Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Qupperneq 63
65
snertir, svo að girðingin geti talist traust, sé miðað við reynslu
og kröfur erlendra bænda, þá skal hér farið nokkrum orðum
um hvert þessara atriða sérstaklega.
Bilin á milli Að því er snertir fyrsta atriðið, þá skal það
strengia. í? tekið fram, að bilið milli strengja má vera
mislangt eftir þvf, hverja vörzlu girðingin á að veita. Sé
eigi til annars ætlast, en að hún verji landið fyrir stórgrip-
um, þá þarf ekki að strengja þétt. Sumir telja að nægilegt
sé að hafa 3 strengi eða jafnvel að eins 2, til þess að verja
nautgripum og fullorðnum hestum. En vér megum ekki gleyma
því, þegar til hrossa vorra kemur, að þau eru smærri en út-
lendir hestar víðast hvar, og annað hitt, að fjöldi af hrossum
vorum er ótamið og því ófyrirleitnari. Þar sem girt hefir verið
á afréttum hér hjá oss, til varnar því að stóð gangi til bygða,
hefir og reynslan orðið sú, að tryppi eru allmjög áleitin; smjúga
þau undir, sé hátt undir neðsta streng, en smeyja sér milli
strengja, sé langt á milli efri strengjanna *. Þó að eins sé
girt fyrir stóð, mun því ráðlegast að hafa eigi minna en 4
vírstrengi með svipuðu millibiii. Þó má telja rétt að hafa þá
bilið undir neðsta streng lítið eitt mest. —
Eigi girðingin að veita íullgilda vörzlu, eigi að eins fyrir
stórgripum, heldur og einnig fyrir sauðfé, þá er nauðsynlegt
að hafa strengina fleiri, svo að bilin á milli þeirra séu lítil
og kindum takist ekki að smjúga.
í gaddavírsgirðingum hér hjá oss eru allvíða ekki hafðir
nema 4 vírstrengir, þó girðingin sé um tún og eigi að verja
túnið öllum ágangi. Þetta er of lítið og ótrygt. Sé girðingin
um 40 þml. á hæð frá jörðu og á efsta streng, sem telja
má nokkurnveginn sæmilega hæð á sléttu landi, þá verður
meðal millibilið 10 þml., en svo mikið bil tælir sauðkindina
til að reyna að smjúga á milli strengjanna. Erlendis hefir
reynslan sýnt, að sé svo langt bil á milli strengja, að kind-
in komi höfðinu hiklaust í gegn, þá reynir hún að smjúgja.
En af þessum tilraunum verður afleiðingin að öllum jafnaði
sú, að strengirnir sveigjast til og bogna upp og niður, svo
* Á þessu hefir t. d. borið í Kolbeinsdalsafrétt í Hólahreppi, en
þar er girt fyrir afréttina með gaddavír.
5