Dagblaðið - 12.10.1981, Side 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981
19
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Þráttur í2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa:
Frábær markvarzla og
sterkur vamarleikur
—þegar Þráttur sigraði norska liðið Kristiansand aftur 18-16 í Noregi í gær
Þróttur sigraði því íbáðum leikjunum
„Frábær markvarzla Ólafs Bene-
diktssonar og slerkur varnarleikur
lagfli grunn að sigri Þróttar. Við erum
mjög ánægflir mefl sigurinn, 18—16,
og sigruðum því norska liðið 1 báðum
leikjunum,” sagði Einar Sveinsson,
einn af leikmönnum Þróttar, þegar DB
ræddi við hann i Kristiansand i gær.
Þróttur vann öruggan sigur á norska
liðinu í síðari leik þeirra, 18—16, eftir
10—9 f hálfleik. Sigraði þvi í báðum
leikjunum, 24—21 hér heima — 42—37
samanlagt. Þetta er góður árangur hjá
Þrótti, sem nú tekur i fyrsta skipti þátt í
Evrópukeppni. Með þessum sigrum er
Þróttur kominn i 2. umferð Evrópu-
keppni bikarhafa i handknattleik.
„Áhorfendur hér í Kristiansand voru
rúmlega tvö þúsund og meðal þeirra
Körfuspjaldið
Úrslit f körfuknattleiksleikjum
siðustu viku og helgarinnar.
Urvalsdeild
ÍS-KR 69—76
1. deild kvenna
KR-Njarðvík 81—30
1. deild karla
Keflavik-Haukar 105— 78
Skallagrímur-Grindavík 91—82
2. flokkur karla
ÍR-Valur 52—73
2. fiokkur kvenna
KR-ÍR 43—17
Keflavík-Haukar 19—40
Reykjaskóli-Grindavík frestað
3. flokkur karla
Keflavík-Haukar 42—75
Njarðvík-ÍR 57—42
4. flokkur karla
Grindavík-Breiðablik 55—10
Njarðvik-Keflavík 49—45
5. flokkur karla
Skallagrímur-KR frestað
Grindavík-Breiðabiik 22—10
Fram-Valur 12—14
Bæði 4. og 5. flokkur Grindavíkur
„héldu hreinu” i fyrri hálfleikjum
liðanna gegn Breiðabliki, 12—0 í hálf-
leik í 5. flokki og 30—0 i 4. flokki! í 4.
flokki skoraði Hjálmar Hallgrímsson
mest fyrir Grindavík, 22 stig og í 5.
flokki var Hannibal Guðmundsson
stigahæstur Grindvíkinga með 8 stig.
voru tæplega 60 íslendingar. Stuðning-
ur þeirra var hreint frábær. Það
heyrðist lítið minna í þeim en tvö þús-
und Norðmönnum,” sagði Einar
Sveinsson.
„Norðmennirnir höfðu heldur ekki
ástæðu til að fagna mjög í leiknum.
Sigurinn var miklu öruggari en lokatöl-
urnar gefa til kynna. Um tíma í síðari
hálfleiknum var staðan 15—11 fyrir
Þrótt og með þremur mörkunum, sem
við höfðum frá fyrri leiknum, var
munurinn sjö mörk. Greinilegt að
áhorfendur höfðu enga trú á að norska
liðið mundi vinna þann mun upp. Óli
Ben. var í miklu stuði í markinu og
varði meðal annars tvö vítaköst
norskra. í heild var þetta allgóður
leikur hjá Þrótti, betri en fyrri leikur-
inn við Kristiansand hér heima. Þó
ekki eins góður leikur í-heild og Þróttur
átti gegn Víking í 1. umferð íslands-
mótsins á fimmtudag,” sagði Einar.
Norðmenn komtist
í 3—1
Eins og í leiknum í Reykjavík byrjaði
norska liðið betur í gær. Komst í 3—1 í
byrjun. Þróttur jafnaði í 3—3 og fyrri
hálfleikurinn var mjög jafn. Eins
marks munur Þrótti yfirleitt í hag. 10—
9 í hálfleik fyrir Þrótt. í upphafi síðari
hálfleiks reyndu Norðmenn að taka
Sigurð Sveinsson úr umferð. Létu
mann elta hann. Það heppnaðist ekki
og vörnin hjá Kristiansand opnaðist oft
illa við það. Það nýttu línumenn Þrótt-
ar sér vel, Magnús Margeirsson skoraði
þrjú mörk af línunni í leiknum, og
Ólafur H. Jónsson var með tvö. Þrótt-
ur komst í 12—9 — skoraði tvö fyrstu
Komnirtil
Swansea
íslenzku landsliðsmennirnir í knatt-
spyrnu komu til Swansea 1 nótt kl. tvö
að brezkum tima. Leikmennirnir fóru
utan kl. 17.00 í gær og hittu atvinnu-
mennina, alla nema Arnór
Guðjohnsen, 1 Lundúnum. Síðan var.
haldið til Swansea. Arnór er
væntanlegur í dag. Kl. 11 ■ morgun var
æfing og verður aftur síðar í dag. Allir
leikmenn ísl. liðsins eru heilir og
ákveðnir í að gera sitt bezta í HM-
leiknum á miðvikudag. Mikil skrif eru
um leikinn i blöðunum í VVales þvi
leikurinn er ákaflega þýðingarmikill
fyrir Wales. Welska liðið verður aö
sigra með nokkrum mun til að hafa
möguleika að komast á HM á Spáni.
-hsim.
mörkin í hálfleiknum. Eftir það var sig-
urinn nokkuð öruggur, 15—11 um
tíma, og lokakafla leiksins léku leik-
menn Þróttar yfirvegað. Hleyptu ekki
upp neinum hraða eða látum. Liðs-
heildin var mjög sterk hjá Þrótti allan
tímann — enginn gaf eftir. öruggur
sigur í höfn.
„Dómarar leiksins voru finnskir.
Dæmdu mjög vel og leyfðu talsverða
hörku. Kristiansand fékk fimm víta-
köst í leiknum. Nýtti aðeins tvö. Tvisv-
ar varði Óli Ben. og í eitt sinn lenti
knötturinn í stöng. Einum leikmanni
norska liðsins var vikið af velli, tveimur
úr Þrótti,” sagði Einar Sveinsson.
Leikmenn Þróttar voru í sjöunda
himni með sigurinn og Norðmenn tóku
tapinu vel. Óskuðu íslenzku leikmönn-
unum til hamingju með sigurinn og
góðs gengis i komandi leikjum. Flestir
leikmenn Þróttar koma heim í dag.
Mörk Þróttar i leiknum skoruðu Jón
Viðar Sigurðsson 4, Sigurður Sveinsson
4/2 en Þróttur fékk tvö vítaköst í leikn-
um og Sigurður skoraði úr báðum.
Magnús Margeirsson og Páll Ólafsson
skoruðu 3 mörk hvor, Jens Jensson og
Ólafur H. Jónsson tvö mörk hvor.
Kristiansand var með nær alveg
sama lið og í Reykjavík. Þó vantaði
einn góðan mann. Hornamenn liðsins
skoruðu nær öll mörkin í fyrri hálfleik
en i þeim síðari tókst Þrótti að „klippa
á” fléttur þeirra. . ,
OSKABYRJUN KEFLVIKINGA
Keflvikingar unnu góðan sigur á
hinu unga og efnilega liði Hauka 1 1.
deildinni 1 körfuknattleik á laugardag,
105—78. Góð byrjun Keflvíkinga sem
tvö undanfarin ár hafa lent 1 2. sæti
deildarinnar.
Leikurinn fór rólega af stað, Kefla-
vík var yfir, 8—5, eftir 5 mín. Þá fór
allt í gang, Keflvíkingar beittu stífri
pressu um allan völl og skoruðu 20 stig
í röð á 3 mínútum, staðan orðin 28—5.
Haukar náðu þá að rétta aðeins sinn
hlut, 46—31 í hálfleik. Keflavík jók
smám saman forskotið í síðari hálf-
leik og sigraði með 27 stiga mun.
Tim Higgins var bezti maður
vallarsins, skoraði 40 stig fyrir Keflavík
og mistókst varla skot. Björn V. Skúla-
son skoraði 17, Einar Steinsson 12.
Dakarsta „Spói” Webster skoraði 30
stig fyrir Hauka, þar af 20 í síðari hálf-
leik. Pálmar Sigurðsson var með 19 og
Hálfdán Markússon 14.
-VS.
Handknattleikur um helgina:
STJARNAN BYRJAR VEL
vann góða sigra í2. deild karla og kvenna
Nýliðar Stjörnunnar 1 2. deild
karla i handknattleik unnu góðan sigur
i Vestmannaeyjum gegn Þór sem
einnig kom upp úr 3. deild í fyrra.
Stjarnan sigraði 24—27, i þokkalegum
leik sem var mjög jafn lengst af, 11—12
1 hálfleik. Þegar um 10 minútur voru til
leiksloka náði Stjarnan fjögurra marka
forskoti, 18—22, og það reyndist of
mikið fyrir Þórara. Gunnar Einarsson,
þjálfari Stjörnunnar, var langbezti
maður vallarins og skoraði 11 mörk,
Magnús Andrésson var næstur með 5.
Andrés Bridde skoraði 5 mörk fyrir
Þór, Herbert Þorleifsson 4. Einar
Birgisson markvörflur var beztur i liði
Þórs.
-FÓV.
Fylkir-Týr 20-16
Hitt Eyjaliðið í 2. deild, Týr,
tapaði fyrir Fylki í Reykjavík á
föstudagskvöldið, 20—16. Leikurinn
var mjög jafn en Týr hafði forystu í
hálfleik, 8—11. Fylkismenn komust í
fyrsta sinn yfir 10 mínútum fyrir leiks-
lok og tryggðu sér sigurinn á loka-
mínútunum. Týr átti einnig að leika við
Breiðablik í ferðinni en þeim leik var
frestað.
Akranss-Þór, Ak. 19—22
Slakur leikur beggja liða sem ættu að
verða í toppbaráttu 3. deildar. Þór
hafði forystu allan leikinn, 8—13 í
hálfleik og lið Akurnesinga lék mjög
illa. Átti aldrei möguleika. Flest mörk
Skagamanna skoruðu Ólafur
Jóhannesson 7 og Pétur Ingólfsson 5.
Þór: Sigtryggur Guðlaugsson og
Guðjón Guðmundsson 5 hvor.
Dalvlk fókk 4 stig
Þriðjudeildarlið Dalvíkur brá sér
suður og lék tvo leiki. Vann Ögra í
Laugardalshöllinni á laugardag 15—24
og hélt síðan upp í Borgarnes. Þar lék
heimaliðið, Skallagrímur, sinn fyrsta
leik í 3. deild. Gestirnir sigruðu örugg-
lega, 38—23, höfðu forystu 20—12 í
hálfleik. Mikið skorað, Sveinbjörn
mest fyrir Skallagrím, 7 mörk.
Selfoss-Grótta 14—23
Tvö ung og efnileg 3. deildarlið
mættust á Selfossi. Jafnt framan af,
9—8 í hálflei, Gróttu í vil. í síðari hálf-
leik dró sundur með liðunum og Grótta
vann með 9 marka mun. Jóhann
skoraði flest marka Gróttui, 7, þar af 5
úr vitaköstum.
Keflavfk-Ármann 18—19
Hörkuspennandi 3. deildarleikur í
Keflavík.Jafnt allan tímann, 11—9 í
hálfleik, Ármanni í vil. Einar Eiríksson
skoraði mest fyrir Ármann, 5 mörk.
Akranes-FH 14-22
Þessi !ið mættust í l. deild kvenna á
föstudagskvöldið og sigur FH var
öruggur eins og búast mátti við.
Ragnhildur Sigurðardóttir skoraði flest
mörk Skagastúlknanna, 8 talsins.
Margrét Theodórsdóttir og Kristjana
Aradóttir skoruðu mest fyrir FH.
Fylkir-Stjarnan 11—12
Nokkuð óvæntur sigur Stjörnunnar
í 2. deild kvenna. Fylkir hafði forystu
lengst af, 6—4 í hálfleik, en undir lokin
komst Stjarnan yfir og sigraði.
Óheppni Fylkisstúlknanna var mikil,
og þær áttu stangarskot 5 sekúndum
fyrir leikslok. Mörk Stjörnunnar:
Vilborg Baldursdóttir 4, María
Grétarsdóttir 3, Magnea Magnúsdóttir
og Ólöf Finnsdóttir 2 hvor og Helga
Bragadóttir 1.
Selfoss-Haukar 11—22
Haukastúlkurnar stefna beint í 1.
deild á ný og hafa unnið tvo góða sigra
í 2. deild. Björg Jónatansdóttir skoraði
flest mörk liðsins á Selfossi, 6 alls.
Haukar komust í 7—0 og 8—1 en
Selfossstúlkurnar minnkuðu muninn í
9—8 fyrir leikhlé. —
Reynir S.-Þór. Ak. 23-31
Reynir stóð óvænt í Akureyrar-
liðinu í 3. deildinni á laugardag. Sand-
gerðingar höfðu forystu framan af en
Þór komst yfir fyrir hlé, þá var staðan
15—18 norðanmönnum í hag.
Guðmundur Árni Stefánsson þjálfari
skoraði flest mörk Reynis eða 9, Daníel
Einarsson, markakóngur úr knatt-
spyrnunni með Víði, skoraði 6,
Sigurður Guðnason 5 og Heimir
Mortens 4. Sigtryggur Guðlaugsson og
Guðjón Guðmundsson voru atkvæða-
mestirhjá Þór.
-VS.
Prakash Padukone, Indlandi.
Padukone varð
heimsmeistarí
Indverjinn Prakash Padukone varð
i gær heimsmeistari i einliðaleik karla,
þegar hann sigraði Kínverjann Han
Jian í úrslitum 15—0 og 18—16 á
heimsmeistaramótinu i badminton,
sem staðið hefur yfir síðustu daga í
Kuala Lumpur. Padukone lék frá-
bærlega í úrslitum og meistari Kína átti
enga möguleika 1 úrslitaleiknum.
í einliðaleik kvenna léku tvær
kinverskar stúlkur til úrslita Chen
Ruizhen sigraði Li Ling 12—10, 2—11
ogll-7.
í undanúrsiitum í einliðaleik karla
sigraði Padukone Chen Changjie,
Kína, i frekar léttum leik 15—6 og 15—
8. Han Jioan sigraði þá Hadiyanto,
Indónesiu, í hörðum leik 17—15, 13—
15 og 15—5. Það var á laugardag. í
einliðaleik kvenna, undanúrslit, vann
Chen Ruizhan Ivana Lie, Indónesiu,
11—5 og 11—5, en Li sigraði Wendy
Carter, Kanada, 11—2 og 11—3.
Af úrslitum i fyrstu umferðunum á
fimmtudag og föstudag, 8. og 9.
október, má nefna, að Kevin Jolly,
Englandi, vann Sartika, Indónesíu,
15—10, 15—13. Misbun Sidek,
Malasíu, vann Steen Fladberg,
Danmörku, 15—8 og 15—13, Morten
Frost, Danmörku, vann Syed Modi,
Indlandi, 15—3 og 15—6. Jalani Sidek,
Malasiu, vann Ray Stevens, Englandi,
8—15, 15—2 og 15—11. Wendy
Carter, Kanada, vann Gilian Gilks,
Englandi, 4—11, 11—8 og 11—9. Han
Jian, Kína, vann Kevin Jolly, 15—4 og
15—8. Padukone vann Steen Fladberg
15—2 og 15—10. Morten Frost vann
Nic, Yates, Englandi, 15—8 og 15—2.
Hadiyanto vann Morten Frost 17—15
og 15—3.
-hsim.
Ennsigrar
Úrslit i 1. deildinni á Spáni 1 knatt-
spyrnunni 1 gærkvöld urðu þessi:
Espanol-Osasuna 0—1
Valencia-Bilbao 4—0
Zaragoza-Real Madrid 2—2
Hercules-Betis 3—1
Sevilla-Cadiz 3—1
Atl.Madrid-Las Palmas 3—1
Sociedad-Gijon 3—0
Racing-Castellon 4—1
Valladolid-Barcelona 2—3
Staða efstu liða:
Sociedad 5 4 10 10—1 9
Osasuna 5 4 10 10—5 9
Barcelona 5 4 0 1 15—5 8
Zaragoza 5 3 2 0 7—3 8
Atl. Madrid 5 3 0 2 7—4 6