Dagblaðið - 12.10.1981, Qupperneq 20
20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Sigur Sviss hreif lands-
liðsmennina ekki til dáða
— Ekki mark skoraðaf r
Ensku landsliðsmennirnir hans Rochdale-Colchester 1—2
Ron Greenwood voru ekki áberandi i Tranmere-Bury 1—3
leikjunum á Englandi á laugardag. Wigan-Stockport 2—1
Meira að segja fréttin óvænta frá York-Darlington 2—2
Búkarest, þar sem Sviss vann Rúmeníu i HM, dreif þá ekki til dáða. Landsliðsmenn Greenwood Skozka úrvalsdeildin Airdrie-Dundee 4—2
skoruðu ekki eitt einasta mark i leikj- Dundee Utd.-Partick 0—0
unum nema hvað varamaðurinn Tre- Hibernian-Morton 4—0
vor Cherry hjá Leeds sendi knöttinn í Rangers-Aberdeen 0—0
eigið mark á Anfield! — Búkarest- St. Mirren-Celtic 1—2
fréttin barst þó meðan leikirnir stóðu
yfir og nú hefur England allt í einu
möguleika á að komast i úrslita-
keppni HM á Spáni næsta sumar. Tii
þess þarf England að sigra Ungverja-
land á Wembley 18. nóvember og þaö
gerist ekki nema landsliðsmennirnir
skori mörk. Markaskorunin í 1. deild
á laugardag var í algjöru lágmarki.
Aðeins 20 mörk skoruð í leikjunum í
l.deild.
Ipswich heldur forustu í deildinni
eftir sigur á Úlfunum á heimavelli.
Þar mátti ekki miklu muna hjá for-
ustuliðinu. >að hafði þó mikla yfir-
burði í fyrri hálfleik, drifið áfram af
stórleik Hollendingsins Arnold
Milhren. Kevin O’Callaghan,
keyptur í fyrra frá Millwall fyrir met-
upphæð hjá Ipswich, 250 þúsund
sterlingspund, skoraði eina mark Ips-
wich á 9. mínútu eftir fyrirgjöf
Múhren. O’Callaghan leikur í stað
Allan Brazil. Fleiri urðu ekki mörkin
í leiknum en þrívegis fór Eric Gates
illa með góð færi. í síðari hálfleik
snerist leikurinn við og það voru Úlf-
arnir, sem gáfu tóninn. Andy Gray
var vörn Ipswich erfiður en ekki
nægði það til marka. Paul Cooper
mjög snjall í marki lpswich. Varði
snilldarlega frá Wayne Clarke, Gray
og Ken Hibbitt. Ipswich-liðið var
óþekkjanlegt í síðari hálfleiknum þó
það kæmi ekki að sök. Gray var
snjall hjá Úlfunum og fréttamenn
BBC sögðu að ef hann yrði seldur til
Leeds nú í vikunni gætu Úlfarnir
bókað fall niður i 2. deild.
En lítum þá á úrslitin.
l.deild
Birmingham-Southampton 4—0
Coventry-Aston Villa 1 — 1
Ipswich-Wolves 1—0
Liverpool-Leeds 3—0
Man.City-Man. Utd. 0—0
Middleslror.-Nottm.For. 1 — 1
Notts County-Sunderland 2—0
Swansea-Arsenal 2—0
Tottenham-Stoke 2—0
WBA-Brighton 0—0
West Ham-Everton 1 — 1
2. deild
Blackburn-Barnsley 2—1
Bolton-Leicester 0—3
Chelsea-Wrexham 2—0
C.Palace-Rotherham 3—1
Grimsby-Cambridge 1—2
Newcastle-Derby 3—0
Oldham-Luton 1 — 1
QPR-Norwich 2—0
Sheff.Wed.-Cardiff 2—1
Shrewsbury-Charlton 1 — 1
Watford-Orient 3—0
3. deild
Bristol City-Preston 0—0
Chester-Oxford 2—2
Exeter-Brentford 3—1
Huddersfield-Fulham 1—0
Lincoln-Wimbledon 5—1
Millwall-Walsall 2—0
Newport-Doncaster 1—0
Plymouth-Gillingham 1—2
Portsmouth-Burnley 1—2
Reading-Chesterfield 0—2
Swindon-Carlisle 2—1
Southend-Bristol Rov. 1—0
4. deild
Blackpool-Torquay 2—1
Bournemouth-Northampton 1 — 1
Bradford-Aldershot 4—1
Crewe-Scunthorpe 3—0
Hartlepool-Peterbro 0—1
Hereford-Halifax 2—2
Mansfield-Hull City 3—3
Port Vale-Sheff. Utd. 0—2
Charlie Nicholas og George
Mc Clusky skoruðu fyrir Celtic í
fyrri hálfleik. Ian Scanlon fyrir St.
Mirren úr vítaspyrnu í þeim síðari.
John MacDonald misnotaði vita-
spyrnu fyrir Rangers og það reyndist
dýrt gegn Aberdeen.
Vítið braut
ísinn
Stórsigur Birmingham á South-
ampton stingur mest í augun. Jafn-
ræði var lengi vel með liðunum. í
fyrri hálfleik sleppti dómarinn aug-
ljósri vítaspyrnu á heimaliðið og það
fór talsvert í taugarnar á leikmönnum
Southampton. Þegar svo dómarinn
dæmdi vítaspyrnu á þá á 50. mín.
sauð upp úr um tíma. Frank Worth-
ington skoraði úr vítaspyrnunni eftir
að Peter Wells hafði fyrst varið. Það
braut heldur betur ísinn. Á næstu 27
mín. skoraði Birmingham þrjú mörk
til viðbótar. Gamli jaxlinn Worthing-
ton sitt annað og Neil Whatmore
einnig tvö. Þremur mín. fyrir leikslok
lentu þeir Alan Ball, Southampton,
og bakvörðurinn Mark Dennis hjá
Birmingham í slagsmálum. Báðir
reknir af velli.
Swansea vann sinn fimmta heima-
sigur í 1. deild og er með 100%
árangur á Vetch Field. ísland leikur
þar á miðvikudag í HM-leiknum við
Wales. Swansea átti í litlum erfið-
leikum að sigra hið slaka lið Arsenal,
sem þarna tapaði þriðja leiknum í
röð. Leighton James, íslandsbaninn í
fyrri HM-leik íslands og Wales á
Laugardalsvelli í fyrravor, skoraði
fyrra mark Swansea á 38. mín. og á
83. mín. gulltryggði Max Thompson,
áður Liverpool og blackpook, sigur
Swansea með fallegasta markinu af
þeim 14, sem liðið hefur skorað I 1.
deild á heimavelli. Þrumufleygur
með vinstri fæti af 25 metra færi.
Dalglish
skorar ekki
Kenny Dalglish tekst ekki að skora
fyrir Liverpool í deildakeppninni,
ekki skorað þar í rúmt ár. Heppnin
virðist alveg hafa yfirgefið hann í 1.
deildinni. Á laugardag átti hann
bæði skot í þverslá og stöng marks
Leeds. Graeme Souness átti einnig
stangarskot. En þrátt fyrir þessi atvik
vann Liverpool auðveldan sigur.
Ian Rush, sem nú er miðherji í stað
David Johnson, skoraði fyrsta mark
Liverpool á 18. min. eftir undirbún-
ing Ray Kennedy. Sex mín. síðar var
Ray á ferðinni. Átti spyrnu á markið
og Trevor Cherry stýrði knettinum í
eigið mark. í siðari hálfleiknum skor-
aði Rush sitt annað mark. í liði
Liverpool bar Mark Lawrenson, áður
Brighton, af. Alan Clarke á við mikil
vandamál að stríða hjá Leeds. Peter
Barnes sást varla í leiknum og í heild
lék liðið illa.
Meistarar Aston Villa voru heppnir
að ná stigi í Coventry. Sjötta jafntefli
liðsins i röð og það var markvarzla
Jimmy Rimmer, sem bjargaði stigi.
Þó fóru þeir Steve Whitton og Mark
Hately illa með opin færi hjá
Coventry. Aston Villa náði forustu
með marki Gary Shaw á 20. mín. en
Hateleyjafnaðiá44. mín. Þarvið sat
og meistararnir máttu þakka fyrir.
Bryan Robson undirritar samning sinn við Man. Utd. á Old Trafford-leikvangin-
um fyrir leik Man. Utd. og Úlfanna fyrra laugardag. Robson átti góðan leik með
United gegn Man. City. Frá vinstri Ron Atkinson, stjóri United, Robson og
Les Olive, sem verið hefur framkvæmdastjóri Man. Utd. um langt árabil. Það er
séð um fjártnálin — secretary eins og það er kallað á ensku.
Bezti leikurinn
Rúmlega 52 þúsund áhorfendur
voru á Meine Road á 103. derbie-leik
Manchester-liðanna. Það var bezti
leikur dagsins þó ekkert mark væri
skorað. Markverðirnir Joe Corrigan,
City, og Gary Bailey, United, frá-
bærir, einkum þó Bailey. Bryan
Robson lék sinn fyrsta deildaleik með
United en Steve Coppell var vara-
maður. Vafi var framyfir hádegið
hvort Gary Birtles og Remi Moses
gætu leikið með United. Þeir komust
þó gegnum læknisskoðun rétt fyrir
leik. Man. Utd. byrjaði með miklum
krafti en Corrigan varði frá Stapleton
og Wilkins. Meiðsli Birtles tóku sig
upp um miðjan hálfleikinn og Copp-
ell kom í hans stað. Leikmenn City
fóru að koma miklu meira inn í
myndina en áður átti þó Sammy
Mcllroy skot ofan á þverslá marks
City. Bailey varði vel frá Reeves og
bjargað var frá Kevin Bond á mark-
línunni hjá United.
Leikurinn var í jafnræði lengstum í
síðari hálfleik. Þó hallaði nokkuð á
United eftir að Asa Hartford braut
illa á Kevin Moran, bezta varnar-
manni United þó lítill sé, og var
Moran haltur eftir það. Asa, gælu-
nafn söngvarans fræga A1 Jolson,
var bókaður fyrir. Hraði var gífur-
legur í leiknum lengstum en lokakafl-
ann mátti þó greina að það stefndi í
jafntefli. Leikmenn tóku litla áhættu
I sólinni á Maine Road en leikurinn
var frábær skemmtun þó leikmönn-
um, sem kostað hafa liðin átta millj-
ónir sterlingspunda, tækist ekki að
skora. Man. City: Corrigan, Ran-
som, Bond, Caton, Reid, Power,
Hartford, Hutchison, O’Neil, Reeves
og Tueart. Phil Boyer varamaður en
kom ekki inn á. Man. Utd.: Bailey,
Gidman, Albiston, Moran, Buchan,
Wilkins, Robson, Mcllroy, Moses,
Stapleton, Birtles (Coppell).
Jafntefli
West Ham
Wést Ham náði óvænt ekki nema
jafntefli á heimavelli gegn Everton.
Liverpool-liðið skoraði eftir aðeins
56 sekúndur. Steve McMahon eftir
mistök Alvin Martin. En miðvörður-
inn bætti úr því. Skoraði jöfnunar-
markið á 40. mín. eftir aukaspyrnu
Ray Stewart. West Ham kom knett-
inum þrisvar í mark Everton að auki
en allt dæmt af. Rangstöður. Þá átti
David Cross skot i þverslá marks
Everton, sem þarna „rændi” stigi.
Markvörður Everton, Jim Arnold,
keyptur frá Blackburn i sumar, var
frábær. Þá má geta þess, að Phil
Parkes, markvörður West Ham, er
kominn af spítala eftir meiðslin, sem
hann hlaut á dögunum. Reiknaö með
að hann geti byrjað að leika með nú
eftir3 vikur.
Tottenham komst í þriðja sætið i
1. deild eftir sigurinn á Stoke. Bæði
mörkin skoruð i síðari hálfleik. Fyrst
Osvaldo Ardiles og síðan Garth
Crooks á lokamínútu leiksins. Justin
Fashanu skoraði sitt fyrsta mark fyrir
Nottingham Forest og jafnaði, því
áður hafði Bryn Gunn sent knöttinn í
eigið mark. Peter Shilton bjargaði
stigi fyrir Forest með góðri mark-
vörzlu. Middlesbrough betra liðið.
Trevor Christie skoraði bæði mörk
Notts County á 19. og 75. mín. Sund-
erland lék þar sjöunda Ieikinn í röð
án sigurs.
Luton heldur efsta sæti í 2. deild
eftir jafntefli í Oldham, útborg Man-
chester. Roger Wylde skoraði fyrir
heimaliðið en Steve White fyrir
Luton. Sheff. Wed. tókst að sigra
Cardiff eftir að Dave Bennett hafði
náð forustu fyrir welska liðið. 0—1 í
hálfleik en Kevin Taylor og Andy
McCulloch skoruðu fyrir Sheffield-
liðið í þeini síðari. Mike Fillery og
Colin Lee skoruðu mörk Chelsea —
Gregory og Simon Steinrod mörk
QPR og Varadi tvö af mörkum New-
castle. Þrjú gegn Cardiff fyrra laug-
ardag og þessi fyrrum leikmaður
Everton er nú dýrlingur í Newcastle.
í 3. deild er Chesterfield efst með
20 stig, Swindon hefur 17 stig, Read-
ing og Doncaster Billy Bremner 16
stig. í 4. deild er Bournemouth David
Webb efst með 21 stig. Bradford er
með 21 stig. Sheff. Utd., Blackpool
og Bury 19 stig.
Staðan er nú þannig: l.deild Ipswich 9 6 2 1 19—11 20
Swansea 9 6 1 2 19—12 19
Tottenham 9 6 0 3 15—10 18
West Ham 9 4 5 0 18—9 17
Man.Utd. 10 4 4 2 12—5 16
Nottm.For. 9 4 3 2 12—11 15
Southampton 9 4 2 3 17—15 14
Brighton 9 3 4 2 13—9 13
Liverpool 9 3 4 2 11—8 13
Notts. Co. 9 4 1 4 14—16 13
Coventry 9 3 3 3 15—14 12
Man.City 9 3 3 3 12—12 12
Everton 9 3 3 3 11 — 12 12
Stoke 9 3 1 5 16—16 10
Birmingham 9 2 4 3 12—12 10
A.Villa 9 1 6 2 9—9 9
WBA 9 2 3 4 7—7 9
Arsenal 9 2 3 4 5—8 9
Middlesbro 9 2 2 5 8—16 8
Sunderland 9 1 4 4 6—13 7
Wolves 9 2 1 6 5—17 7
Leeds 10 1 3 6 7—21 6
Luton 2. deild 9 6 1 2 19—11 19
Watford 9 6 1 2 14—9 19
Sheff.Wed. 9 6 1 2 11—6 19
Oldham 8 4 4 0 13—6 16
Chelsea 9 5 1 3 13—9 16
Newcastle 9 5 0 4 12—7 15
QPR 9 5 0 4 14—10 15
Leicester 9 4 3 2 13—9 15
Blackburn 9 5 0 4 10—10 15
Shrewsbury 9 4 2 3 11 — 12 14
C.Palace 9 4 1 4 9—7 13
Grimsby 9 4 1 4 12—12 13
Norwich 9 4 1 4 12—15 13
Cambridge 9 4 0 5 10—10 12
Charlton 8 3 2 3 9—10 11
Barnsley 9 3 1 5 12—10 10
Rotherham 9 3 1 5 10—13 10
Derby 9 3 1 5 12—17 10
Wrexham 8 2 1 5 7—10 7
Cardiff 8 2 1 5 9—16 7
Bolton 9 2 0 7 5—16 6
Orient 9 1 1 7 3—15 4
Skozka úrvalsdeildin
Celtic 7 7 0 0 19—6 14
Aberdeen 7 4 1 2 11—7 9
St. Mirren 7 3 2 2 10—10 8
Hibernian 7 2 3 2 10—6 7
Rangers 6 2 3 1 8—6 7
Dundee Utd. 6 2 2 2 11—7 6
Morton 7 3 0 4 5—10 6
Airdrie 7 2 1 4 13—21 5
Dundee 7 2 0 5 12—18 4
Partick 7 0 2 5 3—11 2