Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Blaðsíða 56
Jlburður unninn úr lojtinu. *
Eftir
Sigurð Sigurðsson kennara.
Á síðustu missirum hefir gerst atburður sá í Noregi, er
telja má mjög mikilvægan fyrir framtíð landbúnaðarins.
Notkun tilbúinna áburðartegunda hefir færst mjög í vöxt
á síðustu áratugum. Alt útlit er fyrir, að kröfurnar aukist í
þá átt, eftir því sem áburðartilraunirnar verða almennari og
ræktun jarðarinnar er stunduð af meiri þekkingu.
Köfnunarefni er eitt af aðalefnum plantnanna. Þess vegna
er það eitt af þeim efnum, sem þær þurfa að fá sér til
næringar. Misjafnt er það að vísu, hversu mikið hinar ýmsu
plöntutegundir þurfa af því, en allar þurfa þær eitthvað.
Þess er getið á öðrum stað í ritinu, að aðalefnið í köfn-
unarefnisáburði þeim, er hingað til hefir verið búinn til, fáist
að eins í einu landi á hnettinum, og að útlit sé fyrir, að
það þrjóti þar innan skamms.
Mönnum hefir því komið til hugar að vinna köfnunarefnið
úr andrúmsloftinu (sbr. ritgerðina um tilbúinn áburð) og
breyta því svo, að það verði notað sem áburður. Tilraunir
hafa verið gerðar til þessa, en ýmsir erfiðleikar hafa verið á
því, svo að framleiðslan hefir til þessa ekki verið í stórum
stíl.
Aðferðirnar hafa verið ýmislegar.
Ein aðferðin er þannig, að köfnunarefnisloft er leitt yfir
upphitað kalciumkarbid. Köfnunarefnið sameinast þá efni
* Þessi ritgerð var sett, þegar greinar um þetta efni komu í sunnan-
blöðunum. c, c.