Dagblaðið - 12.10.1981, Side 2

Dagblaðið - 12.10.1981, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981. - .. Spurning dágsins Hvernig endast mánaðar- launin með nýju krónunni? Auður Jónsdóttir nemi: Miklu verr, tvímælalaust. Það hækkar allt í hverri viku en fólki finnst ekkert muna um eina krónu. Eirikur Jóhannsson h&skólanemi: Verr en áður og veit satt að segja ekki skýringuna á því. Margir smáhlutir hafa hækkað mikið en fólk tekur siður eftir því núna. Ása Helga Ólafsdóttir meinatæknir: Mikiu verr en áður. Fólk virtist tapa verðskyninu í smátíma. Sjálf hugsa ég enn allt of mikið i gömlum krónum. Valborg Sigurðardóttir skólastjóri: Verr. Verðskynið hefur skaddazt veru- lega við myntbreytinguna. *msÉá Þórður Kristlnsson verzlunarmaður: Miklu verr. Þótt þeir segi verögildi vera miklu meira gengur mér alls ekki að skilja það og get ekki séð að svo sé. Það er auðveldara að blekkja fólk núna. Jón Óskarsson eftirlitsmaður: Heldur verr en áður. Kaupmenn hafa margir hverjir fært sér þetta í nyt og hagnazt áneytendum. ULFURISAUÐARGÆRU? —spyr bréf ritari um áróðursherferð Samhygðar í blöðum og útvarpí Jóhann Guðmundsson skrifar: íslendingar hafa að undanförnu orðið fyrir mikilli áróðursherferð Samhygðar. Þessi samtök eru sam- kvæmt eigin yfirlýsingu ekki trúar- bragðalegs eðlis en komust samt i sauðargæru sinni að í helgistund sjónvarpsins. Ástæða þess að ég tek mér penna í hönd er sú að í Ríkisút- varpinu 2. okt. 1981, þar sem Sam- hygð kynnti starfsemi sína, kom fram efdrfarandi: ,,En meðan hollusta okkar beinist fyrst og fremst að þjóðinni, fjöl- skyldunni, trúflokknum (kirkjunni? — innsk. bréfritara) eða ákveðnum kynþætti getum við aldrei hjálpað meðbræðrum okkar.” Hvar er íslenzk þjóð stödd ef hún hlustar á þvílíkar raddir? Þykist Sam- hygð geta gefið okkur eitthvað í stað hollustu okkar við þjóð, fjölskyldu eða trú? Og svari hver íslendingur fyrir sig. Laugardaginn 3. okt. 1981 var heil- siðuauglýsing í Morgunblaðinu. Neðst í hægra horni þessarar auglýs- ingar eru nöfn eftirtalinna fyrir- tækja: Karnabær, Tryggingamið- stöðin, SfS, Rán, Bílaborg, Blóm og ávextir, Rosenthal og Á. Einarsson og Funk. Telja verður að þessi fyrir- tæki dreifi auglýsingum frá Sam- hygð. Er það rétt skilið að þessi fyrir- tæki lýsi yfir samstöðu með Samhygð um að „hollusta við þjóð, fjölskyldu og trú útiloki að við getum hjálpað meðbræðrum okkar”? Eða kom úlfur í sauðargæru til þess að biðja um fjármögnun auglýsingar fyrir sig? Svar óskast. MED KARTOFLUIMUNNINUM nokkur orð um dönskukennslu í skólum Garri skrifar frá Noregi: Alveg er ég steinhissa á því af hverju danska er eingöngu kennd í grunnskólum íslands. Þar með á ég við að hin Norðurlandamálin eru úti- lokuð. í fyrsta lagi er danskan tor- skildari en norskan eða sænskan. Þegar íslendingur leggur leið sína til Danmerkur skilur hann lítið sem ekkert vegna þess hve hreimurinn er Guðrún Lilja á skrifstofu Tomma- hamborgara hafði samband við blaðið og tjáði okkur að Tómas Tómasson, eigandi fyrirtækisins, torskilinn. Meira að segja Norðmenn eiga bágt með að skilja Dani þó tung- urnar séu líkar og Norðmenn gera stólpagrín að Dönum vegna framburðarins. Enda er eins og Danir séu með kartöflu í munninum þegar þeir tala. Það sem ég hef lært í norsku er ég viss um að ég get munað miklu frekar en alla þá dönsku sem ég hef lært í hefði farið út til Bandaríkjanna á mánudagsmorgun og gæti því ekki svarað lesendabréfi sem birtist í DB sl. þriðjudag. Vildi hún að þetta kæmi fram svo ekki væri álitið að Tommahamborgarar vildu ekki svara bréfinu. skóla enda norskan miklu hreim- minni en danskan og líkari íslenzk- unni. Nýverið hef ég frétt að dönsku eigi Svipmynd frá Strikinu i Kaupmanna- höfn. Garrri telur óefllilegt að danska ráði rfkjum i tungumálakennslu grunnskólanna. að fara að kenna í íslenzka sjónvarp- inu og undirstrikar það enn fremur hversu mikla einokunaraðstöðu danskan hefur í tungumálakennslu okkar íslendinga. Alveg er ég viss um að islenzkir nemendur myndu kunna mun betur við að læra norsku eða sænsku (skandinavísku) í skóla heldur en dönsku, sem allflestum þykir hundleiðinleg og niðurdrepandi að læra því þeir ná hvort eð er aldrei danska (kartöflu) hreimnum hvað sem þeir reyna. Meira að segja dönskukennararnir þurfa að búa í Danmörku til að ná hinum erfiða danska hreim. Þess vegna beini ég þeirri spurningu dl íslenzkra dönskukennara og skóla- stjóra: af hverju er danska algerlega einráð i íslenzka skólakerfinu? Hættið að troða dönskunni upp á nemendur. Raddir lesenda Hamborgarakóng- urinn fór utan —og getur þvf ekki svarað bréf i sem birtistíDB Grettisgötu 1218 -S/rni25252 Peugout 504 L 1978, rauður, ekinn aðeins 40 þ. km. Snjódekk + sumar- dekk. Traustur bill. Verð kr. 75 þús. Citroén Visa ’81, blár, ekinn 6 þús. km. Vcrð 80 þús. kr. Villys 1962, rauður m/hvitum blæjum. Góð dekk, nýskoðaður, hurricane vél. Verð kr. 38 þús. Lada 1200 1980, drapplitur, ekinn 12 þ. km. Sem nýr bill. Verð kr. 55 þús. „Drif á öllum”. Subaru 1800 Station 1980, rauður, ekinn 21 þ. km. Mikið af sérpöntuðum aukaútbúnaði. Verð kr. 120 þús. Skipti möguleg á ódýrari bfl. KAUPENDUR ATHUGIÐ: Útborgun og greiðslu- kjör við allra hœfi. Daihatsu Charade 1979, silfurgrár, 5 dyra, ekinn 62 þ. km. Snyrtilegur, sparncytinn bfll. Verð kr. 62 þús. BHamarkaðurínn Mazda 323 5 dyra, 1981. Blá- sanseraður, ekinn 12 þ. km. Ýmsir aukahlutir. Verð kr. 90 þús. (útborgun kr. 60 þús.). Mazda 929 L Hardtopp 1981, brúnsanseraður, ekinn 10 þús. km, sjálfskiptur, aflstýri, og -bremsur. Verð 125 þús. kr. Skipti möguleg á Saab (ódýrari). Range Rover 1976, drapplitur, aflstýri og -bremsur, útvarp, ný dekk, allur ný- yfirfarinn (nýtt lakk o. fl.). Verð kr. 145 þús. nmmmm Piymouth Volaire station, árg. ’79, drapplitur, 8 cyl. (318), ekinn 42 þ. km, sjálfsk., aflstýri, útvarp, segulband, snjódekk. Verð kr. 130 þús. Dodge Ramcharger, árg. ’75, blá- sanseraður, 8 cyl. (360), ekinn 60 þ. m., beinskiptur, 4ra gfra, aflstýri, út- varp, upphækkaður, breið dekk, 4 dekk fylgja, allur nýyfirfarinn, stór- glæsilegur jeppi. Verð kr. 115 þús. Volvo 245 Station ’78, gulur, ekinn 68 þús. km, aflbremsur, útvarp. Skipti möguleg. Verð 120 þús. kr. Buick Skylark Sedan árg. 1980, silfur- grár, ekinn aðeins 3 þús. km, 6 cyl., beinsk. (4ra gíra). Verð kr. 185 þús. ota MK II Coupé 1974, blá eraður. Verð kr. 52 þús. Skipti á Bronco Sport 1974, blár, 6 cyl., beinsk., ekinn 73 þ. km. Verð kr. 65 þús. Skipti á ódýrari. Volvo 244 GL árg. ’78, blár, ekinn 47 þ. km, sjálfskiptur. Verð 98 þ. kr. (Skipti möguleg á ódýrari bfl). Mazda 323 1979, rauður, ekinn 5 þús. km, sjálfskiptur, útvarp. Verð 7 þús. kr. BMW 320 1980, brúnn, ekinn 12 þús. km, útvarp, segulband. Verð 133 þús. kr. Datsun dfsil 1977, grænsanseraður, vél nýupptekin frá grunni. Verð kr. 78 þús. , Chevrolet Malibu Sedan 1979, 6 cyl., sjálfsk. m/öllu, ekinn aðeins 24 þ. km. Verð kr. 125 þús. Skipti möguleg á ódýrari bíl.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.