Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 22
24
stáli. Því svipar í ýmsu til vanalegra tindaherfa, sé
fljótt á litið. Qrindin er þannig gerð, að hægt er að
láta tindana standa hvort heldur sem vill, hornrétt á
hana eða skáhalt fram eða aftur. Á þessu byggist það,
að breyta má til eftir vild um það, hve djúpt tindarnir
ganga í moldina. En af því leiðir aftur, að herfið er
misþungt í drætti eftir því, hvernig því er beitt, og að
það mylur mismunandi vel. Sé tindunum stefnt á ská
fram á við, þá ganga þeir dýpst; verður það þá þyngst
í drætti, en mylur þá líka alldjúpt. Ef tindunum er
stefnt skáhalt aftur á við, þá mylur það grynnra, og er
létt í drætti, og verður þetta því meir, sem hallinn er
hafður meiri. Tindana má og færa til í grindinni, svo
að þeir nái lengra eða skemmra niður úr henni, því
þeir ná talsvert upp fyrir hana. Þetta kemur sér vel,
þegar tindarnir taka að slitna til muna. Elerfið er rr jög
þægilegt meðferðar, en grindin er tæpast nógu sterk
til þess að þola illa meðferð. Það er misjafnlega stórt
með 17, 34 eða 51 tind og fer verðið eftir stærðinni.
II. Handverkfæri.
Af þeim hefir enn í ár verið útvegað allmikið, og eru
þau til sýnis í tilraurastöð Ræktunarfélagsins. Félagið
hefir í hyggju að koma því svo fyrir á næsta ári, að
nokkuð sé til sýnis á einum stað í hverri sýslu Norður-
amtsins, af helztu og beztu handverkfærunum, sem það
útvegar, svo að mönnum gefist betra færi á, en nú er,
að kynna sér gæði þeirra og verð.