Dagblaðið - 12.10.1981, Side 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981.
I
Iþróttir
HM unglinga í knattspymu:
Qatar sló út
Brasilíumenn
B
Brasilíumenn voru slegnir út úr HM
unglinga í knattspyrnu, sem fram fer I
Ástralíu, I gær. Brasilia tapaði þá fyrir
Qatar, Asíuríkinu litla, í 8 liða úrslitum
keppninnar. Egyptaland komst í 2—0
gegn Englendingum en mátti síðan
sætta sig við tap.
Leikirnir í 8 liða úrslitunum fóru
þannig:
England-Egyptaland 4—2
Brasilía-Qatar 2—3
Vestur-Þýzkal.-Ástralía 1—0
Rúmenía-Uruguay 2—1
Taher Amer og Hisham Saleh komu
Egyptum i 2—0 en Neil Webb minnk-
aði muninn fyrir England rétt fyrir hlé.
John Cooke, Sunderland, jafnaði síðan
2—2 á 60. mín. Fimm mínútum síðar
náði Webb, sem leikur með Reading,
forystúnni fyrir England og bætti síðan
sínu þriðja marki við á 82. mín., 4—2,
og England komið í 4 liða úrslit. Neil
Banfield, Cr. Palace, og Egyptinn
Amshati voru reknir af leikvelli. Paul
Allen, fyrirliði Englands, lék ekki með,
varí leikbanni.
Hetja smáríkisins Qatar var Khaldid
Almuhannadi. Hann skoraði fyrsta
mark leiksins gegn Brasilíu á 10. mín.
Paulo Cesar jafnaði á 26. mín. og jafnt
í hálfleik. Almuhannadi skoraði aftur
á 53. mín. en Cesar jafnaði á ný á 78.
mín. Fjórum mínútum fyrir leikslok
var svo dæmd vítaspyrna á Brasilíu-
menn og Almuhannadi skoraði sitt
þriðja mark og tryggði Qatar sigur.
Brasilíumenn tóku ósigrinum illa og
gerðu aðsúg að mexíkanska dómar-
anum eftir leikinn.
Vestur-Þjóðverjar unnu gestgjafa
Ástralíu 1—0. Roland Wohlfarth
skoraði eina mark leiksins á 69. mín.
meðskalla.
Romulus Gabor skoraði bæði mörk
Rúmeníu gegn Uruguay. Hann skoraði
eftir 25 mínútur en Carlos Berreuta
jafnaði á 60. mín. Gabor skoraði sigur-
markið 8 mínútum fyrir leikslok er
hann sendi snúningsbolta úr auka-
spyrnu framhjá varnarveggnum og
markverðinum í netið.
Undanúrslit keppninnar fara fram á
miðvikudag. Þá mætir England Qatar
og Rúmenía Vestur-Þýzkalandi.
-VS.
HMíknattspymu:
Nýja-Sjáland
tapaði heima
Mikil ólæti brutust út í Auckland á
Nýja-Sjálandi þegar Kuwait sigraði
Nýja-Sjáland 2—1 í undankeppni HM í
knattspyrnu. Nýsjálenzkir áhorfendur
gerðu aðsúg að dómara og línuvörðum
eftir leikinn og skarst annar línu-
vörðurinn í andliti í látunum. Kuwait
fékk tvær vítaspyrnur og alls 33 auka-
spyrnur í leiknum gegn 10 aukaspyrn-
um heimaliðsins. Þegar fyrri vítaspyrn-
an var dæmd hljóp áhorfandi inn á
völlinn og fleygði bjórdós i átt að
dómaranum. Leikurinn var stöðvaður
í 10 mínútur og dómarinn ræddi málið
við lögreglu og fulltrúa FIFA.
Áhorfendur á leiknum voru 35.000,
metaðsókn á knattspyrnuleik á Nýja-
Sjálandi. Allt var rólegt framan af og
Nýja-Sjáland náði forystu með marki
Steve Wooddin á 23. mín. Víta-
spyrnan sem kom ólátunum af stað var
misnotuð en Al-Dekheel skoraði úr
hinni vitaspyrnunni snemma í síðari
hálfleik. Yacoub skoraði sigurmark
olíuríkisins 8 mínútum fyrir leikslok
með skalla. Sex áhorfendur voru hand-
teknir eftir leikinn og Nýja-Sjáland
gæti átt þunga refsingu yfir höfði sér
fráFIFA.
Staðan í úrslitariðli Asíu/Eyjaálfu
er nú þessi en tvö efstu liðin komast i
úrslitin áSpáni:
Nýja-Sjáland 3 111 2—2 3
Kuwait 1 1 0 0 2—1 2
Kína 2 0 11 0—1 1
Saudi-Arabía 0 0 0 0 0—0 0
-VS.
Innlent lán Ríkissjóðs íslands
____________19812.fl._____________
VERÐTRYGGÐ
SPARISKIRTEINI
Samkvæmt heimild í fjárlögum fyrir árið 1981
hefur fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs ákveðið
að bjóða út og selja verðtryggð spariskírteini að
fjárhæð 20 millj. kr.
Kjör skírteinanna eru í aðalatriðum þessi:
Meðaltalsvextir eru 3,2% á ári, þau eru lengst
til 22 ára, bundin fyrstu 5 árin frá útgáfu. Þau
bera vexti frá 15. þ. m. og verðtrygging miðast
við lánskjaravísitölu, er tekur gildi hinn 1.
nóvember 1981. Spariskírteinin skulu skráð á
nafn og eru framtalsskyld.
Þrátt fyrir framtalsskyldu eru allar vaxta- og
verðbótatekjur manna af kröfum og
inneignum, þ. á. m. af spariskírteinum
ríkissjóðs, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri
eða sjálfstæðri starfsemi þeirra,
frádráttarbærar að fullu við ákvörðun
tekjuskattsstofns. í þessu felst skv. ákvæðum
laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt,
að ekki kemur í neinu tilviki til skattlagningar á
vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum
hjá mönnum utan atvinnurekstrar. Við
ákvörðun á eignarskatti manna ber að telja
spariskrteini til eignar. Séu þessar eignir ekki
tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi
manna er heimilt að draga þær aftur frá eignum
að því marki sem þær eru umfram skuldir.
Spariskírteinin eru gefin út í fjórum stærðum
500, 1000, 5000 og 10.000 krónum.
Sala skírteina í 2. fl. 1981 hefst hinn 14. þ. m.
Söluaðilar eru bankar, bankaútibú og
sparisjóðir um land allt, svo og nokkrir
verðbréfasalar í Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá
þessum aðilum.
<siAS-0'
Október 1981
SEÐLABANKIISLANDS
JJ er smáauglýsingablaðið''^
NYJUNGI NEYTENDAMALUM
HMíknattspymu:
Nígería úr leik?
Alsír á nú góða möguieika á að kom-
ast í úrslit HM i knattspyrnu á Spáni
eftir 2—0 sigur á Nígeríu i Alsír á
laugardag. Þrátt fyrir þennan góða
sigur var hluti hinna 80.000 áhorfenda
óánægður með sína menn, svo mjög að
lögregla þurfti að beita táragasi til að
stöðva ólæti.
Hetja Alsírbúa var hægri útherjinn
Belloum en hann skoraði bæði mörkin
með þrumuskotum á 35. og 44. mín.
Nígeria þarf nú að vinna síðari leik
þjóðanna, sem fram fer í Nígeríu þann
30. október, með þriggja marka mun
til að komast til Spánar.
Tvær Afríkuþjóðir komast í úrslita-
keppni HM, Marokkó og Kamerún
leika um hitt sætið.
-VS.
interRent
car rental
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri: Tryggvabr 14 S 21 715, 23515
Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915
Mesta úrvalið, besta þjónustan
Við útvegum yður afslátt
á bílaleigubílum erlendis
Frystipokar
sem auka geymsluþol matvæla
Rétt meðferð matvæla
við frystingu hefur mikil
áhrif á gæði þeirra og
geymsluþol.
Nú hefur Plastprent h.f.
hafið framleiðslu á frysti-
pokum úr sérstöku frost-
þolnu plastefni sem ver
kjöt og aðra matvöru
beturen áðurhefur
þekkst gegn rýrnun og
ofþornun ífrysti.
Tvær stærðir poka í hen-
tugum umbúðum.
Límmerkimiðar og bindi-
lykkjur fylgja. Fást í
næstu matvöruverslun.