Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Qupperneq 87
8g
Ath. Sléttaðar hafa verið 585.5 dagsláttur á árinu, samkvæmt
skýrslunum. í fardögum 1903 er talið að öll tún á land-
inu séu 53,445.6 dagsláttur. Sé nú gert ráð fyrir, að
helmingur túnanna sé þýfður eða 26,722.8 dagsl. og
sléttað verði árlega í túni 585.5 dagsl., eins og árið
tQOði þá verða 45'/2 ár þangað til öll túnin á íslandi
eru alsléttuð. Langur er sá tími!
Sáðland, sem brotið hefir verið á árinu, er sem næst
0.4 ferhyrningsfaðmur á mann, en allir kálgarðar og
annað sáðland er talið 804,912 ferhyrningsfaðmar eða
10.1 faðmar fyrir hvert mannsbarn. Allar girðingar.
sem talið er að gerðar hafi verið á árinu, eru 71,312
faðmar. Alt ræktað land er talið að vera 4,890,552 Q
faðmar. Væri alt þetta land í einni heild og kvaðrat-
lagað, þyrfti 27,972 faðma langa girðingu um hana.
Girðingin sem gerð var árið 1903 næði því tvisvar
sinnum utan um alt ræktaða landið og talsvert mikið
á þriðju umferðina. Æskilegt hefði verið að geta séð
á hagskýrslunum hvað allar girðingar á landinu eru
langar og hvað mikið ræktað land þær umlykja.
Viðvfkjandi stíflugörðum og flóðgörðum væri það
óneitanlega miklu fróðlegra, ef getið væri um hvað
stórt svæði vatnið nær yfir.
Hvað margir búendur eru á landinu, eða þeir menn
sem einhver jarðarnot hafa, er ekki hægt að sjá með
neinni vissu, en sjálfsagt eru þeir nokkru fleiri, en
býli, en líka talsvert færri en tramteljendur. Býli eru
lalin 6639 og framteljendur 9846. Félagar búnaðar-
félaganna eru 2521 og mun þá láta nærri að það sé
V3 af þeim mönnum, sem hafa einhver jarðaryfirráð.
Bjarni Benediktsson.