Dagblaðið - 12.10.1981, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 12.10.1981, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981. 33 Sigurður Sverrisson Michael Schenker Group: KONUNGUR GÍTARLEIKARA BÁRUJÁRNSROKKSINS ER HÉR Michael Schenker og flokkur hans sendu nýverið frá sér aðra breiðskífu sína á. eins árs ferli og með henni hefur hljómsveitin skipað sér á bekk með allra beztu bárujárnsrokkurum heims- ins. Snilldarleg tilþrif Michael Schenk- er sjálfs sjá að mestu til þess en pott- þéttur trommuleikur Cozy Powell gefur hljómsveitinni hið nauðsynlega „þunga” yfirbragð fyrir tónlist af þessu tagi. Michael þessi Schenker ól lengst af manninn í UFO en hætti þar — var öllu heldur rekinn — fyrir tveimur árum. Mestu gersemar hans til þessa eru. þó geymdar á tvöfaldri hljómleikaplötu UFO sem kom út 1979. Gítarleikur hans þar og reyndar almennt á sér fáa líka. Drengurinn er snillingur á hljóð- færið og aðdáun undirritaðs er tak- markalítil. Schenker hefur það umfram flesta bárujárnsrokkara að hann cr melódísk- ur í sér. Það hefur hann sýnt og sannað á þessum tveimur plötum sem hljómsveit hans hefur gefið út. Innan um dúndrandi gítarsóló hans læðir hann hugljúfum stefum sem gefa lögum hans sterkara yfirbragð. Innst inni er hann þó ekkert annað en grjót- harður rokkari. Nýja platan (sem reyndar virðist titil- laus með öllu) hefur talsvert þéttara yfirbragð en sú fyrri þó þar væri á ferðinni úrvalsgripur. Auk Schenker og Powell, sem eru í aðalhlutverkum, eru í hljómsveitinni þeir Gary Barden/söng- ur Chris Glen/bassi og Paul Ray- mond/gítar og hljómborð. Raymond var um tíma fimmti meðlimur UFO. Ég lýsti því vist yfir fyrir nokkru í grein um tónleika Michael Schenker Group að Gary Barden væri veikasti hlekkurinn. Það er rétt þótt erfitt sé e.t.v. að greina það á plötunni því þar er hann með menn á borð við Stephen Stills með sér í bakröddum. Þótt ágætissöngvari sé kemur það i Ijós á tónleikum þegar erfiðara er að blöffa hlustandann að hann missir stundum vald á röddinni í mestu átakaköflun- um. Söngur hans á plötunni er hins miklu einfaldara fyrir unnendur rokks- ins að verða sér úti um eintak af plöt- unni hið snarasta því trauðla getur að heyra betra bárujárnsrokk á markaðn- um. Það má mikið vera ef þessi hljóm- sveit verður ekki sú allra vinsælasta á þessari línu í heiminum með tíð og tíma. -SSv. Debbie Harry—KooKoo Graham Smith—lí/leð töfraboga LÉTT OG FJÖRUG EN TÖFRA- BOGINN LÍTT SPENNTUR Schenker kreistir hér Gibson Flying V gitarinn af alefli. Chris Glen, bassaleikari, er til vinstri á myndinni. Graham Smith er enskur tónlistar- maður sem dvalið hefur hér á landi síðastliðin tvö ár og hefur aðallega starfað með Sinfóníuhljómsveit fslands sem fiðluleikari. Þó hann sé í Sinfóníunni, og sé þar aðeins einn af mörgum fiðluleikurum, þá var hann ekki alveg óþekktur hljóðfæraleikari er hann kom til íslands. En það var ekki vegna afreka í klassískri músík heldur var það rokkfiðluleikarinn Graham Smith sem var nokkuð þekktur. Það eru ekki margir fiðluleikarar sem hafa haft það að atvinnu að leika i popphljómsveitum og enn færri hafa náð þvi marki að hafa leikið í þekktri hljómsveit. Graham Smith lék nokkurn tima í Van der Graf Generator sem var þekkt hljómsveit, þó hún næði því ekki að verða heimsfræg. En sem sagt, 1979 kemur Graham Smith til íslands, og það leið ekki á löngu þar til hann var farinn að aðstoða íslenzka poppara bæði við hljóðritanir og á sviði. Og nú hefur hann gert sólóplötu sem ber nafnið Með töfraboga. Og þó er varla hægt að kalla plötu Grahams vegar hnökralítill. Á þessari umræddu breiðskífu er að finna þrumugóð lög en ekkert þeirra kemst í hálfkvisti við Attack of the mad axeman sem er hreinasta perla fyrir bárujárnsrokkara. Af sterkri heild stendur það lag upp úr en annars er Misheppnað hanastél Hvernig skyldi útkoman verða ef mjólk væri blandað saman við brennivín? Sennilega færu þeir drykkir ekki vel saman svo að úr yrði háífólystugt hanastél. Eitthvað svipað og þegar Nile Rogers og Bern- ard Edwards taka að sér að stjórna sólóplötugerð söngkonunnar Debbie Harry. Sjálfsagt eru þeir berserkir til sem láta sig hafa það að lepja brennivín í mjólk. Og vonandi fyrir alla aðila er til fólk sem kann að meta útkomuna á plötunni KooKoo. Þeim sem þetta ritar varð hins vegar hálf bumbult af hanastélinu. Það vandist sæmilega þegar á leið en versnaði jafnharðan aftur ef smakkað var á einhverju bragðbetra á milli. Ég hef ávallt talið Nile Rogers og Bernard Edwards, forsprakka hljóm- sveitarinnar Chic, í hópi þeira fáu framleiðenda diskótónlistar sem hafa eitthvað af viti fram að færa. Sömu- leiðis hefur hljómsveitin Blondie r?-----------—7’ Plötur i--------- )á verið í góðu áliti, sérstaklega fyrir djarflegar tilraunir með tónlistarstíla. Meðan allar venjulegar nýbylgju- hljómsveitir hafa haldið sig við rokk og ról hafa liðsmenn Blondie komið talsvert viðar við. Sérstaklega á plöt- unni Autoamerlcan. Jákvætt álit mitt á Chic og Blondie stendur enn þrátt fyrir misfóstrið KooKoo. Mér er ekki alveg ljóst að hverju hefur verið stefnt með gerð þessarar plötu. Edwards og Rogers sáu um og sömdu tónlistina á plöt- unni Diana með Diönu Ross. Sú varð firnavinsæl. Diana hafði farið nokkuð halloka á tónlistarmarkaðin- um og þótti orðin stöðnuð sem söng- kona. Slíku var alls ekki fyrir að fara hjá Debbie Harry svo að engin ástæða var til að kveðja til krafta- verkamenn. Hafi Harry, Rogers og Edwards ætlað að gera diskóplötu hafa þeim orðið á mistök. Lögin henta engan veginn í diskótekum. Til þess eru þau of hæg og kaflaskipti viðast hvar of mörg. Rokk fyrirfinnst ekki nema í landinu Under Arrest og aðeins eitt almennilega rólegt lag er á plötunni. Afgangurinn er einhver miðlungs- blanda sem ég gat ómögulega fellt mig við. í heildina séð er platan KooKoo að mínum dómi óttalega mislukkuð. -ÁT- Smith sólóplötu. Miklu fremur er að segja að Graham Smith sé einleikari með hljómsveit undir stjórn Ólafs Gauks því útsetningar eru allar gerðar fyrir meðalstóra hljómsveit þar sem fiðluleikurinn er í einleikshlutverki. Og er þetta bæði kostur og galli plötunnar. Kosturinn er sá að þarna eru á ferð- inni ágætar útsetningar á þekktum islenzkum lögum, gömlum og nýjum, sem ég held að eigi auðvelt með að ná eyrum almennings og virðist hvert eitt geta orðið vinsælt. Gallinn er sá að ég er litlu nær um hversu góður fiðluleik- ari Graham Smith er, hann rennir sér i gegnum sitt hlutverk eins og ekkert sé og virðist hafa lítið fyrir því. Sakna ég þess að ekki skuli nein lög á plötunni vera útsett eingöngu fyrir fiðlu og að viðbættum trommum og bassa. Á A-hlið plötunnar er að finna tvö lög eftir eldri kynslóð íslenzkra laga- höfunda, Suðurnesjamenn (enn ein útgáfan og nú í diskó-stíl) og Blítt og létt, eitt þjóðlag, Sofðu unga ástin mín, og tvö lög eftir yngri kynslóð laga- höfunda, en þau eru Hvers vegna varstu ekki kyrr? og Bláu augun þin. Eru nýrri lögin mun skemmtilegri til hlustunar, sérlega er góð útsetning á lagi Jóhanns G. Jóhannssonar, Hvers vegnavarstuekki kyrr? Hlið B er ekki eins sundurleit hvað lagaval snertir, flest eru það lög síðari ára, byrjar á Stolt siglir fleyið mitt, síðan kemur Jarðarfarardagur Þóris Baldursonar, þá Hrafninn, sem ég tel eitt allra bezta lag Gunnars Þórðar- sonar og eru því gerð ágæt skil og fiðlu- leikur Graham Smiths nýtur sín vel ásamt gítarleik Tryggva Hilbners. Viltu með mér vaka í nóll? Ik fur nér aldrei fundizt spennandi og lítið getur Ólafur Gaukur betrumbætt það. Platan endar á lagi Magnúsar Eiríkssonar, Kontór- istinn, og er það í fjörugum Herb Albert stíl. Ég held að þrátt fyrir að Graham Smith sé ekki eins áberandi á plötunni og ætla hefði mátt í fyrstu sé þarna um ágæta skemmtiplötu að ræða og á hún vafalaust eftir að njóta vinsælda á -HK.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.