Dagblaðið - 12.10.1981, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981.
í---------1
TEKUR
ÞÚ
AHÆTT
ITNA?
Þú þarft þess ekki lengur því
nú getur þú fengiö eldtraust-
an og þjófheldan peninga- og
skjalaskáp á ótrúlega hagstæðu verói.
^K/NGCROWN
Einstaklingar:
1. Peningar innlendir & er-
lendir.
2. Verðbréf — afsöl —
samningar.
3. Frlmerki og mynt.
4. Skartgripir.
5. Fornmunir og bækur.
6. Sendibréf.
Fyrirtæki:
1. Fjármunir, peningar og
ávlsanir.
2. Nótubækur og afborgun-
arsamningar.
3. Viðskiptamannabókhald.
4. Erl. reikningar og farmbréf.
5. Samningarog veröbréf.
6. Almenn bókhaldsgögn.
o
A. Lykill og talnalás= tvöfalt öryggi.
B. Innbyggt þjófaviðvörunarkerfi.
C. 10 stærðir, einstaklings og fyrirtækjastærðir.
D. Japönsk gæðavara (JIS Standard).
E. Viðráðanlegt verð.
F. Eldtraustir og þjófheldir.
G. Japönsk vandvirkni i frágangi og stil.
K/NGCROWN
Útsölustaðir:
Rafiðjan h.f.
Kirkjustræti 8,101 Reykjavlk.
Hrlsnes h.f.
Auóbrekku 51, 200 Kópavogi.
Glsli J. Johnsen h.f.
Smiðjuvegi 8, 200 Kópavogi.
Versl. Rafkaup
Hafnarfirði.
Versl. Stapafell h.f.
Keflavlk.
Versl.þjónusta Páls Þorbjörnss.
Vestmanneyjum.
Kaupfélag A-Skaftfellinga
Höfn, Hornafirði.
Bifreiðaverkstæðið Lykill,
Reyðarifirði.
Verslun EllsarGuönasonarh.f.,
Eskifirði.
Verslun Gríms & Árna,
Húsavlk.
Raftækni,
Óseyri 6, Akureyri.
Versl. Ýlir h.f.
Dalvlk.
Raftækjavinnustojan s.f.
Ólafsfiröi.
Verslunin Tröð
Matthias Jóhannesson
Siglufiröi.
Radló & Sjónvarpsþjónustan
Sauöárkróki.
Kaupfélag Húnvetninga
Blönduósi.
Söluskálinn Vlóigerði,
Vlðigerói, V.Hún.
Jón Fr. Einarsson h.f.
Bolungarvlk.
Verslun Gunnars Sigurðssonar
Þingeyri.
Vöruhúsið Hólmkjör h.f.
Stykkishólmi.
Verslunin Vlk
Ólafsvlk
Kaupfélag Borgfirðinga
Borgarnesi.
M.M. Búðin h.f.
Selfossi.
PÁLL STEFÁNSSON
Umb. & Heildv., Pósthólf 9112, Simi 72530,129 Reykjavik.
Fylkingin gengur úr Dómkirkjunni til Alþingishússins. Fremst eru forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, biskupinn,
herra Pétur Sigurgeirsson, séra Sigurður Sigurðarson, sóknarprestur á Selfossi, en síðan kemur ríkisstjórnin.
DB-myndir: Einar Ólason.
Alþingi kemur saman á ný:
Glatt á hjalla áður
en alvaran tekur við
Kaldur norðanvindur lék um æðstu
menn þjóðarinnar er þeir gengu til
þingsetningar að lokinni guðsþjónustu
í Dómkirkjunni á laugardag. Setja átti
alþingi íslendinga, 104. löggjafarþing.
Athöfnin var með hefðbundnu sniði.
Þingmenn og aðrir æðstu menn þjóðar-
innar, ásamt sendimönnum erlendra
ríkja, hlýddu fyrst á guðsþjónustu þar
sem séra Sigurður Sigurðarson, sóknar-
prestur á Selfossi, predikaði. Því næst
var haldið til þinghússins.
Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, setti þingið, í annað sinn í for-
setatíð sinni, en fól síðan aldursforseta,
Gunnari Thoroddsen forsætisráðherra,
að taka að sér stjórn fundarins.
Aldursforseti minntist tveggja fyrr-
verandi alþingismanna sem látizt hafa
frá því að síðasta þingi var slitið, þeirra
Erlendar Þorsteinssonar og Magnúsar
Kjartanssonar. Reis þingheimur úr
sætum til að votta þeim virðingu sína.
Aldursforseti stýrði síðan kjöri for-
seta sameinaðs þings. Var Jón Helga-
son, þingmaður Framsóknarflokksins,
endurkjörinn, sem við mátti búast,
með 54 atkvæðum en 6 seðlar voru
auðir.
Tók Jón við stjórn fundarins. Minnt-
ist hann þess að 1. júlí í sumar voru eitt
hundrað ár liðin síðan alþingishúsið
var tekið í notkun. Rakti hann sögu
þess en frestaði síðan þingfundi.
Að setningarathöfninni lokinni
hófust fundir í þingflokkunum. Þingið
kemur saman til fundar í dag og verður
fjárlagafrumvarpið þá lagt fram.
-KMU.
Þrlr alþýðuflokksþingmenn komnir á sinn stað, Magnús H. Magnússon varafor-
maður flokksins, Sighvatur Björgvinsson þingflokksformaður og Vilmundur Gylfa-
son. Við hlið þeirra er sjálfstæðismaðurinn Eggert Haukdai.
Vigdis Finnbogadóttir setti 104. löggjafarþingið og ávarpaði þingheim. Þingmenn hylltu siðan forsetann og fósturjörðina með
ferföldu húrrahrópi.