Dagblaðið - 12.10.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.10.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent Varðturnsfélagið — eða vottar Jehóva: Efasem darmönmnum jjölgar — Eru orðnir þreyttir á hœpinni tímasetningu á heimsendi og vilja ekki stéttaskiptingu á himnum JÓHANNA I bRÁiiucrwSTTic Sl. ár hefur staðið mikilf styr um trúarsöfnuðinn votta Jehóva, eða Varðturnsfélagið í Bandaríkjunum. Er hér um innbyrðis deilur að ræða og hafa óánægðir meðlimir haft í frammi mótmæli í ýmsum myndum á "áðstefnum er haldnar hafa verið ái vegum félagsins. Hafa þeir stundum birzt þar með poka á höfðinu til að þekkjast ekki og forðast þannig brottrekstur úr söfnuði sínum. Þeir hafa borið mótmælaspjöld þar sem jafnvel helztu kenningar safnaðarins eru dregnar í efa. Þessi hópur óánægjumanna er enn ekki stór en fer ört vaxandi. Þeir hafa notið dyggilegrar aðstoðar evangelískra mótmælendatrúboða og hafa sumir þeirra jafnvel stofnað biblíulestrar- klúbba þar sem kenningar vottanna eru gagnrýndar. Þar að auki hóta margir fyrrverandi vottar í Banda- ríkjunum og Kanada að lögsækja félagið fyrir auðsýnda andlega- og félagslega grimmd. Þetta er þó ekkert nýtt fyrir votta Jehóva. Á nítjándu öld voru stofnuð ótal sértrúarfélög sem trúa á þúsund ára ríkið en vottar Jehóva eru nú einir eftir um að trúa því að búast megi við heimsendi i náinni framtíð. Þeim er kennt að forðast samneyti við fólk utan safnaðarins, ganga aðeins af illri nauðsyn í hjónaband og ala börn sín án utanaðkomandi hjálpar. Mótmælaaðgerðir óánægðra votta f Toronto, Kanada. Spádómar Vandræði votta Jehóva hófust upp úr árinu 1960. Leiðtogar félagsins til- kynntu í Varðturninum og öðrum málgögnum sínum að 6000 ára ,,tími heiðingjanna” liði að lokum 1975. Leiðtogarnir byggðu þessa spá sína á flóknu tímatali í biblíunni sem tíma- setur fæðingu Adams haustið 4026 f. Kr. Fyrir heittrúaða gat þetta aðeins haft eina þýðingu: Heimsendir var í nánd. Margir vottar undirbjuggu sig vandlega fyrir stríðið milli Jesú og satans. Sumir tóku sparifé sitt úr bönkum, sefdu hús sitt og biðu þess glaðir að erfa jörðina. Aðrir felldu niður skólanám, hættu við að gifta sig eða frestuðu því að leita lækninga við sjúkdómi sínum. Enn ekkert varð úr heimsendi. Forseti Varðturnsfélagsins, Fred Franz, álasaði þeim þunglega sem túlkað höfðu spádóminn svo einstrengingslega. Hann sagði að það væri alls ekki unnt að nefna tím- ann svo ákveðið þar sem ekki væri vitað hvað langur tími leið á milli sköpunar Adams og Evu. Þessi vonbrigði urðu upphaf þess að sumir meðlimir tóku að efast um dómgreind leiðtoga sinna. Þeir upp- götvuðu að Franz var ekki fyrsti leið- toginn sem kom með ákveðnar kenn- ingar um heimsendi er ekki stóðust. Smám saman tóku vottar að rengja mikilvægustu kenningu félagsins — að unnt sé að túlka styrjaldir og hungursneyð sem merki um heims- endi. Aðrir tóku að efast um að stjórnarmeðlimir Varðturnsfélagsins væru í rauninni trúir og dyggir þrælar Jehóva, útvaldir til að boða sannleikann. — Þetta eru falstrúarbrögð, segir sagnfræðingurinn James Penton, einn af 50 fyrrverandi vottum Jehóva í Alberta, Kanada sem nú vinna ötul- lega að því að afsanna kenningar félagsins. Stéttaskipting Villutrú hefur jafnvel skotið rótum í aðalstöðvum Varðturnsfélagsins í New York en þar lifa um 1.800 vottar saman í trúarlegri kommúnu. Fyrir tveimur árum voru a.m.k. 12 vottar reknir þar úr söfnuðinum fyrir að draga þá trú í efa að aðeins væri rými fyrir 144.000 „smurða” í heiminum. Vottunum er kennt að þar sem þegar hafi verið fyllt svo mikið í þessi himn- esku göt verði margir trúaðir að láta sér nægja jarðneska paradís. Margir eiga erfitt með að kyngja þessari hugmynd. — Ég get ekki trúað því að Guð ætli sér að skipta íbúum þúsund ára- ríkisins í tvær stéttir, segir Rene Vasques. Hann var, áður en hann var rekinn úr söfnuði sínum, yfirmaður spönskumælandi votta. — Við vilj- um allir halda í vonina um pláss á himnum. En aðalágreiningurinn virðist þó ekki vera um kenningar heldur aga. Stjórnin skipar safnaðaröldunga og eru þeir oft gagnrýndir fyrir að stjórna söfnuði sínum með harðri hendi. T.d. hefur rétti til skilnaðar verið breytt tvisvar síðan 1972. Vottar sem skildu samkvæmt gömlu lögunum verða nú aftur að taka saman við fyrrverandi maka eða sætta sig við brottrekstur. Bannað er að lesa biblíuna upp á eigin spýtur og hver sá er vogar sér að gagnrýna öld- ung á brottrekstur vísan. Þegar Ted og Genevieve Shanks i Colorado kærðu meðlim öldungs- fjölskyldu fyrir sifjaspell tók félagið þau samstundis fyrir rétt sinn og rak þau. Þau hyggjast nú stefna félaginu fyrir óréttmætan brottrekstur og önnur svik í sinn garð. Safnaðarleiðtogar fullyrða að hópur óánægðra séafar fámennur. — Okkur ber skylda til að verja okkur gegn trúníðingum, segir tals- maður Varðturnsfélagsins, William VanDe Wall. Allavega hafa vottarnir engar áhyggjur af sundrung innan félagsins. Þeir hafa spáð því að heimurinn líði undir lok áður en siðastur votta er komst til trúarlegs þroska 1914 deyr. Ef þeir eru teknirá orðinu má því búast við heimsendi í iok þessarar aldar. (Newsweek) Á meðan fólk beið eftir heimsendi 1975 fjöigaði skirnum mjög og menn sáu varla ástæðu til þess lengur að gera ráð fyrir hversdagslegum vandamálum. Hlýðnir vottar hafa skapað sér sinn eigin heim og eyða að meðaltali 16 tímum á viku til trúariðkana. Þeir lesa og útskýra valda biblíukafla, sækja guðsþjónustur og leitast við að hreinsa konungsriki sitt af þeim sem syndga á laun. Efasemdir leyfast V ~ ekki. Söfnuðurinn, sem telur 2,2 milljónir manna, rekur a.m.k. 1% meðlima sinna á ári — en brott- rekstur úr söfnuði er verri en dauðinn fyrir vottana. Þeir trúa því að hinn brottrekni rísi ekki upp frá dauðum á dómsdegi. ses 14 tommu m/hjálparhjólum. 16 tommu Verö áður kr. Mk- Verö áður 1090,- Nú kr. 750.- Nú kr. 870.- * Póstsendum. Hjól & Vagn Háteigsvagi 3,105 Reykjavik. Sími (91) 21511 BARNAHJÓLIN VINSÆLU Á tækif ærisverði til mánaðamóta Prihjól m/palli Verö áöur kr.150.- Nú kr. 360.- Prihjól Vetö áður360,- Nú kr. 288-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.