Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981.
35
Sjónvarp
SÚEZ—sjónvarp í kvöld kl. 21.10:
VALDATAFL SEM NÆSTUM LEIDDIHL
ÞRIÐJU HEIMSSTYRJALDARINNAR
í kvöld sýnir sjónvarpið langa mynd
um Súez-deiluna árið 1956. Nærri lá,
að heimsstyrjöldin þriðja brytist þá út
— svo hörð voru átökin um þennan
skipaskurð í Egyptalandi. Hann er
hernaðarlega mjög þýðingarmikill því
um hann er greið leið frá Miðjarðar-
hafi til Rauðahafs og þar með til Asíu.
Myndin í kvöld leitast við að svara
spurningunni um það hvaða stjórn-
málamenn stóðu að baki Súezdeilunni,
og hvaða leynifundir Breta, Frakka og
ísraelsmanna voru tengdir henni?
Það kemur fram að ýmsir voldugir
þjóðleiðtogar voru á öndverðum
meiði um það hvernig bregðast skyldi
við vandanum. Efst á blaði voru þeir
Anthony Eden forsætisráðherra Breta,
Pandit Nehrú forsætisráðherra Ind-
lands, John Foster Dulles forsætisráð-
herra Bandarikjanna og Gamal Nasser
forseti egypzka lýðveldisins.
Mikið af heimildum var kannað áður
en handrit þessarar myndar var samið.
Auk þess var rætt við fjölda manns sem
atburðunum tengdust. Það var leitazt
við að komast eins nærri sannleikanum
og mögulegt var.
Það er ian Curteis sem samið hefur
myndina. Hann hefur áður gert
heimildarmyndir af svipuðum toga
fyrir BBC. Má þar nefna „Beet-
hoven”, „Herra Rolls og herra Royce”
og nú síðast mynd sem heitir „Chur-
chill og hershöfðingjarnir.”
Þjóðhöfðingjarnir í Súez-myndinni
eru leiknir af brezkum leikurum. Auk
þeirra fjögurra sem fyrr voru nefndir
koma fram valdamenn eins og Feisal
Írakskonungur, Eisenhower hershöfð-
ingi og margirfleiri.
-IHH.
GOLA
sportskór
H
Sir Anthony Eden var forsætisráðherra
Breta 1956 þegar Súez-deilan kom upp.
Hann er i myndinni leikinn af Michael
Gough.
StærOír 31—34
Stærðir 38—47
Verðkr. 145,10
RUCANOR
Stærðir 33-47
Verðkr. 112,00
PÓSTSENDUM
Laugavegi 13.
Sínti 13508.
UÓN í HÚSINU — útvarp ífyrramálið kl. 9.05:
AF DRENG 0G UÓNI
Ágúst Guðmundsson kvikmynda-
leikstjóri les um þessar mundir útvarps-
sögu barnanna á morgnana kl. 9.05.
Heitir hún Ljón í húsinu og er að sögn
bráðfyndin. Þar segir frá ll ára strák
sem býr í litlum bæ í Svíþjóð. Hann er
I morgunstund barnanna er nú lesin
saga um hvernig það er fyrir 11 ára
strák að eignast Ijón sem einkavin.
fremur einmana og finnur ekki vini við
sitt hæfi. Heitasta ósk hans er að eiga
eitthvert dýr en það vill móðir hans alls
ekki.
Eina helgi skreppa foreldrar hans
burtu og stráksi á að passa sig sjálfur á
meðan.
Það er heldur vont veður, krapa-
slydda, og hann er að horfa út um glugg-
ann þegar hann sér eitthvert dýr, sem
helzt líkist stórum hundi, koma út úr
skóginum. Fjölskyldan býr í í einbýlis-
húsi í útjaðri bæjarins og skógurinn
nær heim að garðshliðinu.
Dýrið labbar inn í garðinn og leggst
þar í laufhrúgu.
Stráksi fer og sækir hundinn sem
hann heldur að sé og tekur hann í hús.
Þar gengur á ýmsu. Tígri, eins og strák-
ur kallar dýrið, ólmast í eldhúsinu
sullar niður mjólk og er næstum búinn
að hræða lífið úr stelpu sem kemur að
útidyrunum með póst. Þetta er reyndar
stelpa sem strákurinn er skotinn í en sú
ást er ekki endurgoldin.
f síðasta léstri var strákurinn kominn
með Tígra í gönguferð um skóginn.
Ennþá veit hann ekki að nýi vinurinn
hans er ljón i alvörunni.
Völundur Jónsson, þýðandi sög-
unnar, segir að Hans Petersen,
höfundurinn, hafi ritað mikið fyrir
börn og unglinga. Hann hefur hlotið
H. C. Andersen-verðlaunin og aðrar
alþjóðaviðurkenningar fyrir bækur
sínar. Meðal annars þykir hann skrifa
nærfærnislega um ástamál unglinga.
-IHH.
4
Bílbeltin
hafa bjargað
ÚUMFERÐAR
RÁÐ
Birgisdóttír. (7.55 Daglegt mál:
Endurt. þáttur Heiga J. Halldórs-
sonar frá kvöldinu áður. 8.00
Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Séra
Bernharður Guðmundsson taiar.
Forustugr. dagbi. (útdr.). 8.15
Veðurfregnir. Forustugr. frh.).
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna.
„Ljón í húsinu” eftir Hans Peter-
son. Völundur Jónsson þýddi.
Ágúst Guðmundsson les (6).
9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tón-
leikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 íslensk tónlist. Robert Aitken
og Sinfóniuhljómsveit íslands leika
Flautukonsert eftir Atla Heimi
Sveinsson; höfundurinn stj. /
Erling Blöndal Bengtsson og
Sinfóniuhljómsveit islands leika
„Canto elegiaco” fyrir selló og
hljómsveit eftir Jón Nordal; Páll
P. Pálsson stj.
11.00 „Man ég það sem löngu leið".
Ragnheiður Viggósdóttir sér um
þáttinn. Lesin verður ritgerðin
„Frúin i Þverárdai” eftir Sigurð
Guömundsson skólameistara.
11.30 Morguntónleikar. Don-
kósakkakórinn syngur rússnesk
alþýðulög; Sergej Jaroff stj. / Kór
og hljómsveit Ríkisóperunnar í
Vinarborg flytja létt Vinarlög;
Robert Stolz stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
f
ii
^ Sjónvarp
Mánudagur
12. október
19.45 Frétlaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttirog veður.
20.25 Auglýsingarogdagskrá.
20.35 Filippus og kisi. Finnsk leik-
brúðumynd. Fjórði og siðasti þátt-
ur. Þýðandi: Trausti Júlíusson.
Lesari: Guðni Kolbeinsson. (Nord-
vision — Finnskasjónvarpið).
20.40 Iþróttir. Umsjón: Jón B. Stef-
ánsson.
21.10 Súes. Sjónvarpsleikrit frá
BBC eftir lan Curteis um atburð-
ina, er tengdust Súesskurðinum
árið 1956; innrás þriggja ríkja i
Egyptaland og þá hættu sem
heimsfriðnum stafaði af deilunni
um skurðinn. í verkinu Ieitast höf-
undurinn við að svara áleitnum
spurningum um hvað lá að baki
Súes-deilunni og koma þar við
sögu leiðtogar Englands, Indlands,
Bandaríkjanna og Egyptalands.
Þýðandi: Jón O. Edwaid.
00.15 Dagskrárlok.