Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 24

Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 24
24 DAGBLADID. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981. Gert er ráö fyrir áframhaldandi noröaustan átt meö áljum á Vest- fjöröum, Noröurlandi og Austuriandi. Lóttskýjað á Suöuriandi en skýjaö á Vesturlandi. Kl. 6 voru noröan 3 f Raykjavik, látt- skýjaö og —3 stig, Gufuskálar norö-1 austan 6, skýjað, —2, Galtarviti norö- austan 6, ál, —3, Akureyri norðnorð- vostan 3, snjókoma, —3, Raufarhöfn norðnorövestan 6, snjóél, —2, Dala- tangi norönoröaustan 7, snjókoma, 1, Höfn norðvestan 7, léttskýjaö, 0 og Stórhöföi noröan 8, láttskýjað, -2. I Þórshöfn var skýjað og 6, ( Koup mannahöfn léttskýjað og 8, Osló þokumóöa og 8, Stokkhóimi þoku- móöa og 4, London rígnlng og 6, Hamborg skýjað og 8, Parfs rigning og 7, Madríd hoiðskfrt og 11 og New York helöskírt og 8. V J ArtdSát Guðmundur Bjarnason frá Skaftafelli, Ljósvallagötu 32, lézt 2. október 1981. Hann var fæddur 27. júní 1888, sonur hjónanna Bjarna Jónssonar og Þuríðar Runólfsdóttur, var Guðmundur einn fimm systkina. Hann kvæntist Sigríði Gísladóttur, eignuðust þau fjórar dætur. Guðmundur starfaði hjá Skipa- útgerð ríkisins. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 12. október, kl. 13.30. Öli Björn Kærnested verzlunarmaður lézt í Borgarspitalanum 6. október. Hann var fæddur þann 3. júlí 1938, sonur hjónanna Gísla Kærnested og Hildar B. Kærnested. Óli Björn útskrifaðist frá Verzlunar- skóla íslands. Hann var verzlunarstjóri í Söebechsverzlun við Háaleitisbraut um 10 ára skeið. Hann starfaði hjá verksmiðjunni Vífilfelli og rak auk þess tvær verzlanir Búsports í Breiðholts- hverfum þegar hann lézt. Óli Björn lék um árabil bæði handknattleik og knatt- spyrnu í Víkingi og var virkur félagi í Víkingi, sat meðal annars nokkur ár í stjórn knattspyrnudeildar Víkings. Þá sat hann í hverfisstjórn Sjálfstæðis- flokksins í Breiðholti. ^""^lómasúlur"^ Margar gerðir • Verð frá 251.50 ti! 620.50 akron hf. Síðumúla 31 Simi 39920. Óli Björn lætur eftir sig eiginkonu, Sigríði B. Kærnested, 2 börn og fósturson. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 12. október, kl. 15.00. Ingunn Gísladóttir hjúkrunarkona, Háaleitisbraut 49, lézt í Land- spitalanum 8. október. Guðrún Jónsdóttir, Stigahlíð 24, andaðist í Landspítalanum 9. október. Þorsteinn Birgir Egilsson, Búlandi 16, lézt að heimili sinu 9. október. Gunnþóra Vigfúsdóttir, Skaftahlíð 27, lézt að Vífilsstöðum þann 9. október. Guðrún Sigurjónsdóttir frá Skálum, Vopnafirði, til heimilis að Hólsgötu 8, Neskaupstað, andaðist á fjórðungs- sjúkrahúsinu Neskaupstað, föstudag- inn 9. október. Steingrimur Daviðsson, fyrrv. skóla- stjóri, lézt að Sólvangi, Hafnarfirði, 9. október. Kristín Ágústa Árnadóttir frá Kára- stöðum, Akurgerði 22, andaðist i Borg- arspítalanum 9. október. Minningarathöfn um Sighvat Davíðsson bónda, Brekku í Lóni, verður gerð frá Hafnarkirkju, Horna- firði, þriðjudaginn 13. október og hefst kl. 13.30. Útför hans verður gerð frá Stafafellskirkju, síðar sama dag. Sigurbjörn Þorkelsson, Fjölnisvegi 2, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. októberkl. 13.30. Sigriður Guðmundsdóttir frá Bíldudal er lézt aö morgni 6. október, verður jarðsungin þriðjudaginn 13. október kl. 10.30 fráFossvogskirkju. Guðbrandur Jónasson, Glaðheimum 8, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. október kl. 3 síðdegis. Jórunn Guðrún Guðnadóttir, Nökkva- vogi 27, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 13. október kl. 13.30. Valdemar Ólafur Kristjánsson, Austur- brún 6, verður jarðsunginn þriðjudaginn 13. október kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Bústaðakirkja Kvenfélag Bústaöasóknar heldur fund mánudaginn 12. október kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Tízkusýning, kaffíveitingar. Konur í sókninni vel- komnar. Stjórnin. Hvítabandskonur halda fund að Hallveigarstöðum þriöjudaginn 13. október kl. 20. Auk venjulegra fundarstarfa verður rætt um nýja fjáröflunarleið. Myndasýning. Mætum vel. Vetrarstarf esperantista Esperantistafélagiö Aúroro í Reykjavík er nú aö hefja vetrarstarf sitt. Stærsta verkefni félagsins sl. sumar var menningarvika sem það hélt í Stykkis- hólmi og þar sem fléttað var sama fyrirlestrum um margvisleg efni og skoðunarferðum um Snæfellsnes. Nú í vetur er fyrirhugaö að halda mánaðarlega fundi og verða þeir fyrst um sinn aö Skólavörðustíg 21, fyrsta föstudag hvers mánaðar. Á fyrstu fundunum verður m.a. sagt frá heimsþingi esperantista I Brasilíu nú I sumar, fjallaö um íslenzkar bókmenntir I þýðingum á esperanto og rætt um ýmis efni sem snerta bokmenntir og málfræði alþjóðamálsins. Næstu fundir verða 6. nóv. og 4. des. kl. 20.30 og eru allir áhugamenn velkomnir. Þá mun félagiö einnig aö vanda gangast fyrír námskeiðum í alþjóðamálinu nú i vetur, bæöi fyrir byrjendur og lengra komna. Formaöur félagsins er Hallgrímur Sæmundsson yfirkennari og veitir hann allar upplýsingar í síma 42810. Hagsýslustjóri til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Samkvæmt ósk Gísla Blöndal, hagsýslustjóra rikisins, hefur forseti íslands veitt honum lausn frá embætti frá og með 1. nóvember 1981. Hefur Glsli verið ráðinn til starfa við Alþjóöagjaldeyrissjóöinn i Washington. Frá sama tíma hefur Magnús Péturs- son, skrifstofustjóri i fjárlaga- og hagsýslustofnun, veriö settur hagsýslustjóri ríkisins, en embættið mun síðar verða auglýst laust til umsóknar, eins og lög gera ráð fyrir. Verðmætakvóti sfldarbóta Ráðuneytið hefur ákveðið, aö verðmætakvóti síld- veiðibáta, sem veiöa í hringnót, miöist viö 500.000,00 krónur, en óheimilt er þó hverju skipi að veiðameiraen275 lestir afsild. Innanhússæfingar knatt- spyrnudeildar Leiknis 1. og 2. flokkur sunnudaga kl. 17.10. 3. flokkur sunnudaga kl. 15.30. 4. flokkur miðvikudaga kl. 19.10. 5. flokkur laugardaga kl. 15.30. 6. flokkur sunnudaga kl. 13.10. Kvennaknattspyma laugardaga kl. 13.50. , Aöalfundir Foreldrar (vesturbæ áhyggju- fullir út af umferðinni Aðalfundur Foreldrafélags Vesturbæjarskóla, hald- inn4. 11. 1980, lýsir yfir áhyggjum sinum vegna þess iskyggilega ástands er ríkir í umferöarmálum hverf- isins. Bendir fundurinn á að mikil og hröð gegnumum- ferð liggur þvert á skólaleiðir fjölda barna í hverfinu og skapar stöðuga ögrun viö líf og heilsu nemenda skólans. Skorar fundurinn á borgaryfírvöld aö gera UM HELGINA AF HVERJU ALLTAF SV0NA NBKVÆÐIR? Það er nú meira hvað fréttamenn ríkisfjölmiðlanna eru alltaf nei- kvæðir þegar þeir eru að ræða við fólk. Þeir spyrja vanalega „Hvað vantar uppá? Er þetta elcki slæmt ástand” o.s.frv. Þetta eru yfirleitt leiðandi spurningar í neikvæða átt. Annars voru jákvæðar fréttir í ríkisfjölmiðlunum um helgina. Konur eru að komast áfram í verka- lýðsbaráttunni. Tvær konur voru kosnar í stjórnir verkalýðssambanda fyrir helgi. Um kvikmyndir sjónvarpsins um helgina hef ég það að segja að mér fannst myndin á föstudagskvöldið ágæt, þótt hún væri e.t.v. nokkuð óhugnanleg. Það tókst þó að halda manni við efnið þótt myndin væri nokkuð löng. Hins vegar þótti mér myndin sem var á laugardagskvöldið móðgun við sjónvarpsáhorfendur. Og að láta sér koma til hugar að kalla þetta „gamanmynd”! Það var svo sannarlega feilskot hjá þeim góðu mönnum sem velja myndir fyrir sjón- varpið. Dansþátturinn frá IBM á laugar- dagskvöld þótti mér á hinn bóginn mjög skemmtilegur. Ég man eftir öðrum, mjög skemmtilegum þáttum frá öðrum stórfyrirtækjum á borð við IBM, bæði úr íslenzku og erlendu sjónvarpi. Á dagskrá útvarpsins í gær var ein af þessum sjaldgæfu perlum, sem þar er stundum að finna. Á ég þar við þátt Böðvars Guðmundssonar um Snorra á Húsafelli. Ef Islandssagan væri kennd í þessu formi væri ekki mikill vandi að fá börnin til þess að halda sér við efnið. Þegar þátturinn var afkynntur var sagt að þetta væri áttundi þátturinn úr þessum flokki. Mér hálfbrá. Ég mundi í svip aðeins eftir einum öðrum þætti, um Árna lögmann. Ég sé eftir að hafa misst af hinum sex þáttunum. Ekki efast ég um að Einar Pálsson viti vel um hvað hann er að ræða í sínum merku þáttum. Það er hins vegar einum of fræðilegt fyrir minn smekk og fór því meginhluti af hans máli fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Þróunin í videómálum þessarar þjóðar er orðin á þann veg að gengur gjörsamlega fram af venjulegu fólki. Hvernig gátu ráðamenn ríkisútvarps- ins í landinu látið þessi mál komast á núverandi stig án þess að hreyfa legg eða lið. Það er nú ekki eins og þetta hafi farið mjög leynt. Aðrir fjölmiðl- ar (meira að segja sjónvarpið) hafa vakið máls á þessu fyrir löngu. Varla verður séð i fljótu bragði að erlendir myndbandaframleiðendur og salar geti borið ábyrgð á því hvernig landsmenn misnota þessi myndbönd. Þau eru auðvitað ætluð til nota í heimahúsum eingöngu en ekki í rekstri litilla sjónvarpsstöðva. Það er engu líkara en að fólk sé gengið af göflunum í sambandi við myndböndin. Þegar farið er að grafa upp götur Ul þess að koma köplum og öðru tilheyrandi fyrir neðanjarð- ar, dámar manni hreinlega ekki. í upphafi virtist þetta bæði sniðugt og afar saklaust, að tengja eitt stórt fjöl- býlishús við eitt myndsegulbands- tæki. En þetta er fyrir löngu hætt að vera sniðugt í mínum augum. Jafnvel 362 sænskar kvikmyndir fara að verða sniðugar frekar en svona bannsett vitleysa. Annars virðist vikan framundan vera nokkuð skemmtileg efdr kynn- ingu Magnúsar Bjarnfreðssonar á efninu sem von er á. Sjónvarpsfor- stjórinn kynnti að von væri á endur- sýningum á „beztu sjónvarps- myndum” sem sjónvarpið hefði sýnt á liðnum árum. Hvernig ætli það sé, á sjónvarpið allar myndir sem það hefur einhvern tíma sýnt? -A.Bj. gangskör aö því aö takmarka umferð um hverfið og I gera nauösynlegar ráöstafanir til aö draga úr öku-, hraða þeirra sem um hverfiö aka. Væntir fundurinn þess að þessari málaleitan verði vel tekiö og komi til framkvæmda þegar á þessu hausti. Afmæii Iþróttir ^ Frá handknattleiksdeild ÍR Aðalfundur deildarinnar verður haldinn miövikudaginn 14. okt. i Greninu, Arnarbakka 2, kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. GENGIÐ Ferðafólag íslands Myndakvöld og kvöldvökur hafa undanfarin ár verið stór þáttur i vetrarstarfi Feröafélags íslands. Miðvikudaginn 14. okt. nk. verður fyrsta mynda- kvöld vetrarins að Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18, en þar verður þessi starfsemi til húsa í vetur. Ferðafélag Akureyrar sér um fyrsta myndakvöldið, en síðan verða slik kvöld haldin annan miðvikudag hvers mánaðar þar til i maí að vori. Þrjár kvöldvökur verða haldnar í vetur, sú fyrsta 25. nóv. en þá verður tekið fyrir efni um byggð i Víðidal í Stafafellsfjöllum. Á myndakvöldum sýna félagsmenn myndir frá ferðum um landiö og er þeim valið frjálst, en á kvöldvökum er tekið fyrir eitt ákveöið efni, semtengist sögu, náttúru eða jarðfræði íslands. Allir eru velkomnir á þessi kvöld og er enginn að- gangseyrir en veitingar eru seldar í hléi á vegum hússins. Þessar samkomur verða auglýstar í félagslífi dag- blaðanna með hæfilegum fyrirvara. 70 úr8 er i dag Börge Jónsson. Hann fæddist í Danmörku 12. október en kom til íslands árið 1927. Börge hefur starfað sem matsveinn, bæði til sjós og lands, um árabil. Hann er kvæntur og á eina dóttur sem hann dvelur hjá í dag, á afmælisdaginn. Heimilisfang hennar er Inge Lydia, Lindevænge 207, 8600 Silkeborg, Danmark. 80 ára er i dag Kristin Theódóra Niel- sen frá Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Víglundur Þorgrímsson og Jónína Guðrún Þorsteinsdóttir. Kristín giftist Axel Nielsen verzlunarmanni á Seyðis- firði, þau eignuðust þrjú börn. Hún hefur dvalizt á Hrafnistu síðastliðin ár. Miðvikudaginn 14. okt. kl. 20130. Myndakvöld afl Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18. Á fyrsta myndakvöldinu sýnir Magnús Kristinsson kennari myndir frá gönguleiðum á Norðurlandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, aðgangur ókeypis. Kaffi selt í hléi á kr. 35. 70 ðra er í dag Axel Bjarnason vörubíl-. stjóri, Ránargötu 34 hér í Reykjavík. Hann er að heiman. Feröafólag íslands GENGISSKRÁNING nr. 193 Ferflamanna 9. OKTÓBER 1981 gjaldeyrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 7,525 7fiA7 8.301 1 Staríingspund 14.384 14.426 15.868 1 Kanadadollar 6.303 6.322 6.954 1 Dönskkróna 1,0804 1,0836 1.1920 1 Norsk króna 1.3143 1.3181 1.4499 1 Ssansk króna 1.4001 1.4042 1.5446 1 Rnnskt mark 1.7484 1.7635 1.9289 1 Franskur franki 1.3845 1.3886 1.5275 1 Balg. franki 0.2069 0.2075 0.2283 1 Svlssn. franki 4.1480 4.1581 4.5739 1 Hollenzk florína 3.1420 3.1511 3.4662 1 V.-þýzktmark 3.4770 3.4871 3.8358 1 Itölsk llra 0.00851 0.00853 0.00718 1 Austurr. Sch. 0.4989 0.4983 0.5481 1 Portug. Escudo 0.1210 0.1213 0.1334 1 SpAnskur pasatj 0.0814 0.0816 0.0898 1 Japanskt yen 0.03324 0.03334 0.03687 1 (rsktDund 12.315 12.351 13.586 8DR (sérsttfk dráttarréttlndl) 01/09 8.8848 8.8904 Sfmsvari vagna genglsskrénlngar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.