Dagblaðið - 12.10.1981, Síða 12
'MEBUWB
frjálst, óháð daghlað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Ft óttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjóri ritstjómar. Jóhannes Reykdal.
íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefáns-
dóttir, Elin Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Jóhanna Þráinsdóttir,
Kristján Már Unnarsson, Lilja K. Möller, Óiafur E. Friðriksson, Sigurður Svorrisson, Viðir Sigurðsson.
Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnloif sson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson,
og Sveinn Þormóðsson.
SkrHstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorloifsson. Auglýsingastjóri: IngóHur P. Steins
son. Drerfingorstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Stðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur. Þverholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur).
Sotning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12.
Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10
ÁskrHtarverð á mánuði kr. 85,00. Verö í lausasölu kr. 6,00.
Þau flýja flokkana
Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir
verið jafnleiðir á stjórnmálaflokkunum
og nú. ,,Ég var fljót að sjá, að það er
sama andlitið bak við grímuna alls
staðar,” var skoðun konu nokkurrar á
íslenzkum stjórnmálaflokkum, þegar
hún svaraði spurningu Dagblaðsins í síðustu skoðana-
könnun. ,,Það er enginn flokkur þess verður að kjósa
hann. Þeir bregðast allir,” sagði önnur. „Mér líkar
illa við þá alla.” ,,Hef gefizt upp á þeim öllum.” Þetta
voru algeng svör.
Dagblaðið hefur aðeins birt örlítið brot af um-
mælum hinna óákveðnu í þessa átt. Augljóst er, að
stærstur hluti þess rúma þriðjungs kjósenda, sem nú
getur ekki gert upp hug sinn um stuðning við ákveð-
inn flokk, er hundleiður á öllum flokkunum og telur þá
hafa brugðizt.
Hópur hinna óákveðnu hefur lengi verið stór. Hann
hefur vaxið, síðan Dagblaðið gerði skoðanakönnun í
maí, en áður á þessu kjörtímabili verið nærri jafnstór
og nú. Óánægjan með stjórnmálaflokkana er rótgróin.
En vafalaust gengur stærstur hluti þessara óákveðnu
kjósenda að kjörborði, þegar kosið verður. Kannski
tekst einhverjum flokkanna með áróðursbrögðum í
kosningabaráttu að vekja áhuga þessa fólks. Slíkt
hefur gerzt i undanförnum kosningum, en síðan hafa
kjósendur setið vonsviknir eftir.
Rúmlega fimmtungur kjósenda fékk mikinn áhuga á
hinum ungu mönnum Alþýðuflokksins í kosningunum
1978. Flokkurinn vann með eindæmum mikinn sigur.
Síðan fór Alþýðuflokkurinn í stjórn. Brátt varð ljóst,
að sú stjórn var ekki betri en þær, sem á undan fóru.
Ekkert bólaði á þeim umbótum, sem kjósendahópur
Alþýðuflokksins hafði bundið vonir við. Síðan hefur
þetta fólk verið á flótta frá Alþýðuflokknum.
í síðustu kosningum, í desember 1979, virtist
Framsóknarflokkurinn bjóða upp á leið út úr efna-
hagsvandanum, niðurtalningarleiðina svonefndu.
Kjósendur fengu nokkurn áhuga á þessum tillögum,
sem litu þokkalega út í samanburði við hina óttalegu
leiftursókn Sjálfstæðisflokksins. Framsókn vann í
kosningunum. En margir hafa síðan orðið fyrir von-
brigðum með stefnu þess flokks, þótt hann haldi
nokkurn veginn hlutfalli sínu í röðum þeirra, sem ekki
eru óákveðnir. Eðlilega finnst flestum, að áfram
hjakki í sama farinu. Ekki hafi verið stigin nein skref í
umbótaátt, sem skipti verulegu máli.
Óánægjan með Alþýðubandalagið birtist í síðustu
skoðanakönnun Dagblaðsins. Stór hluti launþega
hefur talið þetta sinn flokk. Alþýðubandalaginu hefur
haldizt þokkalega á sínu fylgi, þar til nú. Áhuginn
dvínar. Efasemdir kjósenda Alþýðubandalagsins vaxa.
Flokkurinn kemur fram sem harðvítugur flokkur ríkj-
andi kerfis. Gæðingapólitik og bitlinga er í algleym-
ingi. Forystumenn flokksins birtast helzt til að mæla
fyrir kjaraskerðingu eða að minnsta kosti andmæla
kjarabótum. Nú er hlaupinn leiði í kjósendalið
Alþýðubandalagsins. Ekki bólar á, að þar sé umbóta-
flokkur á ferðinni.
Skoðanakannanir Dagblaðsins og Vísis hafa á þessu
kjörtímabili sýnt, að þeir, sem á annað borð taka
afstöðu, telja sig standa næst Sjálfstæðisflokknum.
En enginn veit með neinni nákvæmni, hvað það þýðir,
nema þá helzt, að þetta fólk álíti sig fremur hægri-
sinnað. Enginn samnefnari er í Sjálfstæðisflokknum.
Enginn getur fullyrt, að honum haldist á því fylgishlut-
falli, sem hann fær í skoðanakönnunum i seinni tíð.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981.
FRIÐURSÉ
Skrýtin umræða
Öfugt við það sem sagt var í Skál-
holti á kirkjulegri ráðstefnu um frið-
arbaráttu eru það efnahagsleg og
pólitísk lögmál sem valda stórstyrj-
öldum. Ekki tortryggni eins ríkis i
garð annars eða hatur manna í mill-
um. Hvað um það. Ráðstefnan var
vafalaust þörf og verst að Kommún-
istasamtökunum var ekki boðið —
enda litil samtök án þingsæta.
Hvað sem menn halda um orsakir
stríðs þá er víst að þeir skynja hætt-
una meir en áður. Þó má segja að
umræðan sé skrýtin. Moggi ber blak
af NATO, spyr Þjóðviljann um af
hverju hann sláist ekki af afli gegn
SS-20-flaugum Sovétmanna og
kennir Sovétmönnum um stríðshætt-
una. Og auðvitað hefur hann eitt-
hvað til sins máls í einhverju. Þjóð-
viljinn gerir lítið úr stríðsundirbún-
ingi Sovétmanna, gerir einhliða
kröfur til NATO og spyr Mogga af
hverju hann sláist ekki af afli gegn
vígbúnaðj NATO. Og spyr og segir
eitthvað með réttu. En hvorugur
armurinn í herstöðvabaráttunni
viðurkennir nokkra glóru í málflutn-
ingi hins. Striðið er algjört. Að auki
forðast málsaðilar að fjalla um
áleitnar spurningar eins og:
— Hverjar eru raunverulegar
áætlanir NATO á Islandi?
— Hver á stríðsviðbúnaður ís-
lendinga sjálf ra að vera?
— Hverjar eru áætlanir Sovétríkj-
anna á norðurslóðum?
Ég tel einsýnt að meginstefna
Kommúnistasamtakanna gefi tilefni
til mun frjósamari umræðna vegna
þess að hún byggir á andstöðu við
bæði risaveldin. Það er því dapurlegt
þegar stóru málgögnin hundsa mál-
flutning kommúnista og leggjast
jafnvel svo lágt að vísa honum frá
sem rugli og „kinverskri eftiröpun”.
Á hinni kirkjulegu ráðstefnu sagði
séra Bernharður Guðmundsson að
afvopnunarmálin væru svo alvarleg
að menn ættu að leggja pólitískt þref
til hliðar og sameinast um úrlausnir.
Satt og rétt að mörgu leyti. Auðvitað
verða menn að deila áfram um aðild
að NATO. En um annað mætti bæði
ræða saman og vinna að saman.
fólk að kröfur og barátta í þessum
efnum er árangurslítil og rúin fylgi ef
hún beinist einhliða að öðru risaveld-
inu. Það þýðir ekkert að rökstyðja
einsýnina með því að benda á að
Evrópuríkin geti bara haft áhrif á
NATO og því snúist starf friðar-
hreyfingarinnar um það. Þorri fólks
skilur ekki af hverju friðargangan í
sumar hér á íslandi bar uppi kröfu
um kjarnavopnalaus Norðurlönd án
þess að bendla Sovétríkin við hana.
Enda varla furða að Þjóðviljinn
vopnalaus Norðurlönd frá Keflavik
til Kolaskaga”. Ekki hefur Þjóðvilji
eða Moggi flutt fréttir af henni. Og
hreyfingin „Nei til atomvápen” í
Noregi er með aðgerðaviku 18. til 25.
október m.a. undir kjörorðunum:
„Eyðilegging kjarnavopna í austri og
vestri” og „NATO afturkalli ákvörð-
un um eldflaugar í Evrópu frá 1979
— Sovétríkin stöðvi SS-20-áætlun-
ina”. Tími er til kominn að miða
skeytum friðarhreyfingarinnar að
báðum risaveldunum.
£ „AHur almenningur er hlynntur friði.
AHur almenningur hræðist eðlilega
kjarnastyrjöld. En um leið skilur fólk að
kröfur og barátta í þessum efnum er árangurs-
lítil og rúin fylgi ef hún beinist einhliða að öðru
risaveldinu.”
Til dæmis mætti reyna að finna
sameiginlegar afvopnunarkröfur á
hendur forráðamönnum beggja risa-
veldanna. Kafbátar þeirra sigla um
N-Atlantshafið og því fáránlegt að
gera upp á milii þjóðerna. Og úr þvi
það eru fjöldahreyfingar sem koma
friðarbaráttunni áfram hlýtur að
þúrfa að gera kröfur um eyðileggingu
SS-4, SS-5, SS-12 og SS-20 kjarna-
flauga Sovétmanna (skamm- og
meðaldrægar) ef einhver þungi á að
hvíla að baki krafna um að hætt
verði við að koma skamm- og
meðaldrægum kjarnaflaugum fyrir í
Evrópu á vegum NATO: En um leið
má ekki gleyma því að hættan á striði
er ekki í beinu hlutfalli við fjölda
kjarnavopna. Friðarbarátta er miklu
víðtækari en barátta gegn smíði og
notkun kjarnavopna. Til viðbótar
þessu gætu stjórnmálaöfl þvi t.d.
snúið sér í sameiningu að úrbótum i
málefnum Almannavarna.
AriT. Guðmundsson
Friðar-
hreyfingin
Allur almenningur er hlynntur
friði. Allur almenningur hræðist eðli-
lega kjarnastyrjöld. En um leið skilur
kvartar yfir sinnuleysi almennings og
telur Alþýðubandalagið eitt eiga í
friðarbaráttu á landinu.
Annars staðar eru breytingar í
aðsigi og mun skiptari skoðanir
innan friðarhreyfingarinnar nú en
áður. Eidsvollgangan í Noregi í haust
bar m.a. uppi kröfuna: „Kjarnorku-
Spurningar hitta
spyrjandann
Undir fyrirsögninni „Markvís
kjarnorkuumræða” segir Einar Karl
Haraldsson i leiðara Þjóðviljans 23.
sept. sl.:
„Morgunblaðið er ekki sloppið
fyrir horn í afvopnunarumræðunni.
Það á eftir að svara óþægilegum
spurningum um ástæður andstöðu
þess við stofnun kjarnorkuvopna-
lauss svæðis á Norðurlöndum. Um
tengsl íslands við atómvopnakerfin
ogáform Bandarikjahers um afnot af
landinu í atómstriði. ”
Já, þetta eru óþægilegar spurning-
ar og best að Morgunblaðið reyni að
svara þeim. Við sem styðjum kjarn-
orkuvopnalaust svæði á Norðurlönd-
um (ef Sovétmenn eru inni í mynd-
inni líka) og við sem erum hlynnt úr-
sögn úr NATO höfum áhuga á þeim
svörum. En við (og vonandi aðrir —
meira að segja Moggi) höfum lika
áhuga á að Þjóðviljinn svari spurn-
ingum eins og: Hverjar eru ástæður
andstöðu hans við skýrar kröfur til
Sovétríkjanna varðandi kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd og Evrópu)?
Hvað segir hann um áform Sovét-
manna á N-Atlantshafinu og stöðu
íslands ef til styrjaldar dregur? Og
hvað eiga íslendingar að gera —
svona yfirleitt?
Þetta eru óþægilegar spurningar
sem auðvitað er hægt að þegja um
eða draga dám af með tilvísun til
Deng Sjá Pings. Ólafur Ragnar,
flokksbróðir Einars, telur „maóista”
ekki svaraverða, m.a. svo dellan úr
þeim verði ekki gjaldgeng í umræð-
unni — svo ekki sé minnst á tilraunir
þeirra til að eyðileggja friðarhreyf-
inguna. Nú er að sjá til.
Ari T. Guðmundsson.
V