Dagblaðið - 12.10.1981, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1981.
Fékk óvœnta ferð á heimaslóðir
Það vakti athygli nú fyrir skömmu,
þegar flogið var með nýjan karfa til
Bandaríkjanna, að það var flugfé-
lagið Flying Tiger Lines sem tók það
hlutverk að sér. Þetta fyrirtæki þótti
takast með afbrigðum vel og voru all-
ir ánægðir. Þess hefur þó ekki verið
getið að flugstjóri vélarinnar, Terr-
ence Lee Ernest, er kvæntur íslenzkri
konu, Ólinu Ólafsdóttur.
Ólina er frá ísafirði en hún kynnt-
ist Terry, en svo er flugstjórinn kall-
aður, er hann starfaði hér á landi
fyrir ameríska flugherinn i kringum
1965. Ólína flutti til Bandarikjanna
ogbúaþau'njón nú í þorpi skammt frá
San Fransisco. Ólína hefur ekki
heimsótt skyldfólk sitt í fjöldamörg
ár en núna, þegar ferðin var farin til
íslands, skrapp hún með eiginmanni
sinum.
Þar sem dvölin var ákaflega stutt
hér á landi hafði Ólína aðeins tíma til
að kíkja inn til kunningja í Keflavik
og slá á þráöinn vestur á firði til ætt-
menna. Stutt en þó skemmtileg og
óvænt ferð til heimalandsins fyrir
Ólínu. -ELA.
Villuráfandi
verkalýðsleiðtogar
Alþýðusamband Vestfjarða hefur
lagt fram kröfur sínar. Ein af kröfun-
um er að felldur verði niður sölu-
skattur af flutningsgjaldi á vörum út
á landsbyggðina.
Þetta er nú þegar orðið að lögum,
var samþykkt á síðasta þingi. Lög
þessi taka gildi 1. janúar næstkom-
andi.
Hjákátlegt að forráðamenn verka-
lýðsins á Vestfjörðum skuli ekki
fylgjast betur með, sérlega í ljósi þess
að aðalflutningsmaður málsins var
einmitt Sigurlaug Bjarnadóttir, frá
Vigur.
Það er kannski á fleiri sviðum sem
verkalýðsleiðtogarnir á Vestfjörðum
vita ekki hvað þeir eru að fara fram
á?
Flugstjórinn Terry fyrir utan i/61 flugfótagsJns Flylng Tiger Unes ásamt
eiginkonu sinni, Ólinu Ólafsdóttur. DB-myndS.
„Kenneriy "-bræöumir i Akureyri ásamt föóur sínum Ágústl tH vlnstri. Þi
er Vilhelm, EyjóHur, Skúli, BaMur og Birgir.
DB-myndir Guðmundur Svansson Akureyri
Fiðluleikari úr Sinfóníuhljómsveitinni sendir frá sér dœgurlagaplötu:
Ég vil reyna að koma sem
víðast við í tónlist
— segir Graham Smith
FÓLK
„Þegar afráðið var að gera þessa
plötu var jafnframt ákveðið að fá
sem bezta menn á hverju sviði til að
vinna hana til að útkoman yrði sem
bezt. Reynt var að velja góð lög,
góða hljóðfæraleikara i hljómsveit-
ina, góðan upptökumann, útsetjara
og stjórnanda. Og siðast en ekki sízt
góðan listamann til að vinna um-
slagið,” sagði Graham Smith fiðlu-
leikari er rætt var við hann um nýja
plötu hans, Með töfraboga.
Graham sagði að valið á lögunum
á plötuna hefði farið þannig fram að
útgefandinn, Svavar Gests, tók mikið
af íslenzkum lögum upp á band.
Síðan hlustaði Graham á þau fram og
aftur og valdi síðan. Hann vissi
ekkert um hver hefði flutt lögin á
sínum tima né heldur hvort þau
hefðu orðið vinsæl hér. „Útkoman
varð samt sú að ég valdi vinsælustu
lögin úr öllum hópnum,” sagði hann.
Það vekur athygli, er hlustað er á
plötuna Með töfraboga, hve lítið
heyrist í rauninni í fiðlu Grahams
Smith. Hann var spurður að því
hverju það sætti.
„Þetta er fyrsta platan sinnar teg-
undar sem kemur út hér, eingöngu
leikin lög með fiðlu í sólóhlutverk-
inu,” sagði hann. „Við völdum þessa
leið til að ná fram fjölbreytni og gera
fólk ekki leitt á fiðlunni.
Ef þessi plata selst vel geri ég aðra
plötu. Þá lofa ég að það skal heyrast
meira í fiðlunni, improviseringar og
eiginlega meiri áhætta. Sem sagt nú-
tímalegri plata.”
Graham Smith hefur dvalizt hér á
landi i þrjú ár. Aðalstarf hans er
hljóðfæraleikur með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Hann var spurður að
þvi hvernig rokkið og sígilda tónlistin
færu saman.
Graham Smlth: — Ég hefgaman afað vinna með Sinfóníuhljómsveitinni
og einnig gaman afað spila rokktónlist Ljósm.: Finnur P. Fróðason.
„Ég get fengizt við hvort tveggja
án þess að annað bitni á hinu,” svar-
aði hann. „Ég hef mjög gaman af að
vinna með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Og ég hef einnig gaman af að
spila rokk. Ég vil reyna að koma sem
víðast við i tónlist og ég tek hana alla
alvarlega hvaða nafni sem stefnan
kallast. Rokk er sjálfstætt listform og
á fullan rétt á sér. Öll tónlist á raunar
rétt á sér.”
Graham Smith var að lokum
inntur eftir því hvaða tónlist hann
hygðist taka fyrir ef hann gerði aðra
sólóplötu.
„Það yrðu svipuð lög og á Með
töfraboga, ” svaraði hann. „Ég
myndi halda áfram að velja úr lögum
góðra íslenzkra tónskálda. Einnig
langar mig til að fá einn eða tvo laga-
höfunda til að semja fyrir mig. En
þetta á allt eftir að ráðast.”
-ÁT
íþróttir eru aðaláhugamál „Kennedy”-brœðranna
Byrjuðu með litla bílaleigu
fyrir fimmtán árum
— sem nú er orðin að stórfyrirtœkinu Bílaleiga Akureyrar
„Nei, það er ekki satt. Við eigum
flugvél og notum hana þegar við
þurfum að fara utan til að semja við
ferðaskrifstofur og við förum mikiö
til Reykjavíkur. En bensinið er nú of
dýrt til að hægt sé að skreppa á vél-
inni á böll og bíó í útlöndum,” sagði
Vilhelm Ágústsson, einn svokallaðra
Kennedybræðra á Akureyri, er hann
var spurður hvort rétt væri að þeir
bræður færu á einkavél sinni til út-
landa til að skemmta sér.
Fyrir þá sem ekki vita hverjir
„Kennedy-bræður” eru á Akureyri
skal það upplýst að það eru fimm
bræður, Vilhelm, Eyjólfur, Skúli,
Baldur og Birgir Ágústssynir. Þrír
bræðranna, þeir Vilhelm, Skúli og
Birgir, hófu starfsemi á lítilli bila-
leigu fyrir fimmtán árum, sem nú
hefur þróazt upp í stórfyrirtækið
Bílaleigu Akureyrar með aðsetri í
Reykjavík og i heimabænum.
Þá reka þeir einnig bílaumboð á
Akureyri, fyrir Heklu í Reykjavík,
þrjá Esso-söluskála, hjólbarðaverk-
stæði og bílaverkstæði. Þó að aðeins
þrir bræðurnir reki fyrirtækið koma
hinir tveir einnig nálægt því. Baldur
sér um bílaleiguna í Reykjavík og
Eyjólfur sér um bílaumboðið.
— Eruð þið eins ríkir og sagt er,
Vilhelm?
„Nei, við erum sko ekki ríkir, við
eigum fullt í fangi með að halda því
gangandi sem við erum með,” svar-
aði Vilhelm þessari spurningu og
skellihló.
— En af hverju eruð þið kallaðir
Kennedy-bræður?
„Ja, það veit ég ekki,” svaraði
Vilhelm þá.
— Hafið þið hugsað ykkur enn
eitt fyrirtækið í viðbót?
„Nei, alls ekki. Við erum ánægðir
með það sem við erum með og höfum
í rauninni allt of ntikið aö gera að
eiginkvenna okkar mati. Það væri
frekar að þær bæðu okkur að
hætta,” svaraði Vilhelm.
Þó að þeir bræður hafi meira en
nóg að starfa yfir sumarmánuðina
reyna þeir að stunda áhugamálin,
sem eru íþróttir. „Við spilum alltaf
fótbolta á sumrin og á veturna ís-
knattleik, förum á skíði og höfum
mjög gaman af að fara á vélsleða um
öræfin,” sagði Vilhelm ennfremur.
Þess má geta að næstyngsti bróðir-
inn, Skúli, er fyrrum landsliðsmaður
í fótbolta.
„Þóviðvildumpantaokkur dagí
laxveiði á sumrin þá er það ekki hægt
vegna anna svo við verðum að neita
okkur um ýmislegt,” sagði Vilhelm.
Þess má geta að þeir bræður eru á
aldrinum 29—47 ára og því allir á
bezta aldri.Faðir þeirra, Ágúst, hefur
einnig smávegis afskipti af fyrirtæk-
inu því hann sér litillega um
innheimtur. Og þegar við spurðum
Vilhelm hvort börnin myndu síðan
taka við sagði hann: „Það ætla ég að
vona, þetta er mjög lífrænt og
vakandi.” -ELA.
Rekstrar-
stjóri
ekki
yfirþjónn
Vegna einhvers smámisskilnings
var rekstrarstjóri veitingahússins
Manhattan nefndur yfirþjónn hér á
síðunni í vikunni og þar að auki
skírðum við hann Guðjón. Maður-
inn heitir Ágúst Rúnarsson og er sem
sagt rekstrarstjóri Manhattan.
k -
Það var
með vilja gert
Á fundi í Kristalsal Loftleiðahót-
elsins sl. fimmtudagskvöld um
stefnumörkun i flugmálum ætlaði
Guðmundur G. Þórarinsson alþingis-
maður að taka dæmi um hve mikil
óregla væri á áætlunarflugi Flug-
leiða. Sagðist hann vera nýstiginn út
úr flugvél Flugleiða frá Lúxemborg
en með honum í vélinni hafi verið.
Ólafur Ragnar Grimsson.
Þeir tveir hafi farið að bera saman
farmiða sina og hafi þá komið í ljós
að á farmiða Ólafs Ragnars stóð að
brottför væri kl. hálfþrjú en á far-
miða Guðmundar G. að brottför
væri kl. eitt. Þegar skýringar var leit-
að hafi komið í ljós að vélin kl. hálf-
þrjú, sem Ólafur Ragnar átti bókað
far með, átti alls ekkert að fara.
„Það var með vilja gert,” heyrðist
þá kallað utan úr sal og ekki var að
að spyrja; fundarmenn skelltu upp
úr.
Herferð gegn
Arnatfiugi
Flugleiðir og starfsmenn þess róa
nú að því öllum árum að Arnarflugi
verði ekki veitt leyfi til áætlunarflugs
til Mið-Evrópu. í þessu sambandi
minnast menn fundarins sem Starfs-
mannafélag Flugleiða átti frumkvæði
að til að ræða fundarefnið „stefnu-
mótun í flugmálum”.
Athygli vakti að meðal fundarboð-
enda voru flugmenn Flugleiða en
ekki Félag íslenzkra atvinnuflug-
manna eins og eðlilegt hefði verið.
Þannig varhægtað komast hjá því að
hafa flugmenn Arnarfiugs með.
En herferðin er ekki bundin við
einn fund. Flugmenn, flugfreyjur,
flugvirkjar og e.t.v. fieiri starfsstéttir
innan Flugleiða hafa ýmist sent sam-
gönguráðherra bréf eða farið á fund
hans til að leggja áherzlu á að Arnar-
flug fái ekki flugleyfið umtalaða.
Herferð þessi kemur i kjölfar
funda sem Sigurður Helgason, for-
stjóri Flugleiða, átti með starfsmönn-
um sínum. Þar sagði forstjórinn að ef
annað íslenzkt' flugfélag fengi að
fljúga inn á markaðssvæði Flugleiða
þýddi það að Flugleiðir hefðu ekki
þörf fyrir eitthvað af núverandi
starfsliði félagsins.