drýgri og því í rauninni ódýrari til
langframa en þær ódýru í innnkaupi.
Hins vegar sagði hann að það væri
greinilegt að smekkurinn væri orðinn
dýrari en áður. Nú væri t.d. varalitur
ekki lengur bara varalitur heldur
skipti orðið máli hvaðan hann kæmi.
Úr nógu virðist að velja. Heiðar
sagðist halda að á milli 25 og 30
stórar „línur” væru á boðstólum af
snyrtivörum. Innan hverrar „linu”
væru síðan ótal vörufiokkar. Hann
gat nefnt mér dæmi um eina með 400
ólíkar tegundir og væri hún langt frá
því að vera stærst. ísland er að hans
dómi með sérstöðu í góðu og fjöl-
breyttu úrvali, úrvalið er til dæmis
meira hér en i Noregi þar sem Heiðar
sagðist hafa unnið í stórri snyrtivöru-
verzlun. Ekki þorði hann að gizka á
heildartölu fyrir fjölda merkja þegar
allt er talið en ljóst er að hún veltur á
þúsundum. -DS.
Liklega vinna á milli fimm hundruð og
þúsund manns á einhvern hátt við
snyrtivörur. Þessi stúlka er ein þeirra,
vinnur i snyrtivöruverzlun.
INNFLUTNINGUR A SNYRTIVÖRUM
TIL LANDSINS ÁRIÐ 1980
Nafn í verzlunarskýrslu Tonn cif verð
Hárliðunarvökvar, hárliðunarduft og önnur hársnyrtiefni 187,3 417313
Andlitsduft 2,1 22.042
Húðkrem, húðolía, rakspritt o.þ.h. 131,6 721.106
Ilmvötn 43 60.150
Naglasnyrtiefni 7,0 54.020
Rakkrem og háreyðingarkrem 6,2 21.929
Tannsnyrtiefni 70,5 184.052
Varalitur 2,6 42.442
llmvötn, hreinlætis- og snyrtivörur í settum 03 6.825
Annað I nr. 33.06 (hreinlætis- og snyrtivörur) 10,5 82.393
Handsápa (toiletsápa) 126,9 200.483
Raksápa 1,1 4227
SAMTALS Upphœðir aru i gömlum krónum. 425,9 1.817.780