Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Qupperneq 52
54
slegnir og heyið vigtað strax grasþurt af hverjum smáreit.
Bezt að slá í þurru veðri. —
b. Á plægðu landi með höfrum.
Þeim má haga á sama hátt, en hálfu meiri áburð þarf að
bera á, hvern smáreit en á graslendi.
A hvern smáreit skal sá 2 pd. af höfrum. Jarðvegurinn
þarf að vera vel mulinn og höfrunum sáð jafnt. Hafragrasið
sé slegið í þurru og vegið sér af hverjum smáreit.
c. í jarðeplagörðum.
Þeim má haga á líkan hátt, en áburðinn skal hafa hálfu
meiri en á graslendi. Jarðeplin eru sett í raðir með i alinn-
ar millibili, en 12 þml. séu á milli jarðepla í röðunum. Þegar
búið er að setja jarðeplin niður eru þau hulin moldu, og sfðan
er áburðinum dreift jafnt yfir raðirnar, og að sfðustu jafnað
yfir.
Til þess að vera viss um að fá áreiðanlegan árangur, er
nauðsynlegt að gera sömu tilraunirnar á 2 — 3 stöðum á
svæðinu og taka síðan meðaltal af árangrinum. Sé árangur-
inn af öllum tilraununum líkur, þar sem sami áburður er
borinn á, er vissa fyrir að tilraunirnar séu réttar. Sé ósam-
ræmi, þarf að endurtaka tilraunirnar.
Arangurinn af tilraununum skal reikna þannig, að marg-
falda áburðinn á hvern smáreit og uppskeruna grasþurra af
honum með 100. Kemur þá út áburður á dagsláttu og upp-
skera af henni. I ársskýrslu Ræktunarfélagsins fyrir árið 1904
bls. 16—36 er sýnt hvernig á að reikna út tap og gróða.
Það má gera ráð fyrir að grastegundir léttist um 55 °/0
við þurkinn, hafrahey um 70 °/o við þurkinn.
Þá má reyna hve mikið þurfi að bera á, með því að bera
mismunandi mikið á jafnstór svæði, og með því að bera
ekkert á þau í nokkur ár kemur í ljós, hve áburðurinn verkar
lengi.
Til þess að halda jarðveginum í góðri rækt, þarf vana-
lega að vera eins mikið af næringarefnum í áburðinum, og
flutt er burt í uppskerunni. Tafla sú, er hér fer á eftir,