Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 96
Smæ/ki.
FRAM.
„Með þor í barm og þrek i arm,
vér fetum fram;
vér skrýðum fjöll og skreytum völl,
með skógi hvamm.
Hin helgu lög vor hjartaslög
þau hrópa fram.
Vér stöndum þétt, vér störfum rétt
og stefnum fram.“
1. jRauðberjarunna
ætti að rækta við hvern bæ á íslandi, því full vissa er fyrir
því, að þeir þrífast hér betur en nokkrar aðrar trjá- og
runnategundir, og geta borið fullþroskuð ber í flestum árum.
Þegar á að rækta rauðber, er áríðandi að útvega sér góðar
plöntur * I—2 feta háar, og bera þær þá ber á næsta ári.
Frá gróðursetningu trjáa og runna er skýrt í Arsskýrslu
Ræktunarfélags Norðurlands 1903, bls. 31 — 38, og ættu þeir
sem þurfa að gróðursetja, en eru óvanir þeim störfum, að
kynna sér það, sem þar er sagt. Rauðber á að gróðursetja
með tveggja álna bili milli plantanna; bezt er að það sé í
skjóli og þar, sem jarðvegurinn er leir- og moldblandinn og
fremur rakur.
Hirðing runnanna er í því fólgin, að á hverju ári er dreift
litlu einu af gömlum áburði í kringum þá, og sé áburðinum
komið lítið eitt niður í moldina. Þegar runnarnir fara að
eldast þarf að snfða af greinar, svo þær vaxi eigi of þétt.
Þetta á að gera seint á haustin eða snemma á vorin. Þar
sem engar trjáplöntur eru ræktaðar eru rauðberjarunnar til
mikillar prýði, því þeir geta orðið tveggja til þriggja álna
háir og með mörgum stofnum. Af berjunum er hægt að búa
til hið svonefnda berjamauk (»syltetöj«), sem vér kaupum
* Plönturnar er hægt að fá í tilraunastöð Ræktunarfélagsins við
Akureyri.