Dagblaðið - 12.10.1981, Síða 14

Dagblaðið - 12.10.1981, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981. Önnumst kaup og sölu allra álmennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. m Venlliréfa - jliarkndiiriiin Nýja húsinu v'Lækjartorg. ™ “ UPPLÝSINGAR OG AÐSTOÐ SKAUTAR - SKAUTAR ^ Hvítir skór, i # Stærflir 33—41. Svartir skór, Stærðir 34-46. Verð kr. 329.- Bamaskautar, Stærðir 28—35. Litir Hvitt — svart. Verð kr. 125.- PÓSTSENDUM. -----------------;---------------- Húsgagnaiðnaðurinn hérlendis á tímamótum: TRÉSMIÐJAN VÍÐIR STEFNIR AÐ ÚTFLUTN- INGITIL KANADA —a.m.k. f imm húsgagna- og innréttingafyrirtæki þegar í útf lutningi eða kanna útflutningsmöguleika, segir Reimar Charlesson, f ramkvæmdastjóri Víðis Húsgagnaiðnaður hér á landi stendur nú á tímamótum. Hagræðingar- og markaðsátak hefur verið í gangi í þessum iðnaði, þar sem hið opinbera og sjóðir iðnaðarins styrkja fyrirtækin til þess að endur- skipuleggja reksturinn. Húsgagna- innflutningur hefur eðlilega verið innlendum framleiðendum þyrnir í auga, en nú hyggjast framleiðendur koma með krók á móti bragði, þ.e. útflutning á húsgögnum. Útflutningur til Kanada Trésmiðjan Víðir hf. við Smiðju- veg í Kópavogi er nú að hefja fram- leiðslu á húsgögnum sem fyrirhugað er að flytja út til Kanada. Dagblaðið ræddi við Reimar Charlesson, fram- kvæmdastjóra Víðis, um þennan út- flutning og stöðuna í þessum iðnaði. Reimar sagði að erlendir og inn- lendir rekstrarráðgjafar hefðu verið fengnir til endurskipulagningar á framleiðslu Víðis og til þess að gera tillögur um nauðsynleg vélakaup. Þetta hefur orðið okkur i Tré- smiðjunni Víði hf. ærið útgjaldasamt enda munum við vera með stærsta ráðgjafasamninginn, sem eðlilegt er, þar sem Víðir mun vera stærsta fyrir- tækið í greininni. Segja má að sam- hliða þessu eigi sér stað alhliða hugarfarsleg „bylting” hjá okkur bæði í framleiðslu, markaössetningu oggæðamati. Við leggjum m.a. með þessum að- gerðum gjörbreytt mat á framleiðslu okkar, bæði vegna nýrra möguleika samfara kaupum á nýjum vélasam- stæðum en ennfremur vegna endur- mats á stöðu okkar á markaðinum með tilliti til aukinnar samkeppni, sagði Reimar. Strangt gæðaeftirlit, allt frá vali efnis, sem er frumskilyrði góðrar vöru, til siðasta stigs fram- leiðslunnar sem í raun er móttaka hennar og pökkun á lager. Slík alúð í vöruvöndun mun skila sér til viðskiptamanna í formi mun vandaðri og betri vöru. Jafnhliða þessu og til þess m.a. að mæta auk- inni framleiðni leggjum við áherzlu á bætta söluþjónustu við andurselj- endur okkar en ekki sízt með aukinni uppbyggingu okkar eigin verzlana, að Síðumúla 23 og hér að Smiðjuvegi 2. Húsgögnin hönnuð af finnskum arkitekt Með þessu endurmati lá fyrir þörfin á þvi að auka fjölbreytnina i framleiðsluvörum okkar auk endur- aóta á eldri framleiðslu. Við leit- jðum að sjálfsögðu fyrst til innlendra húsgagnaarkitekta en vegna anna þeirra er leitað var til, á þeim tíma sem við þurftum á þeim að halda, tókust því miður ekki samn- ingar í það sinn. Eftir vandlega eftir- grennslan Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins vorum við svo heppnir að samningar tókust við finnskan hús- gagnaarkitekt, prófessor við Arki- tektaháskólann i Helsinki, Ahti Taskinen, sem jafnframt er mjög þekktur hönnuður á Norðurlöndum. Taskinen fékk það verkefni að hanna vönduð húsgögn fyrir ungt fólk sem gerir kröfur um húsgögn i háum gæðaflokki. Þótt við værum á þeim tíma fyrst og fremst að hugsa um innlendan markað þá voru út- flutningsmöguleikar jafnframt hafðir í huga enda hófst Útflutningsmið- stöðin, með þau Huldu Kristins- dóttur og lngjald Hannibalsson í fararbroddi, þegar handa um markaðskönnun erlendis. Okkur er að sjálfsögðu Ijóst að við erum bæði hér á heimamarkaði og á erlendum mörkuðum að keppa við m.a. fjöl- þjóðafýrirtæki sem hafa áratuga. reynslu i framleiðslu og markaðssetn- ingu á húsgögnum. Það er ljóst að íslendingar framleiða húsgögn eftir evrópskum smekk og að við þurfum því fyrst og fremst að keppa við evrópsk og þá skandinavísk fyrir- tæki. Þetta viljum við i Víði fremur gera á markaði þar sem báðir eru útlendingar heldur en við verk- smiðjudyr samkeppnisfyrirtækjanna. Innlend og erlend fyrirtæki sitja ekki við sama borð Hvort tilraun okkar til útflutnings ber árangur er þvi miður undir ýmsu komið. Okkur er ljóst að við sitjum ekki við sama borð og erlend sam- keppnisfyrirtæki okkar þó að svo eigi að vera. Félag húsgagna- og innrétt- ingaframleiðenda hefur gert kann- anir á þeim mismun og niðurstöður þeirra kannana hafa verið sendar við- komandi ráðherrum. Ennfremur hefur viðskiptaráðherra skipað nefnd til athugunar á þeim mismun og er gert ráð fyrir að hún skili fljótlega áliti. Menn greinir vissulega á um hvað sé jafnréttisgrundvöllur fyrir- tækja og hvaða mat skuli lagt á mis- jafnar aðstæður. íslenzkir framleið- endur eru ef til vill óvægnir i mati sínu en menn verða að hafa það í huga að þessir sömu aðilar horfa á fyrirtækjum sínum blæða út, bók- staflega talað, án þess að þeir geti rönd við reist. Það er þjóðarnauðsyn að tekið verði þegar í stað á vanda þessarar iðngreinar ef forðast á stór- áföll. Það er þó síður en svo hægt að segja að ekkert hafi verið gert fyrir iðngreinina. Hagræðingarátakið er vissulega tímabært, þakkarvert fram- tak og spor í þá átt að gera þessa iðn- grein sjálfbjarga og sjálfstæða í sam- keppninni. Þetta átak er myndarlegt og kostar mikið fé en er því miður ekkihugsaðtilenda. Hagræðingarátakið hefur á að skipa mjög hæfum einstaklingum sem hafa víðtæka þekkingu á vélum Reimar Charlesson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Viðis: „Frumskilyrði fyrir þvf að þetta sé mögulegt er að af okkur verði létt kostnaði sem samkeppnisaðilar okkar búa ekki við.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.