Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 32

Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 32
32 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981. Þrjú ný þema- kver Iðunnar Út eru komin hjá IÐUNNI þrjú hefti með bókmenntatextum handa skólum, Þemakver Iðunnar. Er hér um aö ræða valda texta um ákveðið yrkisefni eða þema, og eru þeir sóttir í íslenzkar bók- menntir að fornu og nýju. Mennta- skólakennararnir Bjarni Ólafsson, Sig- urður Svavarsson og Steingrímur Þórð- arson sáu um útgáfuna. Fyrsta heftið nefnist Hetjan í íslenzkum bókmennt- um, annað hefti Ástin og hið þriðja Konan. Textarnir eru birtir með orð- skýringum eftir því sem þurfa þótti og aftast eru skrár um útgáfur verkanna. Textar eru jafnt í bundnu máli og óbundnu, sögukaflar, smásögur og ljóð. Elzta efni i kverunum er úr Eddu- kvæðunum en yngsti höfundurinn, Elísabet Þorgeirsdóttir, er fædd árið 1955. í formála útgefenda segir að kver þessi séu ætluð „til notkunar í fram- haldsskólum. Þó hurfu útgefendur frá því að hafa hér sérstök skólaverkefni. Engin hefð er komin á að bókmenntir séu lesnar eftir sérstökum þemum eða aðalefni í framhaldsskólum og töldum við ekki rétt að binda hendur kennara og nemenda með verkefnum sem fylgdu þessari útgáfu. Við teljum að vinna megi með texta þessa kvers út frá mörgum sjónarhornum og viljum gefa hugmyndaríkum nemendum og kenn- urum tækifæri áað spreyta sig.” Þemakver Iðunnar eru 64 bls. hvert um sig. Prentrún prentaði. Mál og túlkun Safn ritgerða um mannleg frnði í ritgerðinni Textafræði eftir Jakob Benediktsson er fjallað um þá fræði- grein sem margir telja helztu upp- sprettu rannsókna í sagnfræði, bók- menntafræði og málfræði. Tvær ritgerðir fjalla um túlkun sög- unnar. í Sagnfræði og söguspeki eftir Inga Sigurðsson er efnið rætt í víðu samhengi, en i ritgerðinni Orsakaskýr- ingar í sagnfræðí ræðir Gunnar Karls- son um efnið með hliðsjón af einu grundvallaratriði í sagnfræði. Þrjár ritgerðir fjaila hver með sínum hætti um túlkun texta. í erindinu Bók- menntir og bókmenntatúlkun fjallar Vésteinn Ólason um efnið á breiðum grunni og veitir yfirlit yfir svið bók- menntafræðinnar. í ritgerðinni Rit- skýring og túlkun Biblíunnar ræðir Gunnar Kristjánsson um efnið i tengsl- um við það rit sem er undirstaða krist- innar trúar. í Nokkur hugtök og úr- lausnarefni I túlkunarfræði leitast Páil Skúlason við að skýra fáein mikilvæg atriði i fræðigrein sem staðið hefur í nánum tengslum við textafræði, rit- skýringu, sagnfræði og bókmennta- fræði. Að síðustu fjallar Halldór Halldórs- son um það efni sem öllum ber að sinna og ekki sizt þeim sem við visindi og fræði fást. Fyrirlestur hans nefnist Um málvöndun. ÍOÐHAGFRÆÐ Þjóðhagfræði eftir GyHa Þ. Gíslason Út er komin á vegum IÐUNNAR ný kennslubók eftir Gylfa Þ. Gíslason prófessor, Þjóðhagfræði. Bókin er ætluð menntaskólum og öðrum fram- haldsskólum þar sem um er að ræða námsbraut á viðskiptasviði. Hún skipt- ist í fimmtán kafla er svo heita: Hag- fræði, efnahagsmál, stjórnmál; Fram- leiðsluskilyrði; Framboð og eftirspurn; Verðmætahringrásin í hagkerfinu;' Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur: Þjóðhagsreikningar: Neyzla, sparn- aöur, fjárfesting; Opinber fjármál: Peningar og vextir; Utanríkisviðskipti; Vinnumarkaður; Hagsveiflur, verð- bólga, hagvöxtur; Hagkerfi; Úr sögu hagfræðikenninga; Markmið og leiðir i efnahagsmálum. í eftirmála vikur höfundur að við- fangsefni þjóðhagfræðinnar, þ.e. „macroeconomics” sem þýða mætti með „heildarhagfræði”. Þar er ekki fjallað um þá þætti hagfræðinnar sem taldir eru til „microeconomics” sem þýða mætti með „deildarhagfræði”, svo sem kostnað fyrirtækja og verö- myndun einstakra vörutegunda við ólikar aðstæður. Það er gert í rekstrar- hagfræði.” Áður hefur komið út kennslubók eftir sama höfund um þau efni, Þættir úr rekstrarhagfræði. — Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 Þjóðhagfræði er 218 blaðsíðna bók, með allmörgum skýringarmyndum. Prentrún prentaði. ©fðiitma Sálfræði hugur og hátterni eftir Aldtei Guðmundsdóttur og Jörgen Pind Hjá Máli og menningu er komin út bókin SÁLFRÆÐI, hugur og hátterni eftir Aldísi Guðmundsdóttur og Jörgen Pind, kennara. Bók þessi er fyrst og fremst ætluð til kennslu á framhaldsskólastigi og skipt- ist efni bókarinnar í sjö kafla: 1. Inn- gangur (sögulegt yfirlit, alþýðusál- fræði og rannsóknaraðferðir), 2. Taugasálfræði, 3. Heyrn, 4. Sjón, 5. Nám, 6. Minni og eftirtekt og 7. Svefn og draumar. í bókinni er leitazt við að varpa ljósi á tengsl hugar, heila og hátt- ernis. Auk hefðbundinna viðfangsefna í sálfræði er einnig fjallað um ýmsar nýjar kenningar og rannsóknir sem lítt eða ekki hefur verið skrifað um á is- lenzku áður. N Bókin er prýdd fjölda mynda og línurita til þess að auðvelda skilning á efninu. í lok bókar er ítarleg heimilda- skrá auk þess sem hverjum kafla fylgir stutt skrá yfir aðgengileg rit um efni kaflans. Bókin er 270 bls. og unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Mannkynssaga Tuttugasta öldin Út er komin á vegum Hins íslenzka bókmenntafélags Mannkynssaga — Tuttugasta öldin (fyrra bindi 1914— 1945) eftir Einar Má Jónsson, Loft Guttormsson og Skúla Þórðarson. Fyrirhuguð er útgáfa síðara bindis sem ætlað er að rekja gang heimsmála frá lokum síðari heimsstyrjaldar til okkar daga. Fyrra bindið, sem nú liggur fyrir, er mikið að vöxtum, um 400 bls. Vand- að hefur verið til verksins og er það prýtt fjölmörgum myndum, kortum og töflum. Er því skipt í 12 meginkafla sem deilast aftur hver í nokkra undir- kafla. Spássíugreinar segja nánar til um hvað um er rætt á hverri síðu. í bókar- lok er timatalsyfirlit og nafnaskrá. Eins og segir í formála hafa höfund- ar lagt megináherzlu á að rekja at- burðarás, setja sögulegar staðreyndir í samhengi. Auk hefðbundinna stjórn- málaviðburða hefur verið kappkostað að lýsa gangi mála á sem flestum sviðum þjóðfélagsins, cfnahags- og fé- lagslifs, lista og menningar. Þessi mannkynssaga er huguð sem yfirlitsrit fyrir almenning og fram- haldsskólanema. Höfundar láta þá von i ljós að hún megi nýtast til „upplýsing- ar og umhugsunar um þá sögulegu framvindu sem hefur ómótmælanlega markað, oft með feiknstöfum, ásýnd þess heims sem við nú lifum í”. ISU.NSK HÓKI R t Ði gjafi og hefur kynnzt mörgum líkum vandamálum. í eftirmála gefur hann í skyn að hér sé í og með fjallað um raunverulega atburði. Þar segir hann m.a.: „Sögu Eyvindar lýkur ekki með þessu ævibroti. Hann átti oft eftir að sitja í fangelsi og hljóta skilorðsbundna dóma, en hann var ekki vonlaus, Iífi hans var ekki lokið. Enn hann átti von en hluti af þeirri von var fólginn í skiln- ingi og viðhorfum hinna fullorðnu Bókin Táningar og togstreita er 184 bls. Hún er myndskreytt af Rúnu Gísla- dóttur. Setning og prentun var unnin i Prentstofu G. Benediktssonar, bók- band í Arnarfelli. íslenzk bók- fræði eftir Einar G. Pótursson og Ólaf F. Hjartar Hið íslenzka bókmenntafélag hefur gefið út bók eftir Einar G. Pétursson og Ólaf F. Hjartar, sem heitir íslenzk bókfræði, helztu heimildir um íslenzk- arbækuroghandrit. Fremst er kafli, Um bókaskrár, eftir Ólaf, en þar er gerð grein fyrir bóka- skrám almennt og oft höfð hliðsjón af erlendum ritum. Annar er aðalmark- mið þessarar bókar að geta skráa sem til eru um íslenzk rit í öllum greinum. Þess vegna eru i bókinni almennar bókaskrár, skrár um einstaka efnis- flokka, ritaskrár einstaklinga, efnis- skrár tímarita, skrár frá einstökum út- gáfustöðum, bókmenntasögur, almenn mannfræðirit og stéttatöl o.fl. Oft fylgir titlum umsögn til glöggvunar á efni skránna. Efnið er flokkað en efnis- orðaskrá og registur auðvelda notkun bókarinnar. Sérstakur kafli er um handrit, sem er fyllsta greinargerð um skrár um íslenzk handrit, hérlendis sem erlendis, sem völ er á. Táningar og togstreita eftir Þóri S. Guðbergsson Nýlega er út komin hjá Fjölvaútgáf- unni íslenzk þjóðfélagsleg skáldsaga, Táningar og togstreita eftir Þóri S. Guðbergsson. Þetta er unglingabók sem fjallar um unglingavandamál nútímans. Hún gerir það á ýmsan hátt á opinskárri og hreinskilnari hátt en áður hefur tíðkazt. Þetta er sagan af Eyvindi, ungum pilti sem lendir úti á galeiðunni. Hann kemst upp á kant við umhverfi sitt og á í sífelldum brösum í skólanum, lærir ekki og fer að skrópa og finnst þar allt einskisvert. Þar með er hann orðinn að vandamáli og lýst sláandi í bókinni við- brögðum skólastjóra, yfirkennara og sálfræðings og fleiri embættismanna, þar sem þeir standa uppi ráðalausir. Eyvindur reykir og drekkur og sýnist vera kaldur karl. Sé hann blankur brýst hann inn og stelur tóbaki, brennivíni og peningum. Hafi hann náð feng finnst honum hann eiga hann. Sírenurnar væla og löggurnar bætast í hóp þeirra mörgu embættismanna sem þurfa að taka hann til meðferðar. Loks kemur að örlagastund, getur Eyvindur snúið út af glötunarbrautinni eða er önnur leið fær eftir ólgu gelgjuskeiðsins? Höfundurinn er sjálfur félagsráð- JÓNAS H, HARAL2 VELFERÐARRÍKI ÁVILUGÖrUM £2^ Vlnsítrisrjóm . . ReykjaviW MKM =« i» « **** ííiíli .... 1 »UW' 1*'® Jónas H. Haralz Velferðarríki á villigötum í þessu riti, sem er úrval greina eftir Jónas H. Hæalz frá áttunda áratugn- um, er rætt um margvísleg vandamál velferðarríkisins, um viðbrögð stjórn- málaflokka, einkum Sjálfstæðisflokks- ins, við þessum vandamálum og síðast en ekki sízt um hagstjórn og verðbólgu. Höfundur segir í inngangi: Bókin skiptist í þrjá hluta sem nefn- ast Hvert stefnir velferðarríkið?, Hag- mál og stjórnmál og Hagstjórn og verð- bólga. Dauðasveitin Ný Mack Bolan bók Bókaútgáfan Máni hefur nú sent frá sér aðra bókina í flokknum um Mack Bolan. Hún heitir Dauðasveitin og er 172 síður að stærð. Bækur bandaríska rithöfundarins Don Pendleton um Mack Bolan hafa notið feiknavinsælda erlendis og bendir salan á fyrstu bók hans hérlendis í sumar til þess að sögurnar muni falla islenzkum lesendum vel í geð. Til þessa. hafa Bolan-bækurnar selzt í 30 millj- ónum eintaka í Bandarikjunum. Dauðasveitin segir frá þvi hvernig Mack Bolan fær til liðs við sig harð- snúna bardagamenn í striðinu við undirheimalið mafiunnar í Bandaríkj- unum. Hann er eftirlýstur af mafiunni en auk þess eru löggæzluyfirvöld komin á slóð hans. Glæpaliðið og verðir laganna keppast um að hafa hendur i hári Bolans og munar oft aðeins hársbreidd að þeim takist það. En Bolan nýtur reynslunnar úr Viet- namstríðinu og með liði sínu tekst honum að þurrka liðsmenn mafiunnar út hvern eftir annan. Bókaflokkurinn um Mack Bolan fæst á blaðsölustöðum um allt land.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.