Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Blaðsíða 39
41
ChiLisaltpétur er salt. Hann finst í Chili í Suður-Ameríku.
Saltpéturslögin eru I —12 feta þykk og eru nokkuð blönduð
matarsalti og fleiri efnum. Lögin eru brotin, efnið leyst upp
í vatni, saltpéturinn er látinn kristallast, en mest af öðrum
efnum skilið frá, og þannig er hann fluttur til Evrópu.
I Chilisaltpétri er 95—96 °/o saltpéturssúrt natron. í hon-
um eru um 15 °/o af köfnunarefni. Það var byrjað að grafa
í námunum í Chili um 1820. Þó er eigi farið að nota Chili-
saltpétur til áburðar fyrr en 1840, en síðan hefir notkun
hans stöðugt farið vaxandi. Arlega er nú flutt 1 '/2 miljón
smálesta af Chilisaltpétri frá Suður-Ameríku og kostar það um
150 miljónir króna. Saltpéturlögin í Suður-Ameríku eru farin
að minka og sagt er að þau muni verða þrotin eftir 40 ár.
Blóðmjöl er á nokkurum stöðum notað til áburðar. I því
eru um 12 °/o köfnunarefni.
Sá köfnunarefnisáburður, sem notaður er í heiminum er
mestmegnis Chilisaltpétur. Menn hafa því verið hræddir um
að þurð mundi verða á honum innan skamms. Margar til-
raunir hafa verið gerðar til að vinna köfnunarefnisáburð úr
loftinu. I því eru 4/s hlutar köfnunarefni, og er skýrt frá
þeim tilraunum á öðrum stað hér í ritinu.
Eiginleikar og notkun köfnunarefnisáburðar.
Til þess að köfnunarefnissamböndin geti komið jurtunum
að notum, þurfa þau að breytast í saltpétursýru. I uppleyst-
um Chilisaltpétri er saltpétursýra, sem strax getur komið
jurtunum að notum. Brennisteinssúrt ammoníak þarf fyrst að
breytast í saltpétursýru í jarðveginum áður en jurtirnar geta
hagnýtt sér það. Þetta verður fyrir verkanir hinna svonefndu
saltpétursýrubaktería.
Chilisaltpétur er mjög auðleyst efni, sem ekki getur sam-
einast jarðefnunum, en sígur djúpt niður í jarðveginn sé
mikið borið á í einu af því. Því er bezt að bera Chilisalt-
pétur á á þeim tíma, sem jurtirnar eru að vaxa og bera
aldrei meira á af honum en jurtirnar þarfnast það vaxtar-
tímabil. Stundum er betra að bera á oftar en einusinni.
Brennisteinssúrt ammoníak leysist seinna upp, því þarf að