Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 40
42
bera það á snemma á vorin, og bezt að blanda því saman
við moldina sé þess kostur.
Ahrif köfnunarefnisáburðar á jurtagróðurinn er ætíð auð-
sær. Jurtirnar vetða dökkgrænar, blöð og greinar þroska-
meiri, ræturnar lengri og greinast meira í jarðveginum. Af
þessu leiðir að jurtirnar eiga hægra með að ná næringu úr
jarðvegi og lofti.
Of mikill köfnunarefnisáburður getur hinsvegar orsakað að
grasið verði afllaust og leggist flatt og að mjölefni verði
minna í jarðeplum. — I leir- og sendnum jarðvegi kemur
köfnunarefnisáburður að góðum notum. Moldarjarðvegar er
vanalega auðugur af köfnunarefnissamböndum og er þvf eigi
þar þörf á köfnunarefnisáburði. Þó getur verið gott að bera
köfnunarefnisáburð á lítið rotnaðan moldarjarðveg (mýrajarð-
veg) því þar koma köfnunarefnissamböndin jurtunum eigi
þegar í stað að notum.
Flestar jurtir ná meiri þroska ef köfnunarefnisáburður er
borinn á (jurtir af ertublómaættinni, þurfa þó eigi köfnunar-
efnisáburð, því þær geta náð köfnunarefnum úr loftinu).
Grasið verður þroskameira, rófur og jarðepli vaxa betur. Það
er mjög gott að strá litlu einu af Chilisaltpétri í kringum
jarðeplaplönturnar um leið og hreykt er að þeim í fyrsta
sinn. (Grasið er þá 4—6 þml. hátt). Bezt er að nota köfn-
unarefnisáburð með fosforsýruáburði.
Verkanir Chilisaltpéturs, vara naumast lengur en eitt ár.
II. Fosforsýru- og Köfnunarefnisáburður.
í þessum áburði er bæði fosforsýra og köfnunarefni. Af
þeim áburðartegundum má nefna:
Fiskigiíanó. Er það búið til úr ýmsum fiskúrgangi, mest úr
þorskhausum, dálkum og slógi. Þessi efni eru öll þurkuð og
síðan möluð. Norðmenn búa mikið til af fiskigúanó. Arið 1903
seidu þeir út úr landinu fiskigúanó fyrir 792 þúsundir króna.
Auk þess er nokkuð af fiskigúanó notað í landinu sjálfu.
Efnasamsetningin er nokkuð mismunandi, vanalega er talið
8 — 8.5 °/0 af köfnunarefni og 14—15 °/0 af fosforsýru.