Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 64
66
að kindin kemst í gegn. Og þó kindin hverfi frá í það skiftiðv
þá skemmist girðingin og verður smámsaman ótryggari. En
þessi viðleitni sauðkinda til að smjúga kemur eigi jafnt niður
á öll bilin í girðingunni. Það er einkum á milli fyrsta og
annars, og á milli annars og þriðja strengs, sem mest ber
á þessu. Því er það nauðsynlegt að haga því svo, að bilin
séu minst á milli þessara strengja og undir neðsta strenginn.
Til þess að girðing um tún sé trygg til vörzlu fyrir sauð-
fé, þarf minst 5 strengi af gaddavír og helzt 6 strengi. Hæð-
in mætti þá vera 40—42 þml., sem reynast mun nægilegt, því
skepnur hika sér að stökkva yfir gaddavír, og einkum sauðfé.
Séu strengirnir hafðir fimm, þá mætti hafa bilin þessi, talið
frá jörð og upp eftir: 5, 5, 6, 10 og 14 þml., en þá er öll
hæðin 40 þml. Ef strengirnir eru hafðir 6, sem bæði er
tryggara til vörzlu og líklegt til að auka endingu girðingar-
innar, þá mætti hafa bilin frá jörð og upp eftir þessi: 4, 4,
5, 7, 10 og 12 þml. og þá yrði hæðin alls 42 þml. frá jörð
og á efsta streng *.
Þess verður ennfremur að gæta, þegar strengirnir eru
festir, að jafna undir neðsta streng svo vel, að hvergi sé
bilið meira á neinum stað en það, sem því yfirleitt er ætlað
að vera. Sé þessa ekki gætt, þá getur það orðið til þess, að
kindur smjúgi undir vírinn þar, sem lautir eru í landið.
Að því er stólpana snertir er margs að gæta, svo
að ef rita ætti rækilega um það alt, þá yrði það
langt mál. Hér verður því að eins rætt um þau atriðin,
sem mestu varða og ekki mun alment hjá oss vandað svo
til, sem vera þyrfti. Þau atriði eru:
1. styrkleiki stólpanna og hve djúpt þeir eru settir.
2. bilið á milli stólpa.
3. hvernig búa þarf um stólpana.
Efni stólp- Girðingarstólpar eru ýmist hafðir úr tré eða járni.
anna. 4s Oft eru sumir stólparnir úr tré, en sumir úr járni.
* Johan Schumann, norski fjárræktarbóndinn alkunni, telur í ritinu
Gjærder. Krist. 1894« að bilin séu hæfilega sett þessi: n, io, 12,
18, 23 og 40 cm., ef strer.girnir séu 6, en séu þeir 5, þá skuli
hafa þau: 12, 11, 13, 28 og 46 cm.