Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 50
52
fram nokkrar almennar reglur um notkun tilbúins áburðar,
hvernig eigi að haga áburðartilraunum, og hver efni sé bezt
að bera á saman.
Við notkun áburðarins parf að gæta.
1. Að áburðurinn sé á borinn á hentugum tíma. Þær tegundir,
sem betra er að bera á að haustinu, skal bera á nokkru áður
en jörð frýs, til þess að næringarefnin séu uppleyst og
blönduð með jarðefnunum áður en frost koma. Þau efni,
sem borin eru á að vorinu til þarf að bera á snemma
einkum á graslendi. A plægðu landi og í görðum er betra
að blanda efnunum saman við moldinn. Chilisaltpétur þarf
eigi að bera á fyr en í gróindum og dreifa honum jafnt yfir.
2. Aburðurinn kemur því að eins að fullum notum að jarð-
vegurinn sé hæfilega laus og eigi of rakur. I þéttum
leirjarðvegi og rökum mýrjarðvegi kemur áburðurinn að
litlu gagni
3. Aburðarefnin þurfa að vera þur og vel mulin, þegar þau
eru borin á.
4. Aríðandi er að áburðarefnunum sé dreift jafnt yfir það
svæði, sem þau eru borin á.
Til þess að komast að raun um, á hvern hátt, sé bezt
að nota hin tilbúnu áburðarefni er nauðsynlegt að gera áburðar-
tilraunir. Þær ætti hver og einn að gera, sem ætlar sér að
nota áburðarefnin að nokkrum mun, því staðhættir jarðvegur
og fleira er svo ólíkt á hinum ýmsu stöðum, að almennar
reglur fyrir notkun áburðarefnanna, er eigi hægt að gefa,
enda vantar innlenda reynslu.
Með því að gera áburðartilraunir og færa sér í nyt bend-
ingar þær, sem þær gefa, er hægt að koma í veg fyrir tjón
það, sem annars getur hlotizt af því, ef tilbúin áburður er
eigi notaður á réttan hátt. Aburðartilraunum má haga á ýmsa
vegu, og fer það nokkuð eftir því, hverjum spurningum er
ætlast til að þær svari. Þar, sem notkun áburðarins er í byrjun,
þarf fyrst að fá að vita, hver efni vanti í jarðveginn, þeim
tilraunum má haga þannig: