Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 3
5
1. að félagsstjórnin innheimti 20 kr., sem ofborgaðar
voru einum verkmanni félagsins, og
2. að eignaskrá fylgi aðalreikningi framvegis.
4. Fundarstjóri skýrði frá því, að ársskýrsla félagsins væri
enn ekki prentuð, en innan skamms yrði henni útbýtt
meðal félagsmanna. Að öðru leyti gjörði hann og skóla-
stjóri Sigurður Sigurðsson allítarlega grein fyrir starfsemi
félagsins og tilraunum á umliðnu ári, sér í lagi að því
er snertir áburðartilraunir og ýmislegar tilraunir í til-
raunastöð félagsins á Akureyri.
5. Því næst skýrði fundarstjóri frá gjöfum til Ræktunar-
félagsins frá útlendum og innlendum mönnuin þ. e.
frá Moritz Fraenckel í Gautaborg kr. 300.00
— Þorvaldi Bjarnasyni á Melstað — 9.16
— Snæbirni Arnljótssyni á Þórshöfn — 3.00
— Sveini Magnússyni á Sævarlandi — 1.50
Samtals 313.66
Tala félagsmanna var í ársbyrjun 665, úr því höfðu
gengið 5, en nýir félagar höfðu bæzt við 225; við árs-
lok því 885. Formaður áleit að félagsmenn væru nú
orðnir 1001, eftir því, sem næst yrði komist, en jafn-
framt skoraði hann á viðstadda fuiltrúa að gefa félags-
stjórninni til kynna þær breytingar, sem þeir vissu um
að orðnar væru á tölu félagsmanna, svo félagsskráin
yrði leiðrétt.
6. Lagði fundarstjóri fram og las upp áætlun um tekjur
og gjöld félagsins fyrir næsta ár og skýrði skólastjóri
Sigurður Sigurðsson hina ýmsu töluliði á áætlaninni.
Eftir tillögu fundarstjóra var samþykt að kjósa 5 manna
nefnd til að athuga fjárhagsáætlunina og koma fram
með álit sitt um hana á fundinum.
Þessir menn voru kosnir í nefndina:
Árni Þorkelsson á Geitaskarði með 17 atkvæðum.
Sigurður Jónsson í Yztafelli með 15 atkvæðum.
Stefán Stefánsson í Fagraskógi með 13 atkvæðum.