Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR I2.0KTÓBER 1981. d I Erlent Erlent Erlent Erlent I REUTER I Kolsýringur OLAFUR EINAR FRIÐRIKSSON en nikótín Thatcher í Afghanistan Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands kom í stutta heimsókn til Pakistan í síðustu viku. í samfloti með Zia-Ul Haq, forseta Pakistan, gerði hún sér ferð að afgönsku landa- mærunum og heilsaði þar upp á af- ganska landamæraverði, sem að sögn tóku henni fagnandi. Thatcher þótti þó vissara að fara meðan þeir voru enn með brosið á andlitinu, að eigin sögn. Thatcher gagnrýndi harðlega innrás Sovétmanna í heimsókninni og sagði að eina lausnin sem til greina kæmi væri að allt sovézkt herlið yrði kallað burt úr landinu. Myndi hún sjálf ekki unna sér hvíldar fyrr ensvoværi. í nýlegri grein í brezka læknatíma- ritinu The Lancet er greint frá því að niðurstöður rannsókna hafi leitt í ljós að kolsýringur valdi frekar hjartasjúk- dómum hjá reykingamönnum en nikótín. Rannsóknin var sett af stað til að komast að því hvers vegna pípureykingamönnum væri ekki hætt- ara við hjartasjúkdómum heldur en þeim sem ekki reyktu, þar sem þeim sem reyktu sígarettur var margfalt hættara við þeim sjúkdómum. Vísinda- menn komust að því að pípureykinga- menn höfðu mikið hærra hlutfall af niktótíni í blóðinu en sígarettu- reykingamenn, en þeir síðarnefndu hins vegar tvöfalt hærra kolsýrings- magn. Þetta stafaði af því að pípureykingamenn tóku líklega meira niktótín inn í gegnum háræðakerfið í munninum en drógu ekki eins djúpt að sér reykinn. Af þeirri ástæðu töldu vísindamennirnir að pipureykingar væru ekki eins skaðlegar. Castro sést ekki f ram- ar með havana vindlana Hinn mikli vindlareykingamaður og leiðtogi Kúbumanna, Fidel CasU"o, tilkynnti í gær að stjórn sín myndi innan skamms hefja baráttu gegn reykingum í landinu. Castro sagði við fréttamenn að því miður myndi hann ekki geta látið af þessum vana sjálfur, en framlag sitt yrði á þann veg að hann kæmi ekki til með að reykja á almanna- færi í framtíðinni. Castro viðurkenndi að ímynd sín sem aðdáanda góðra havana-vindla, hefði hjálpað til við að auglýsa hinn mikilvæga tóbaksiðnað Kúbu, sem gæfi af sér ómetanlegar gjaldeyris- tekjur. En nú myndi hann ekki sjást með slíka vindla framar, þar sem það væri í andstöðu við víðtæka heil- brigðisáætlun stjórnarinnar, sem m.a. fæli í sér baráttu gegn reykingum. Þegar Castro talaði við frétta- mennina voru, aldrei þessu vant, engir vindlar sem stóðu upp úr brjóst- vasanum á hermannajakkanum hans. Með svona forláta havana-vindil mun Castro vist ekki sjást framar þar sem hann mun nú leggja meira upp úr auknu heilbrigði landsmanna sinna en að auglýsa tóbaksiðnaðinn. Tala vændiskvenna i Osló vex stððugt og eru þær nú um 700. Eru þær á óllum aldri, þær yngstu allt niður 110 ára. Flestar vændiskonurnar eru eiturlyfjasjúkl- ingar, áfengissjúklingar eða hvort tveggja. Talið er að meðalmánaðartekjur vænd- iskvenna séu um 40.000 nkr. Þær lifa I heimi ofbeldis þar sem misþyrmingar og jafnvel morð eru tlð. Meðalverðið á drætti er 300 nkr. Norðmenn hafa að vonum þungar áhyggjur af þessari miklu fjölgun vændiskvenna og hafa nú skipað sér- staka nefnd til að leggja fram tillögur til úrbóta. Dublin vill sættir milli írska lýðveldisins og N-íriands: FORSÆTISRÁDHERRA LEGGUIVT1L BREYT- INGAR A LÖGUM OG STJORNARSKRÁNNI Forsætisráðherra írlands, Garret Fitzgerald, sagði í gær að hann vildi rétta út sáttarhönd til mótmælenda á N-írlandi með tillögum varðandi laga- og stjórnarskrárbreytingar í írska lýðveldinu. Dr. Fitzgerald lýsti í þingræðu í gær áætlunum sínum í sambandi við að draga úr trúaráhrifum í irska lýð- veldinu og ná þannig sættum við mótmælendur í brezkum héruðum sem eru á móti sameinuðu írlandi. Hann sótti líka að írska lýðveldis- hernum (IRA) sem berst gegn brezkri stjórn á N-Írlandi. Hann sagði að bæði mótmælendum og kaþólskum væri ógnað af byltingarhreyfingu sem vildi koma á einræði hersins á ír- landi. Hann lagði til að felldar verði úr stjórnarskrá lýðveldisins kröfur til N- írlands og sagði að með breytingum á stjórnarskránni mætti ryðja úr vegi öllu þvi sem hindrar samkomulag. Hann sagði ennfremur að Bretland væri farið að sýna skilning á vanda- málunum í N-írlandi og væri þess vegna tími til kominn að Dublin færi aðdæmi þeirra. — Við viljum rétta norðrinu sátt- arhönd, sagði hann. — Og við viljum að norðrið þiggi hana. Dr. Fitzgerald sagði að þótt stjórn- in í Dublin áliti að Bretar hefðu stjórnað N-írlandi illa vonaðist hann til að Bretar og Dublinstjórnin gætu unnið saman að bættri stjórnmála- stefnu. Dr. Fitzgerald hefur áður talað um að hann vildi breytingar á lögum sem endurspegla afstöðu kaþólskra til hjónaskilnaða og getnaðarvarna. Til- lögur hans hafa hingað til verið harð- lega gagnrýndar af kaþólskúm leið- togum og stjórnarandstöðunni í irska lýðveldinu og talsmenn mótmælenda á N-írlandi hafa tekið þeim fremur fálega. Dr. Fitzgerald, þáverandi utanrfkisráðherra írlands, ræðir við Gcir Hallgrims- son. EIGENDUR SPARID BENSIN LAT1D STILLAOCYHR- FARA Bl'LINN FYRIR VETURINN 1. Vélarþvottur. 10. Skipta um kerti og platínur. 2. Ath. bensín, vatns- og olíuleka. 11. Tímastilla kveikju. 3. Ath. hleðslu, rafgeymi 12. Stilla blöndung. og geymissambönd. 13. Ath. viftureim. 4. Stilla ventla. 14. Ath. slag í kúplingu og bremsupedala. 5. Mæla loft í hjólbörðum. 15. Smyrja hurðalamir. 6. Stilla rúðusprautur. 16. Setja silikon á þéttikanta. 7. Frostþol mælt. 17. Ljósastilling. 8. Ath. þurrkublöö og vökva 18. Vélarstilling með nákvæmum á rúðusprautu. stillitækjum. 9. Ath. loft og bensínsíur. Verö meö söluskatti kr. 549,00. Innifaliö í verði: Platínur, kerti, ventlaloks- pakkning og frostvari á rúðusprautu. Þér fáiö vandaða og örugga þjónustu hjá sérþjálfuðum fagmönnum MAZDA verkstæöisins. Pantiö tíma 81299. símum: 81225 og BÍLABORG HF Smiöshöföa 23.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.