Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 91
93
sérkyn snertandi uppruna þeirra, hreysti o. s. frv. Er í þessu
öllu mikill fróðleikur fólginn fyrir þá, sem leggja sig eftir
jarðeplarækt og einkum þá, sem tilraunir gjöra með ræktun
ýmsra jarðeplakynja.
Af reynslu þeirri, sem fengist hefir af tilraunum þessum
með jarðepli, ræður Bastian R. Larsen til að rækta til matar
eftirfarandi 7 jarðeplakyn, sem hann segir hentust fyrir Noreg
af öllum þeim kynjum, er reynd hafa verið.
1. Prof Wohltmann, rauð, allhraust, bragðgóð en seinvaxin.
2. General Cronje, hvít, vel hraust, bragðgóð, mjöiefnisrík og
fremur fljótvaxin.
3. Marius rauð, mjög hraust, sérlega bragðgóð, fremur bráð-
þroska en verða ekki stórvaxin. Þau hepnast bezt í sand-
blendinni moldjörð.
4. Bonsca, rauð, allhraust, bragðgóð, fremur bráðþroska og
mjög mjölefnisrík; hefir þrifist bezt á moldríkri og jafnvel
mýrkendri jörð.
5. Up to date, hvít, fremur seinvaxin, bragðgóð.
6. Gulahara, hvít, fremur bráðþroska, bragðgóð en óhraust.
7. Early Puritan, hvít, bráðþroska, sæmilega bragðgóð, en
ekki vel hraust.
Halsnœs-jarðepli hafa þó gefið mun meiri uppskeru en
þessi 7 kyn og mest allra kynja árin 1902 og 1903, en
Larsen telur þær ekki bragðgóðar og ræður því ekki til að
rækta þær nema til fóðurs.
A bls. 66—71 eru skýrslur um áburðartilraunir, þar sem
ræktað hefir verið jarðepli og korn.
Frá bls. 71 og til bls. 78 er ritgjörð um frærækt næpna
og gulrófna eftir A. Hönningstad. Grein þessi er gagnorð
og skýr. Eftirtektavert er það, að höf. getur þess í inngang-
inum, að sérfróður maður í frærækt hafi sagt sér, að meiri
hluti þess fræs, sem nefnist Þrándheimsgulröfnafræ, komi frá
Danmörku og Þýzkalandi, en sé ekki norskt.
Þetta telur höf. satt vera, því margir rækti þessar rófur,
en hann þekki engan, sem í Noregi rækti þær til fræöflunar
að nokkrum mun. En ef svo er, að mikið af því Þrándheims-
gulrófnafræi, sem selt er í Noregi og þar nefnt norskt, sé í