Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981.
15
Nýjar vélasamstæður og aukin hagræðing hafa gjörbreytt mati á framleiðslunni.
DB-myndir Bjarnleifur.
1 * V
1* 1
1
«* ty
og framleiðsluaðferðum. Þessir sér-
fræðingar miða sínar hagræðingartil-
lögur við það sem bezt gerist hjá
erlendum verksmiðjum, enda hingað
fengnir til þess að flytja þá þekkingu
meðsér.
Ef fara ætti eftir tillögum þessara
sérfræðinga um nauðsynleg véla-
kaup, með þeim lánskjaramöguleik-
um sem iðngreinin hefur nú í dag,
kæmi í ljós að vaxta- og afborgunar-
byrðin, sem greiða þyrfti þegar á
fyrsta ári, eða áður en fjárfestingin
færi að skila arði, kæmi undan-
tekningarlaust öllum fyrirtækjunum í
greiðsluþrot og þar með yrði mjög
stutt í gjaldþrot hjá þeim flestum.
Handverksfyrir-
tœki breytast í
verksmiðjur
Hvað er þá til ráða? Stjórn Félags
húsgagna- og innréttingaframleið-
ríkisstjórnarinnar við tillögum
félagsins.
íslenzk húsgagnafyrirtæki hafa
fram að þessu verið rekin sem hand-
verksfyrirtæki en nú er verið, á stutt-
um tíma, að breyta þeim í verksmiðj-
ur. Þetta er þróun sem hjá mörgum
erlendum verksmiðjum hefur staðið
yfir í tugi ára. Það gefur auga leið að
samfara þeim breytingum á fyrir-
tækjunum sjálfum hljóta lög og
reglugerðir, sem samdar eru við allt
aðrar aðstæður, einnig breytinga við
og hjá stjórnvöldum eins og í fyrir-
tækjunum er hugarfarsbreytingin
eflaust með erfiðari hjöllunum að
yfirstíga.
Það eru a.m.k. fimm íslenzk hús-
gagna- og innréttingafyrirtæki þegar
í útflutningi eða að kanna út-
flutningsmöguleika. Öll þessi fyrir-
tæki hafa að einhverju leyti byggt
rekstrarhagræðingu sína á út-
flutningsmöguleikum og biða því
framleiðendum. Hagræðingarað-
gerðir okkar, ásamt þeim nýju hús-
gögnum sem eru að sjá dagsins ljós,
eru m.a. viðbrögð okkar í Trésmiðj-
unni Víði hf. við þeim breyttu að-
stæðum ásamt þvi að spyrna við fót-
um gegn hraðminnkandi markaðs-
hlutdeild íslenzkra húsgagna hér á
heimamarkaðinum.
Við erum nú þegar í sambandi við
aðila í Kanada sem þvi miður er ekki
timabært að nafngreina. Þeir hafa
sýnt mikinn áhuga á þessari nýju
framleiðslu okkar.
Að öllum líkindum munu inn-
kaupastjórar þessa fyrirtækis koma
hingað i lok nóvember og ættu þá út-
flutningsmöguleikar okkar eitthvað
að skýrast.
Enn er ekki vitað í hve stórum stíl
þessi útflutningur er hugsanlegur.
Þessir aðilar eru þó það stórir að ef
við komumst með framleiðsluna inn í
aðeins hluta af þeirra verzlunum þá
væri þar um að ræða umtalsvert
Meðal hinna nýju húsgagna, sem fyrirhugað er að flytja út til Kanada, eru þessi borðstofuhúsgögn. Húsgögnin eru hönnuð af
finnska arkitektinum Ahiti Taskinen. Á stólunum er islenzkt ullaráklæði frá Álafossi. Ólafur Guðmundsson, fulltrúi Viðis,
reynir hér gæði stólsins.
enda gekk nú nýlega á fund við-
skipta- og iðnaðarráðherra svo sem
reyndaroftáður.
Við lögðum að þessu sinni fyrir þá
skriflegar og munnlegar tillögur
okkar um leiðréttingu i átt til jafn-
réttis fyrir þessa iðngrein. Leiðrétt-
ingar þessar skerða á engan hátt
samninga okkar við EFTA og Efna-
hagsbandalagið og hafa heldur ekki
áhrif til verðhækkana á innflutt hús-
gögn, nema því aðeins að stjórnvöld
þurfi einhverja mánuði til að koma
þeim í framkvæmd því þá verður
nauðsynlegt að gera þegar i stað ein-
hverjar bráðabirgðaaðgerðir, því svo
mjög eru þessi mál aðkallandi. Stjórn
FHI og öll þau fyrirtæki sem að baki
standa bíða nú eftir viðbrögðum
eftir leiðréttingum sem gætu gert
þeim útflutninginn mögulegan.
Greiðum nú atvinnu-
leysisstyrk fyrir
útlendinga
Trésmiðjan Viðir hf. miðar sínar
hagræðingaraðgerðir einnig við út-
flutning enda höfum við til þess góða
möguleika. Verksmiðjuhúsnæði
okkar er um 7000 m2, vélasamstæður
okkar, bæði þær sem fyrir voru svo
og nýkeyptar, eru af fullkomnustu
gerðum og gætu afkastað verulega
meira en þeim er ætlað í dag. Þegar
erlendum fyrirtækjum var opnaður
takmarkalaus aðgangur að okkar
litla markaði var ljóst að róttækra
aðgerða var þörf hjá innlendum
magn. En ég ítreka að frumskilyrði
fyrir því að þetta sé mögulegt er að af
okkur verði létt kostnaði sem sam-
keppnisaðilar okkar búa ekki við.
Það er óhugnanleg staðreynd að hlut-
ur framleiðenda í markaði hér á landi
skuli hafa hrapað úr 90% árið 1969
niður í um 40% á miðju þessu ári.
Stórum hluta þessa mismunar hafa
íslendingar eytt sem gjaldeyri fyrir
erlend húsgögn.
Með þessari gjaldeyriseyðslu
höfum við sjálfsagt dregið eitthvað
úr atvinnuleysi frænda okkar á
Norðurlöndum og má kannski segja
að við höfum greitt þeim dálítinn at-
vinnuleysisstyrk á kostnað okkar
eigin fyrirtækja, sem mörg þurfa
sennilega að loka fyrir vikið, sagði
Reimar Charlesson að lokum. -JH.
Til sölu
BMW518
BMW320
BMW316
BMW320
BMW318
BMW318
BMW320
árg. 1980
árg. 1980
árg. 1980
árg. 1979
árg. 1978
árg. 1978
árg. 1977
Renault 20 TL
Renault 18 TS
Renault 12 TS
Renault 14 TL
Renault 14 TL
Renault4 VAN F6
Renault4 VAN F6
árg. 1978
árg. 1979
árg. 1978
árg. 1979
árg. 1978
árg. 1979
árg. 1978
Opiö laugardaga frá kl. 1—6.
o • - •] KRISTINN GUÐNAS0N HF.; SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 1 , -Á
vanta5,r FRAMRUÐU?
TF
Ath. hvort við getum aðstoðað.
VHIExW ísetningar ú staðnum.
BÍLRÚÐAN £=0257..
Verðlækkun á
AÍ^IF=
torfæruhjólum
Ti/vafín
hjó/í snjóinn
og torfæruna.
Opið til
hádegis laugardaga
2ja gíra - Verð óður 2790,-
Nú kr. 2230,-
V
Án gíra. - Verð óður 2790,- Án gíra. -Verð óður kr. 2196,
Nú kr. 2230,- Nú kr. 1755,-
l " Q|
Án gfra. — Verö óður 1990,- Án gíra. — Verð óður 1690,-
Núkr.1590,- Núkr.1350,-
3ja gíra. — Veið óður 1990,- Án gfra. — Verð óður'TBðQ,-
Nú kr. 1590,- Nú kr. 1350,-
Póstsendum.
Hjól& Vagi
.áz,_ - _ _ « ar^c *** ‘ •- v- «— •-« —